Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Page 24

Fréttatíminn - 20.09.2013, Page 24
S tundin okkar er elsti sjón-varpsþátturinn í íslensku sjónvarpi og verður Gói um- sjónarmaður hennar í vetur. Hann viðurkennir að hafa verið alveg ótrú- lega stoltur og ánægður að fá starf- ið. „Ég trúði því varla þegar Skarp- héðinn dagskrárstjóri hringdi í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að taka þetta að mér,“ segir Gói sem hefur mikinn áhuga og metnað þeg- ar kemur að gerð barnaefnis. „Það hefur aukist mikið eftir að ég byrj- aði að vinna með átrúnaðargoðinu mínu, honum Þresti Leó en við sett- um upp Eldfærin og Baunagrasið og jólasýningu um síðustu jól í Borgar- leikhúsinu. Leikhúsið og töfrar þess eru mikið áhugamál hjá mér og ekki síður að blanda saman gamni og fræðslu, svona „edutainment“ eins og það er kallað.“ Þegar Gói skrifar barnaefni sest hann niður og skrifar eitthvað sem honum finnst skemmtilegt og prófar svo efnið á Óskari, fimm ára syni sínum. „Ef við getum hlegið saman þá veit ég að ég er með gott efni í höndunum. Ég þoli ekki þegar full- orðið fólk setur sig í einhverjar stell- ingar og tala niður til barna. Þau eru miklu klárari en við höldum.“ Búið er að skapa leikhúsheim í kringum Stundina okkar í vetur og fjallar hún um að Gói hafi verið fenginn til að blása lífi í gamalt leik- hús. „Þar fyrir er Gloría sem leikin er af Kristínu Þóru Haraldsdóttir. Þau finna svo taktinn í sameiningu og setja upp sýningar. Allt gerist í þessu leikhúsi og kannski það sem er mest spennandi er að það getur allt gerst. Eða eins og Shakespeare sagði: „Öll veröldin er leiksvið“, segir Gói. Bragi Þór Hinriksson vinnur að Stundinni okkar með Góa og er um mikla framleiðslu að ræða því þættirnir verða þrjátíu og hafa þeir félagar unnið hörðum höndum við undirbúning í allt sumar. Gunni og Felix sem áður stýrðu þættinum verða í hlutverkum svokallaðra handritalækna. „Maður getur leitað til þeirra til að fá staðfestingu á því maður sé á réttri braut. Það hefur verið ofboðslega gott að fá hvatn- ingu frá þeim,“ segir Gói. Fyrstu tökur eru tilbúnar og segir Gói þær lofa góðu. Mikið verður af hressandi grínatriðum og tónlist sem samin er af Vigni Snæ. „Svo koma til okkar góðir gestir. Ég hef nú unnið mikið með Þresti Leó í gegnum tíðina og hann kemur og leikur með okkur oftar en einu sinni og oftar en tvisv- ar.” Ásamt því að sjá um Stundina okkar leikur Gói í Mary Poppins í Borgarleikhúsinu og öðrum sýning- um á leikárinu. „Svo kemur út jóla- bók fyrir alla fjölskylduna eftir mig fyrir jólin og svo kem ég fram með Sinfóníuhljómsveitinni á nokkrum fjölskyldutónleikum í vetur.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Prófar efnið á syninum Gói og Kristín Þóra í hlutverkum sínum í Stundinni okkar en í vetur verður sögusviðið gamalt leikhús. Ljósmynd/Hari. Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, verður umsjónarmaður Stundarinnar okkar í vetur sem er elsti þátturinn á RÚV. Hann er mjög stoltur yfir því að vera sýnt slíkt traust og trúði því varla þegar síminn hringdi og honum var boðið starfið. Ásamt því að leika í ýmsum leiksýningum í vetur skrifar Gói jólabók fyrir alla fjölskylduna sem kemur út fyrir næstu jól. Ef við sonur minn getum hlegið saman þá veit ég að ég er með gott efni í höndunum. Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 2 5 0 3 Krumma 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is Öryggi - Gæði - Leikgildi LikeaBike Sandkassasett Winter þríhjól Berg Grafa Berg trampolín 24 viðtal Helgin 20.-22. september 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.