Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Side 26

Fréttatíminn - 20.09.2013, Side 26
Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA H ope Knútsson á ættir sínar að rekja til Rússlands, Pól- lands, Þýskalands og Ungverjalands, ólst upp í Brooklyn hverfinu í New York og gekk í menntaskóla með Bobby Fischer og Barbra Streisand þó þau hafi ekki þekkst enda var skólinn stór. Hope hefur búið á Íslandi í þrjátíu og níu ár en lítur samt ekki á sig sem Íslending. „Mér líður frekar eins og ég sé jarðarbúi á þessari plánetu. Það er tvennt sem mér finnst hvað neikvæðast í mann- kynssögunni og það eru trúarbrögð og þjóðernishyggja því þetta tvennt gerir meira til að sundra fólki en sameina það,“ segir hún. Á sjöunda áratugnum var Hope ósátt við margt sem var að gerast á þeim tíma í Bandaríkjunum og tók daglega virkan þátt í mótmælum gegn stríðinu í Víetnam, byggingu kjarnorkuvera og hergagnafram- leiðslu. „Á þessum tíma var ég einnig mjög ósátt við bandaríska heilbrigðiskerfið og fannst mjög ósanngjarnt að fólk gæti misst ævi- sparnaðinn sinn við það að veikjast. Á þessum tíma var ég farin að leita að öðru landi til að búa í.“ Árið 1969 fór Hope svo í Evrópureisu og millilenti á Íslandi og fór Gullna hringinn. „Það var nóg. Ég varð heilluð af landinu og fannst svo gott að hér væru skattpeningarnir ekki notaðir til að þjálfa fólk til að drepa eða í vopnaframleiðslu, heldur til góða fyrir landsmenn. Mig lang- aði að vera hluti af svona frábæru samfélagi.“ Í framhaldinu hélt Hope mikið til hjá afgreiðslu Loftleiða á JFK flugvelli og reyndi að læra íslensku hjá starfsfólkinu þar. Hana langaði líka til að prófa að fara á stefnumót með íslenskum víkingi úr því hún stefndi nú að því að flytja til lands- ins. „Svo var það eitt kvöldið að inn á flugvöllinn gengur ljóshærður flugvirki og allir Íslendingarnir hrópuðu: „Þarna er einn fyrir þig!“ Til að gera langa og sexý sögu stutta var þetta hann Einar mað- urinn minn og við giftum okkur ári seinna,“ segir Hope brosandi. Síðar fluttu þau til Íslands og eiga tvö börn, Tryggva 39 ára sem vinnur hjá Heklu og Kötlu 36 ára sem er Trúarbrögð og þjóðernishyggja sundra fólki frekar en að sameina það Baráttukonan, iðjuþjálfinn og formaður Siðmenntar, Hope Knútsson, millilenti á Íslandi á leið sinni frá Bandaríkjunum í reisu um meginland Evrópu fyrir þrjátíu og níu árum og kolféll fyrir landinu og ákvað að setjast hér að. Hope hlaut borgaralegt uppeldi hjá foreldrum sínum í Brooklyn í New York og þegar að fermingu barnanna hennar tveggja kom á níunda áratugnum stóð hún fyrir fyrstu borgaralegu fermingunni á Íslandi. Hope fagnaði sjötugsafmæli sínu á dögunum og ætlar ekki að hætta vinna, enda sé það öllum hollt að hafa hlutverk í samfélaginu. Það veit hún sem iðjuþjálfi. förðunarfræðingur. Eftir flutninginn til Íslands hófst Hope handa við að setja á stofn námsbraut í iðjuþjálfun á Íslandi en það ferli tók rúmlega tuttugu ár. Hope tók þátt í að stofna Iðjuþjálfa- félag Íslands og sinnti stöðu for- manns í tuttugu og tvö ár. Henni fannst nauðsynlegt að kynnast ís- lenska heilbrigðiskerfinu og vann í tvö og hálft ár á Kleppsspítal- anum. „Ég fór oftast grátandi heim því spítalinn var eins og að fara í tímavél tuttugu og fimm ár aftur í tímann. Mér fannst svo rangt að fólk með vandamál ætti að leggjast inn á spítala og fá á sig geðveikis- stimpil til að læra að höndla erfið- leika lífsins.