Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 66
2 ÍSLENSKT GRÆNMETIHAUST 2013 Það er vel fylgst með heilsu fólks á Norðurlöndum. Ríkisstjórnir landanna hafa nú hrundið í framkvæmd aðgerðaáætlun um betri heilsu og aukin lífsgæði með bættu mataræði og aukinni hreyfingu. Það er norræna ráðherranefndin sem hefur umsjón með vinnunni og hún hefur þegar birt fyrstu könnunina, sem náði til tæplega tíu þúsund íbúa á Norðurlöndum. Í henni kemur fram að enn er langt í land að ráðlögðum dagskammti sé náð þegar litið er til grænmetis og ávaxta. Hingað til hefur hann verið 400 grömm, en nú bregður svo við í þessari nýju rannsókn að sett eru fram ný viðmið, sem eru 500 grömm á dag. Það er stefnan að stuðla að aukinni neyslu á grænmeti og ávöxtum til að bæta heilsu og auka lífsgæði íbúa á Norðurlöndum ( http://www.norden.org/en/publications/ publikationer/2012-552). „Framtíðarsýn Norrænu aðgerðaáætlunarinnar fyrir árið 2021 er sú að að minnsta kosti 70% íbúa eldri en 10 ára neyti minnst 500 gramma grænmetis og ávaxta daglega sem samsvarar fimm skömmtum á dag. Samkvæmt könnuninni neyta 8 - 22% fólks í löndunum ávaxta og grænmetis fimm sinnum á dag. Við eigum því langt í land með að ná þessu markmiði“, segir í rannsókn Norrænu ráðherranefndarinnar. Þá kemur það fram í könnuninni að á Íslandi voru fleiri of feitir (BMI≥30) en á hinum Norðurlöndunum. Það kemur ekki á óvart að flestir séu of feitir á Íslandi þegar litið er til sykurneyslu, því hún er mest á Íslandi þegar litið er til Norrænu ríkjanna. Offita er vandamál sem heilbrigðisstéttir hafa verið að berjast við undanfarin ár. Með hverju ári þyngist þjóðin og nú er svo komið að 58,5 prósent landsmanna eru of þungir eða eiga við offitu að stríða. Það er því ljóst að landsmenn verða að breyta neysluvenjum sínum. Þeir sérfræðingar sem unnu landskönnunina segja að niðurstöður hennar nýtist á margan hátt, m.a. varðandi áherslu í heilsueflingu og forvörnum á sviði næringar. Grænmetisbændur taka undir með sérfræðingunum sem unnu könnunina og vonast til að stjórnvöld, fyrirtæki og almenningur tileinki sér þá þekkingu sem fæst úr þeirri miklu og vönduðu vinnu sem nú liggur fyrir. Garðyrkjubændur leggja sig fram við að bjóða upp á góða vöru til að koma til móts við kröfur neytenda og eru sífellt að huga að nýjungum í framleiðslu. Landsmenn hafa tekið íslenska grænmetinu mjög vel. Þeir hafa aukið neyslu sína á þessari úrvalsvöru jafnt og þétt. En betur má ef duga skal og enn er langt í land ef manneldismarkmið eiga að nást. Grænmetisbændur hafa lagt mikla vinnu í að upprunamerkja íslenskt grænmeti þannig að það fari ekki á milli mála hvaðan það kemur. Hægt er að rekja grænmetið til þeirra bænda sem rækta það. Þeir leggja allan sinn metnað í að senda frá sér góða og ferska vöru. Grænmetisbændur þakka ykkur góðar móttökur og vona að íslenska grænmetið haldi áfram að gleðja ykkur og næra. Ný manneldismarkmið -500 grömm á dag af grænmeti og ávöxtum Flúðasveppir og Matís ásamt sænskum vísindamönnum hafa undanfarna mánuði gert tilraunir með að auka D-vítamín í sveppum. Það er gert með því að lýsa sveppina sérstaklega. Fyrstu niðurstöður lofa mjög góðu og líklega koma D-vítamínríkir sveppir á markaðinn í haust. Kastaníusveppir hafa verið notaðir við þessar tilraunir og í þeim hefur D-vítamínið sjöfaldast við lýsinguna. Sveppategundir skipta þúsundum og er þær að finna um allan heim. Flestar eru þær til gagns fyrir menn og náttúru. Frá örófi alda hafa menn tínt sveppi og matreitt þá. Þeim lærðist fljótt að sumar tegundir sveppa voru ljúfengar og aðrar bragðvondar eða jafnvel eitraðar. Sá sveppur sem er algengastur í matargerð er upprunninn sunnan