Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 54
L eikarinn Hannes Óli Ágústsson hefur túlkað Sig-mund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í áramóta skaupum síðustu ára. Hingað til hefur hann varpað upp spéspegli af Sigmundi Davíð sem óbreyttum þingmanni en slátturinn á Sigmundi Davíð hefur verið slíkur í kosningabaráttunni og eftir að hann varð for- sætisráðherra að ætla má að Hannes Óli verði, rétt eins og ráðherrann, frekur til fjörsins í næsta áramótaskaupi. „Ég vona það allavegana,“ segir Hannes Óli þegar hann er spurður hvort hann sjái fram á drjúga aukavinnu í kring- um skaupið undir lok ársins. „Það er nú ekki búið að hafa samband við mig ennþá en mér finnast allavegana mörg sóknarfæri og maður ætti kannski að setja sig í samband við eitthvað af þessu liði og minna á sig,“ segir leikarinn í léttum dúr. Hann er þó alveg rólegur yfir vangaveltum af þessu tagi og segist ekki vera byrjaður að víxla skóm. „Ekki ennþá en maður þyrfti náttúrlega að fara að æfa sig fljótlega til þess að koma sér almennilega í karakter. “ En er ekki erfitt að grínast með menn sem eru jafn fyndnir að eðlisfari og Sigmundur Davíð hefur sýnt með til dæmis hugmyndum um íslenska kúrinn, stjórnlítilli fíkn í ís og Mountain Dew, innliti á karókíbar, hrósi um Dana fyrir að tala góða dönsku og netta Kennedy-takta í opnum bíl innan um Vestur-Íslendinga í Kanada, að ógleymdum Nike-skónum góða? „Það þarf í það minnsta varla að skrifa þetta fyrir hann,“ segir Hannes, hlær og segir ljóst að forsætisráðherrann sé dálítið grínaktugur að eðlisfari. „Ég held þetta snúist fyrst og fremst um mismunandi tegundir af húmor. Ég meina, hann tekur sjálfan sig sæmilega alvarlega upp að vissu marki en svo er spurning hvar markið er og hvort ekki sé hægt að leika sér eitt- hvað hinum megin við það mark.“ Hannes Óli hefur í nógu að snúast og þeytist milli Akureyrar, þar sem hann býr, og Reykjavíkur í spennandi verkefnum og þarf svosem ekkert að treysta á Sigmund Davíð til þess að eiga til hnífs og skeiðar. „Út september er ég er að sýna barnasýningu sem heitir Hættuför í Huliðsdal um helgar í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Sýn- ingin er búin að fá mjög fínar við- tökur, góða dóma og svona. Svo er ég á fullu að æfa hérna hjá Leikfélagi Akureyrar sýningu sem heitir Sek. Þetta er nýtt ís- lenskt leikrit eftir Hrafnhildi Hagalín. Mjög spennandi uppfærsla og að ég held eins ólíkt barnaleikriti og hægt er en það er rosalega gaman að leika sér þarna á milli.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Maður þyrfti náttúrlega að fara að æfa sig fljótlega til þess að koma sér almenni- lega í karakter.  Hannes ÓLi Margir grínfLetir á forsætisráðHerra Sóknarfæri á ósam- stæðum skóm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra virðist hafa einstakt lag á að sýna sig í kóm- ísku ljósi. Síðasta útspil hans í þessum efnum, þegar hann mætti á fund Baracks Obama í ósam- stæðum skóm, vakti raunar heimsathygli. Ætla má að ráðherrann verði því frekur til fjörsins í áramótaskaupinu. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson hefur sérhæft sig í túlkun á ráðherranum og sér mikil sóknarfæri í stóra strigaskómálinu. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson þykir grínaktugur að eðlisfari og hefur hvergi slegið af í skemmtilegum uppákomum frá því hann tók við embætti forsætis- ráðherra. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson hefur túlkað Sigmund Davíð með snilldartilþrifum í áramótaskaupum og sér mörg grín sóknarfæri í framkomu for- sætisráðherr- ans á þessu ári.  eva Lind skartar verðLaunaHúðfLúri Með merkingu lífsins á eigin skinni Kvikmyndaklipparinn Eva Lind Höskuldsdóttir fór alla leið þegar hún ákvað að fá sér húðflúr og ber nú listaverk með persónum og lífspeki úr Disney-myndinni Lísu í Undraland. Flúrið er litríkt og líflegt og skilaði Evu Lind og flúraranum Gunnari Valdimarssyni á Íslenzku Húðflúrstofunni fyrstu verðlaunum fyrir bestu litunina á húðflúrshátíðinni sem haldin var í Reykjavík um síðusu helgi. „Mér hafa alltaf fundist tattú falleg en átti samt ekki von á því að ég myndi þora að fá mér slíkt,“ segir Eva Lind. Eftir að hafa haft fögur húðflúr samstarfskonu sinnar fyrir augunum lengi áttaði hún sig á að þetta væri eitthvað sem hana langaði til að gera. Eva Lind heillaðist ung af ævintýrinu um Lísu og hvernig veruleikanum er snúið þar á hvolf. „Tattúið samanstendur af nokkrum ólíkum og skemmtileg- um persónum úr Lísu í Undralandi. Það má segja að ég túlki myndina gjörsamlega á minn hátt og persónurnar standa all- ar fyrir eitthvað í mínum huga. Lirfan spurði tildæmis: „Hver ert þú?“ Þetta fannst mér stór spurning sem ég var mörg ár að svara,“ segir Eva Lind. „Kanínan er alltaf sein, stoppar ekki og heldur alltaf áfram að hlaupa. Sem minnir mig á hvernig lífið er stundum og að það megi stundum hægja á hraðanum. Kötturinn minnir á að það eru margar leiðir sem þú getur farið í lífinu en það er engin ein endilega rétt. Þannig að nú geng með þá merkingu og skilning sem ég legg í lífið í listaverki á eigin skinni.“ Eva Lind vinnur þessa dagana við gerð framhaldsmyndar- innar Borgríki 2 og vindur sér síðan í sjónvarpsþættina Hið blómlega bú. Ólík en spennandi og metnaðarfull verkefni sem hún segir virkilega spennandi að taka þátt í. -þþ Ermi Evu Lindar er býsna tilkomumikil og Gunnar flúrari hafði í fyrstu tak- markaða trú á því að hún væri tilbúin í þetta en eftir fyrsta tímann, sem tók sjö klukkustundir, sannfærðist hann um að henni væri alvara. Reynir Lyngdal er kominn á fulla ferð í tökum á Hrauninu, sjálfstæðu framhaldi sakamálaþáttanna Hamarinn sem RÚV sýndi fyrir nokkrum árum.  reynir LyngdaL gerir fraMHaLd HaMarsins Morðgáta á Snæfellsnesi „Við erum búin með fjóra tökudaga hérna á Snæfellsnesi og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og mikill hugur í mannskapnum,“ seg- ir kvikmyndaleikstjórinn Reynir Lyngdal sem er kominn á fleygiferð í gerð sakamálaþáttanna Hraunið. „Við erum búin að ná ótrúlega flottum útitökum, enda er Snæfells- nesið alveg einstakt í fegurð sinni.“ Þættirnir eru gerðir fyrir Ríkis- sjónvarpið og eru sjálfstætt fram- hald Hamarsins, þátta sem sýndir voru í sjónvarpinu 2009. Í Hamr- inum lék Björn Hlynir Haraldsson lögreglumanninn Helga sem var sendur í lítið sveitaþorp til þess að aðstoða lögregluna þar við rann- sókn dularfulls slyss. Í Hrauninu er Helgi sendur á Snæfellsnes eftir að maður finnst þar látinn í sumarbústað. „Nú er Helgi náttúrlega kominn í aðra sveit þannig að segja má að hér sé um smá stefnubreytingu að ræða,“ seg- ir Reynir og bætir við að persónu- galleríið hafi endurnýjast að mestu. „Björn Hlynur er auðvitað enn í sínu hlutverki og María Ellingsen, sem lék réttarmeinafræðinginn í Hamrinum, snýr einnig aftur.“ Ráðgert er að sýna Hraunið í Sjónvarpinu yfir páskana á næsta ári. 54 dægurmál Helgin 20.-22. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.