“ Eftir að hafa starfað á Kleppsspítalanum gekk Hope til liðs við Geðhjálp því henni fannst nauðsynlegt að byggja upp þjónustu fyrir utan geðsjúkrahús og gegndi stöðu formanns Geðhjálpar í fimm ár, frá árinu 1981. Hope segir flutninginn til Íslands hafa verið það lang erfiðasta sem hún hefur gert í lífinu og þó hún tali góða íslensku finnst henni eins og hún geti ekki verið alveg hún sjálf þegar hún talar íslensku. „Það er erfitt að grínast á íslensku og sér- staklega með orðaleiki eins og ég geri gjarna á ensku,“ segir Hope sem langaði mikið til að ganga í útlendingafélag á Íslandi. „Ég hélt ég væri eini útlendingurinn á Ís- landi sem var svolítið einmanalegt. Úr því ekkert slíkt félag var hérna þurfti ég að stofna það og tók þátt í stofnun Félags nýrra Íslendinga árið 1991 og var formaður þess í fimm ár. „Á þessum tíma var eng- inn í kerfinu sem upplýsti útlend- inga um Ísland svo við buðum upp á bæði félagsskap og fræðslu. Í félaginu var fólk frá um það bil tutt- ugu löndum. Svo þegar yfirvöld gerðu sér loksins grein fyrir því að það væru fullt af útlendingum á Ís- landi var Miðstöð nýbúa stofnuð og þá var ekki lengur eins mikil þörf fyrir félagið og það hætti starfsemi sinni.“ Þegar Tryggvi og Katla, börn Hope og Einars, voru að komast á fermingaraldur fékk hún þá hug- mynd að standa fyrir borgaralegri fermingu á Íslandi en hún hafði lesið um slíkt í Noregi í blaðagrein eftir Ara Trausta. „Ég fékk senda handbók frá Húmanistafélaginu í Noregi og fór á heimsþing húman- ista og var kynnt sem manneskjan sem ætlaði að stofna borgaralega fermingu á Íslandi.“ Borgaralega fermingin var umdeild á Íslandi og var prestur sem skrifaði blaðagrein og lét í ljós óánægju sína með að útlendingur ætlaði sér að breyta hefðum Íslendinga og nota orðið ferming um eitthvað sem var ekki tengt kristni en Hope segir orðið confirmare þýða að styðjast eða að styrkjast og það sé einmitt það sem fermingarbörnin geri, þau styrkist í þeirri ákvörðun sinni að verða ábyrgir borgarar. Þá hafi enginn einkaleyfi á notkun orðsins. „Þetta byrjaði þannig að ég skrifaði blaða- grein um það að börnin mín ætluðu að verða fyrst á Íslandi til að ferm- ast borgaralega og spurði hvort ein- hver myndi vilja vera með. Síminn hjá mér byrjaði að hringja þá og hefur ekki stoppað síðan, í tuttugu og fimm ár.“ Á námskeiðum fyrir borgaralegar fermingar eru kennd gagnrýnin hugsun, mannleg sam- skipti, mannréttindi, siðfræði og fleira „Á þessum tíma spurði fólk mig hvort það væri þá kristin sið- fræði. En ég sagði að það væri almenn siðfræði því fólk geti verið gott og hagað sér siðferðislega rétt án þess að trúa á ósýnilega, yfirnáttúrulega veru.“ Núna eru borgaralegar fermingar haldnar á nokkrum stöðum á landinu ár hvert og næsta vor verður fjöldi ferm- ingarbarna tæplega tvö hundruð og fimmtíu. Siðmennt býður einnig upp á borgaralegar nafnagjafir, giftingar og útfarir. Í maí síðastliðnum fékk Siðmennt skráningu sem lífsskoð- unarfélag og síðan hefur fjöldi giftinga þrefaldast og starfa hjá félaginu tólf þjálfaðir athafnastjór- ar. Að sögn Hope fara nafnagjafir yfirleitt fram í heimahúsum en giftingar ýmist úti í náttúrunni, veislusölum eða í heimahúsum. „Útfarirnar eru ýmist í veislusölum, félagsheimilum eða í Fossvogskap- ellunni. Fríkirkjan í Reykjavík hef- ur stundum gefið okkur leyfi til að vera með athafnir. Svo eru óvígðir grafreitir í Gufuneskirkjugarði auk þess sem nýi duftkersreiturinn í Fossvogi er óvígður.“ Á dögunum fagnaði Hope sjö- tugsafmæli sínu og hélt veislu þar sem Páll Óskar og Hörður Torfa tóku lagið og sonur vinkonu hennar lék nokkur lög á fiðlu. „Þetta voru eins og einkatónleikar og alveg stórkostlegt.“ Þrátt fyrir að vera komin á hefðbundinn eftirlauna- aldur ætlar Hope sér ekki að setjast í helgan stein og starfar áfram sem formaður Siðmenntar. „Það er svo mikilvægt að hafa hlutverk og gefa til samfélagsins. Ég veit það vel, svona sem iðjuþjálfi.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Hope Knútsson hefur búið á Íslandi í þrjátíu og níu ár en lítur þó ekki á sig sem Íslending heldur jarðarbúa. Ljósmynd/Hari. 26 viðtal Helgin 20.-22. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.