úr Evrópu. Frakkar hófu að rækta hann og oft er hann kallaður franski sveppurinn. Franska orðið „champignon“ er orðið alþjóðlegt yfir þessa tegund af sveppum. Sveppir voru lengi vel taldir tilheyra jurtaríkinu vegna þess að þeir birtast innan um annan gróður. En þegar betur er að gáð þá tilheyra þeir sínu eigin ríki, svepparíkinu. Frumbjarga plöntur umbreyta ólífrænum efnum, koltvísýringi og vatni, yfir í lífræn efni við ljóstillífun. Það er flókið ferli og byggist á því að grænuefni plantanna umbreytir orku sólarljóssins í efnaorku. Sveppir vinna næringu og orku úr plöntuvefjum. Matsveppir sem eru algengastir í verslunum tilheyra svokölluðum hattsveppum. Með kynbótum á villtum tegundum hefur það tekist að ylrækta þá í stórum stíl. Neysla á ferskum sveppum hefur aukist mjög mikið undanfarin ár. Landsmönnum stendur til boða ferskir íslenskir sveppir allt árið. Matsveppir sem fást hér í verslunum nefnast ætissveppir (Agaricus campestris). Tveir stofnar af ætissveppum eru einkum ræktaðir,en það eru venjulegir hvítir hnappasveppir og brúnleitir kastaníusveppir. Hnappasveppir eru þessir algengu hvítu sem allir þekkja, með mildu en ákveðnu bragði. Kastaníusveppirnir eru bragðmeiri og henta vel þegar við viljum gera okkur dagamun eða undirstrika villibráð. Flúðasveppir voru stofnaðir árið 1984, en þaðan koma allir íslenskir sveppir sem eru á markaði. Ræktun er vandaverk og fer fram í ræktunarklefum þar sem hita og raka er stýrt af mikilli nákvæmni. NæriNgargildi Í sveppum eru mörg næringarefni, en mjög fáar hitaeiningar, 30 kcal í 100 grömmum. Sveppir eru próteinríkari en flest grænmeti. Þeir eru einnig ríkir af B vítamíni, járni, kalki, kalí, seleni og trefjum. Þá er einnig A og C vítamín í sveppum að ógleymdu D vítamíni. geymsla Matsveppir eiga að vera safaríkir og næstum hvítir á lit. Á þeim eiga ekki að vera brúnir blettir. Allir matsveppir hafa takmarkað geymsluþol. Best er að geyma þá í myrkri og um það bil tveggja gráðu hita og við mikinn raka. Garðyrkju- bændur leggja sig fram við að bjóða upp á góða vöru til að koma til móts við kröfur neytenda ... Sá sveppur sem er algengastur í matargerð er upprunninn sunnan úr Evrópu. Frakkar hófu að rækta hann og oft er hann kallaður franski sveppurinn. Franska orðið „champignon“ er orðið alþjóðlegt yfir þessa tegund af sveppum. Útgefandi: Sölufélag garðyrkjumanna Ábyrgðarmaður: Kristín Linda Sveinsdóttir kristin@sfg.is Myndir: Hari Umbrot: Jón Óskar/Grái kötturinn jonoskarin@gmail.com Umsjón með útgáfu: Katrín Pálsdóttir katrin@sfg.is islenskt.is Kíktu inn á fésbókina okkar - facebook.com/islenskt.is. Þar er leikur í gangi sem gæti verið gaman að taka þátt í. Glæsilegar grænmetiskörfur í verðlaun. d-vítamínríkir sveppir -tilraunir gerðar með að margfalda D-vítamín með lýsingu Smyrjið eldfasta fatið að innan með olíu, grænmetinu raðað í ásamt hvítlaukgeirunum, ólífuolíu dreift yfir ásamt tómatsósu, kryddum og ólífum. Sett inn í heitan ofninn og bakað í 30-40 mínútur (200°C) Grænmetið á að vera lunga mjúkt og baðað í ólífuolíu og sósu. Dásamlega gott með grænu salati, fiski og grillkjöti Helga Mogensen Rófu – fennelgratín 6 hvítlauksgeirar heilir og í hýði 2 msk ólífuolía 1 krukka af tómatsósu 2 stk fennel skorið þversum í ½ cm þykkar sneiðar 2 stórar rófur skrældar, klofnar í tvennt og síðan í grófar sneiðar smá salt og grófur pipar ásamt 1tsk tímían og 1 tsk fennel fræ ½ krukka af steinlausum svörtum ólífum Þessi réttur er góður hvor heldur með gorgonzola eða parmesan osti sveppir Kristín Linda Sveinsdóttir Markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna kristin@sfg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.