Fréttatíminn - 20.09.2013, Síða 64
Það er um
að gera að
líta á björtu
hliðarnar
og átta sig
á því að
það gefur
lífinu lit og
skemmtileg-
heit að það
skuli ekki
allir vera
nákvæm-
lega eins.
Þ
etta byrjaði með
gleymsku og ég var
spyrjandi sömu spurn-
inganna aftur og aftur,“
segir Sigtryggur Sveinn
Bragason um það hvernig einkenni
Alzheimerssjúkdómsins birtust í
fyrstu hjá honum. Nú er Sigtryggur
orðinn sjötugur en fór fyrst að finna
fyrir einkennunum í kringum 65 ára
aldurinn. „Ég hefði að öllu jöfnu hætt
að vinna 67 ára en fannst mjög gam-
an í vinnunni hjá Íslenska járnblendi-
félaginu á Grundartanga og hafði
jafnvel vonast til að þess að vinna
fram undir sjötugt. En svo upp úr 65
ára var minnisleysið orðið það mikið
að ég varð að hætta að vinna. Við því
var ekkert að gera.“ Í upphafi hélt
Sigtryggur jafnvel að um snemmbær
elliglöp væri að ræða en svo leiddu
rannsóknir í ljós að ástæðan var
Alzheimerssjúkdómur.
Eftir greininguna og starfs-
lokin langaði Sigtrygg síst af öllu að
hlamma sér í sófann og keypti sér
því góða gönguskó og göngustafi og
gengur um það bil fimmtán hundruð
kílómetra á ári. „Ég geng stundum
allt að tíu til tuttugu kílómetra í
einu. Ég er hávaxinn og tek löng
skref og gengur því ágætlega að
komast áfram,“ segir hann brosandi.
Aðspurður hvort hann villist ekki í
gönguferðunum segir hann svo ekki
vera því hann gangi alltaf um kunn-
ugar slóðir í nágrenni við heimili
sitt. „Ég geng alltaf að heiman og
oftast um Elliðaárdalinn svo það eru
hæg heimatökin að fara í skóna og
arka út. Svo tek ég símann auðvitað
með, svona til öryggis. Mér finnst
virkilega gott að fara út að ganga.”
Lætur vita af Alzheimerssjúk-
dómnum við fyrstu kynni
Þegar Sigtryggur hittir fólk í fyrsta
sinn útskýrir hann alltaf fyrir því að
hann sé með Alzheimerssjúkdóm og
að það þýði að hann muni mjög lítið
af því sem honum er sagt. „Ég bið
fólk að hafa það í huga að ef ég segi
tóma vitleysu að spyr sömu spurn-
inganna aftur og aftur þá sé það
vegna Alzheimers. Þá heldur fólk
síður að ég sé alveg stór skrítinn.
Það er miklu betra að gera þetta
svona en að vera eitthvað að pukrast
með þá staðreynd að maður sé með
Alzheimerssjúkdóminn. Það er bara
rugl.“ Tilfinning Sigtryggs er sú að
fólk hafi sýnt honum mikinn skiln-
ing og að hann sjálfur hefði ekki þá
þolinmæði sem hans fólk hefur sýnt
honum.
Sigtryggur lítur tilveruna björtum
augum og telur sig heppinn að vera
almennt heilsuhraustur. „Miðað við
það sem ég hef heyrt af Alzheimers
tel ég mig vera ofsalega heppinn.
Sjúkdómurinn þróast mis hratt hjá
fólki. Það má segja að tilfellin séu
jafn mismunandi og þau eru mörg.“
Það er fyrst og fremst skamm-
tímaminnið sem veldur Sigtryggi
vandræðum í daglegu lífi og reynir
hann því að skrifa allt það sem hann
þarf að gera niður á minnismiða.
„Gallinn er bara sá að stundum
gleymi ég að skrifa niður á minn-
ismiða. Það gerir Alzheimers.“ Eldri
atburði man Sigtryggur að hluta og
þá helst í glefsum og ekki endilega í
réttu samhengi, auk þess sem hann
er farinn að gleyma andlitum fólks
sem hann hitti í fortíðinni. „Stundum
þegar það er eitthvað sem ég man
ekki veit ég ekki hvort það er ein-
faldlega venjuleg elligleymska eða
Alzheimers sem veldur því að ég
man ekki. Það getur verið erfitt að
greina á milli.“
Kvikmyndir hentugri en skáld-
sögur
Á árum áður las Sigtryggur mikið
en gafst upp á lestrinum eftir að
minnið fór að versna og erfiðara varð
að muna samhengi sagnanna. „Ég
Alzheimersdagurinn
21. september 2013
Lífið er eins og konfektkassi
sigtryggur
sveinn
bragason
greindist með
Alzheimers-
sjúkdóm fyrir
fimm árum í
kringum 65
ára aldur. Þá
vann hann
hjá Íslenska
járnblendi-
félaginu á
Grundartanga
en varð að láta
af störfum því
minnisleysið
var farið að
há honum í
daglegu lífi.
sigtryggur
lítur tilveruna
björtum
augum og
telur sig þrátt
fyrir allt vera
heppinn og
vera sýnd mikil
þolinmæði
af fólkinu í
kringum sig.
Þegar Sigtryggur
hittir fólk í fyrsta
sinn biður hann
það að hafa í
huga að hann sé
með Alzheimers-
sjúkdóminn sem
þýði að hann muni
lítið af því sem
honum er sagt
og spyrji kannski
sömu spurning-
anna oftar en einu
sinni. Ljósmynd/Hari.
les kannski tíu blaðsíður og svo næsta kvöld
ætla ég að lesa tíu í viðbót en man þá ekki
hvað ég las kvöldið áður. Ég reyni að lesa
smásögur og það gengur betur.“ Kvikmyndir
henta Sigtryggi vel og getur hann náð sam-
hengi hlutanna þar. „Ég fór nú mikið í bíó
hérna áður fyrr en svo lagðist það af. Ég er
fréttafíkill og horfi stundum á sjónvarpið ef
það er eitthvað áhugavert og jafnvel líka ef
það er eitthvað óáhugavert,“ segir hann og
hlær.
Best að sýna jafnaðargeð
Sigtryggur segir það hjálpa sér í daglegu
lífi að hafa hlutina í föstum skorðum og
fara eftir ákveðinni rútínu hvern dag. Það
hjálpi líka mikið að sætta sig við orðinn hlut.
„Það þýðir ekkert að væla. Þá bara versna
einkenni Alzheimers og þá minnkar það litla
sem manni tekst að halda utan um í minn-
inu, þrátt fyrir sjúkdóminn.“ Það sé því far-
sælast að reyna að sýna jafnaðargeð, sé þess
kostur. „Það er um að gera að líta á björtu
hliðarnar og átta sig á því að það gefur lífinu
lit og skemmtilegheit að það skuli ekki allir
vera nákvæmlega eins. Ef allir væru eins og
hugsuðu eins, það væri nú aumt.“ Spjallið
endar Sigtryggur svo á orðum móður For-
rest Gump. „Lífið er eins og konfektkassi,
maður veit aldrei hvernig mola maður fær.“
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
MUNUM ÞÁ SEM GLEYMA