Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Side 70

Fréttatíminn - 20.09.2013, Side 70
6 ÍSLENSKT GRÆNMETIHAUST 2013 Ofninn hitaður í 200°C. Gulræturnar skafnar eða flysjaðar og toppurinn skorinn af. Rauðlaukurinn flysjaður og skorinn í geira. Olíu, sírópi, engifer, pipar og salti blandað saman í eldföstu móti og gulrótunum og lauknum velt upp úr leginum. Sett í ofninn, appelsíninu hellt í mótið og bakað í 30-40 mínútur, eða þar til gulræturnar eru meyrar (best að stinga í þær með hnífsoddi). Bætið við meira appelsíni eða vatni eftir þörfum, svo að gulræturnar brenni ekki. Þær eru mjög góðar með alls konar steiktu og grilluðu kjöti. Nanna Rögnvaldardóttir Gljáðar gulrætur með rauðlauk og engifer 500 g gulrætur 1-2 rauðlaukar 2 msk olía 2 tsk hlynsíróp eða sykur 1 tsk engifer, fínsaxað eða rifið nýmalaður pipar salt 200 ml appelsínulímonaði nokkrar greinar af fersku timjani (má sleppa) auðsholt hnúðkál Gulrótin er ein af mikilvægari matjurtum hér á landi þó ræktun hennar hafi staðið mun skemur en til dæmis gulrófu. Til eru margar ólíkar gerðir af gulrótum sem eru mismuandi að lögun og lit. Sterkur appelsínugulur litur gulrótarinnar er litarefnið karótín, sem er forstig A vítamíns. Í þeim er einnig lýkopen sem er rautt litarefni en það dregur úr bólgum og kemur í veg fyrir að tappar myndist í blóði. Tómatar eru einnig mjög ríkir af lýkópeni. Vísindamenn við Kuopio háskólann í Finnlandi hafa rannsakað efnið í tólf ár. Í rannsóknum þeirra kom í ljós að þeir sem höfðu mest af lýkópeni í blóðinu voru síður í hættu en aðrir að fá heilablóðfall. Gæði gulrótarinnar er mjög háð ræktunaraðferðinni. Ef jarðvegurinn er meðhöndlaður eins og gert er hér á landi í lífrænni og vistvænni ræktun verður gulrótin bragðmikil, sæt og auðug af karótíni og næringarefnum. Gulrót er af sveipjurtaætt eins og dill, steinselja, kóríander og fleiri tegundir matjurta. Gulrótin er upprunnin í Norður-Afríku en hefur breyst mikið á aldanna rás. Þegar hún barst til Evrópu með Aröbum var rótin fjólublá eða ljósgul og seig í sér. Kynbætur á gulrótinni hófust í Hollandi snemma á 19. öld. Gulrótin er tvíær jurt sem myndar sívala forðarót fyrra árið en blómstrar seinna árið og myndar þá sveiplaga blómskipan með smáum blómum sem minna bæði á dill og kerfil. Ef skorið er þvert í gengum rótina sést greinilega að það eru bæði innsti hluti hennar (viðarvefur) og sá ytri (sáldvefur) sem þykkna. Einnig má sjá ganga sem liggja á milli viðarvefs og sáldvefs en þeir sjá um að flytja vatn og næringu um rótina. Oft má sjá greinilegan hring á milli viðarvefs og sáldvefs en það er vaxtarlag rótarinnar. Viðarvefurinn vex inn á við frá vaxtarlaginu en sáldvefurinn út á við. næringargildi Í gulrótum er mikið af litarefninu karótín sem er í meira magni í gulrótinni en í nokkurri annarri ætri plöntu. Því stærri og litsterkari sem ræturnar eru þeim mun meira karótín er í þeim. Karótín ummyndast yfir í A-vítamín í líkamanum sem meðal annars er mikilvægt fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkamans. Skortur á A-vítamíni getur leitt af sér náttblindu en hún er algengari en áður var talið. Hjá þeim sem eiga erfitt með að keyra bíl í myrkri getur ástandið lagast við að fá karótín úr fæðunni. Auk þess er í gulrótum lýkópen, B og C vítamín ásamt mikilvægum steinefnum eins og kalí, kalki, járni og fosfór. Gulrætur eru góð uppspretta fyrir þessi næringarefni því þær eru ódýrar og hægt að hafa þær á borðum daglega allt árið. Gulrótin er eitt mikilvægasta grænmetið í ungbarnafæði. Börnum yngri en eins árs á ekki að gefa hrátt grænmeti. Gulrótin er mjög góð soðin og maukuð ein og sér eða blönduð saman við aðrar fæðutegundir. Gulrótin er næringarrík en hitaeiningasnauð. Í 100 grömmum eru aðeins 46 hitaeiningar (kcal). geymsla Gulrætur geymast almennt vel. Best er að geyma gulrætur í kæli við 0 – 2°C og mikinn raka því þeim hættir mjög til að tapa vatni. Þær eiga ekki að standa í birtu því þá verða þær grænar og beiskar á bragðið. Ef einungis á að geyma gulrætur í skemmri tíma er ágætt að hafa þær í götuðum plastpokum, þeim sömu og þær eru seldar í. Fylgist vel með að ekki verði rakaþétting innan í pokanum og fjölgið götunum ef þarf. upplagt sem snakk eða í nestisboxið Hnúðkál er notað á sama hátt og gulrófa, gulrætur og annað rótargrænmeti. Það er gott gufusoðið með smjöri, stappað og kryddað með múskati. Bragðið er heldur mildara en hjá gulrófu. Hnúðkál hefur verið á borðum Indverja í margar aldir. Íbúar í norðurhéruðum landsins t.d. í Kashmír hafa miklar mætur á því. Í Kashmír er hnúðkál jafn algengur matur og kartöflur eru á Íslandi. Það er auðvelt að rækta hnúðkál og það þolir vel svalt loftslag. Frá Indlandi barst hnúðkálið til Evrópu þar sem það hefur verið í hávegum haft lengi, sérstaklega í Austur-Evrópu. Það er einnig mikið ræktað í Þýskalandi, Hollandi og Luxemburg. Þar er hnúðkál jafn algengt í matjurtagörðum og kartöflur og gulrætur. Hnúðkál er tvíært af krossblómaætt. Nafnið dregur hnúðkálið af því að það myndar húðinn í efri hluta stöngulsins fyrra árið, en blómstrar og myndar fræ síðara árið. Hnúðurinn myndast á stönglinum en ekki í rótinni eins og hjá rótargrænmeti. Hnúðurinn er ekki neðanjarðar heldur er hann allur ofanjarðar. Hnúðkál er ræktað hér á landi og þrífst ágætlega við íslenskar aðstæður. Hnúðkál er í tveimur litbrigðum. Annars vegnar með ljósgrænu hýði og mörgum stökum og sterklegum blaðstilkum og hins vegnar með fjólubláu hýði og fíngerðari blaðstilkum. Að innan er liturinn hvítur hjá báðum tegundum næringargildi Hnúðkál er ríkt af A og C vítamínum og steinefnum og er trefjaríkt. Í 100 gr. eru aðeins 46 hitaeiningar (kcal). geymsla Best er að geyma hnúðkál í kæli á svipaðan hátt og rófur og gulrætur. Gæta verður að því að það verði ekki fyrir vökvatapi. Hægt er að frysta hnúðkál, en þá er best að skera það í sneiðar eða teninga og snöggsjóða í 2-3 mínútur áður en það er fryst. rækta gulrætur á bökkum hvítár Gulrót er full af andoxunarefnum Hjónin Vignir Jónsson og Ásdís Bjarnadóttir stunda kúabúskap á Auðsholti í Hrunamannahreppi. Árið 1997 hófu þau að rækta gulrætur ásamt kúabúskapnum og framleiða nú í kringum 100 tonn á ári. Gulræturnar rækta þau í sendnum jarðvegi á bökkum Hvítár sem er hitaður upp með heitu vatni úr borholu. Búfjáráburður er uppistaðan í áburðinum á gulræturnar og ræktunin því vistvæn. Uppskeran er tekin upp í lok júlí. Gulræturnar eru síðan geymdar ferskar í kæli fra september og yfir veturinn en þá fer fram mesta vinnan við að flokka og pakka. Fjölskylda Vignis og Ásdísar vinnur saman við ræktunina og þegar mest er að gera og mikið liggur við, eins og á uppskerutímanum, segir Vignir stórfjölskylduna kallaða til. Kröfur íslenskra neytenda um gæði eru miklar og segir Vignir fjölskylduna leggja allt kapp á að uppfylla þær. Mikil vinna liggi á bak við hverja gulrót. Uppskeran er tekin upp með vélum og gulræturnar þvegnar. Hver gulrót er svo snyrt í höndunum, þær síðan flokkaðar og þeim pakkað til neytenda. Frá Auðsholti fara sendingar tvisvar í viku. Í apríl er svo næstu uppskeru sáð. Hjónin Vignir Jónsson og Ásdís Bjarnadóttir.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.