Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Síða 24

Fréttatíminn - 29.11.2013, Síða 24
Ég er hér með tannbursta og tannkrem sem ég nota ekki neitt því ég er með svo fáar tennur. Ég er með víta­ mín, brauð handa öndunum og bjór. Síðan er ég með skáldsöguna „Rich man, poor man.“ Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu Alta til prufu í vikutíma Sími 568 6880 Prófaðu ALTA frá Oticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum. ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er að fá þau í mörgum útfærslum. götunni síðan. Ég spyr hvað sé það versta við að vera á götunni og hann svarar eftir langa þögn. „Erfiðast er þetta ofboðslega öryggisleysi. Þegar þú ferð út á morgnana veistu ekki hver þú sefur um nóttina eða hvort þú færð að sofa einhvers staðar yfir höfuð. Sú hugsun er í höfðinu á manni allan daginn. Stöðugt óör- yggi. Þegar maður fær húsaskjól tekur við annars konar öryggis- leysi. Þá er maður kominn inn á heimili einstaklings og þarf að lúta hans reglum í öllu. Við- komandi getur sparkað þér út á hverri stundu. Síðan er það þessi vanlíðan og maður fer að missa trúna á sjálfan sig. Það er búið að setja hnefann í andlitið á manni og stoppa mann af.“ Þegar ég spyr hvort hann hafi misst trúna á sjálfan sig segist hann enn halda í vonina. „Ég hef smá trú. Ég hangi í leðurreim.“ Svenni vonast til að verða ekki alltaf heimilislaus. „Ég treysti og trúi að félagsmálakerfið eigi eftir að hjálpa mér. Ég vonast til að fá úthlutað félagslegri íbúð. Ég hef átt íbúð og séð um sjálfan mig. Ég veit sjálfur og geri mér grein fyrir að ég þarf að gera eitthvað í mínum málum. Ég þarf að hætta að drekka Stellu,“ segir hann og horfir kómískur á bjórflösk- una. Hann tekur fyrir að það sé uppaháldsbjórinn. „Nei, nei. En hann er mjög góður. Ég hef hætt að drekka. Ég var án áfengis í tvö ár en það er enginn edrú á götunni. Þú ferð ekki í gegn um þetta nema vera dofinn. Síðan er það bara spurning um hver af þeim efnum sem eru í gangi þú notar. Flestir velja rítalín sem er eitt andstyggilegasta efni sem ég veit um. Það er ekkert endilega algengasta efnið. Menn bara nota það sem hægt er að nota. En mér finnst subbulegt að heilbrigðis- kerfið okkar dæli út rítalíni sem síðan gengur kaupum og sölum á svörtum markaði. Það er samt svolítið undarlegt hvernig þetta virkar þegar menn á götunni tengjast. Stundum er maður mest einn og stundum eru tveir eða þrír sem tengjast í smá tíma. Það fer allt eftir því hvaða efna þeir neyta. Það er neyslan sem tengir menn saman,“ segir Sveinn. Það eru því þeir sem drekka bjór sem eru saman, þeir sem drekka spritt eru saman og þeir sem nota rítalín eru saman. Beittur kynferðisofbeldi Hann er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Fyrstu árin bjó hann í Árbænum, flutti þaðan í Breið- holtið og loks í Stórholt. „Ég fór úr póstnúmeri 105 í 101 og ég vil helst ekki fara úr 101.“ Í gegn um árin hefur hann sinnt margs- konar verkamannastöfnum. „Ég hef starfað við ræstingar, gluggaþvott, verið málari, vöru- bílstjóri, lagermaður, starfað við löndun og við hreingern- ingar í rækjuverksmiðju.“ Og Svenni á dóttur. „Já, ég á 12 ára dóttur sem býr á Akureyri með mömmu sinni. Hún var æsku- ástin mín. Við hittumst síðan alltaf í gegn um tíðina, bjuggum saman um hríð og vorum alltaf rosalega góðir vinir. Síðan þegar við vorum bæði 36 ára ákvað dóttir okkar að koma í heiminn. Það breytti afskaplega miklu og hún er ótrúlega vel heppnuð. Ég ætlaði mér samt aldrei að eignast börn. Ég tel mig ekki vera færan um að ala upp börn og ég á mjög erfitt með að tengjast fólki. Ég segi stundum að ég treysti fólki eins langt og ég get sparkað.“ Ég spyr hvort það sé eitthvað sérstakt sem hafi leitt til þess að hann vantreysti fólki. „Já, það er það sem svo ofboðslega margir hafa lent í - kynferðislegt ofbeldi sem unglingur. Það brýtur niður sjálfsmyndina og það er ekkert hægt að vinna úr þessu. Allavega hefur mér ekki tekist það. Þetta átti sér stað í eitt skipti og í raun lítilsháttar ef við setjum þetta á einhvern skala. En tíu eða ellefu ára unglingur sem er að mótast á ekki að lenda í svona. Eftir þetta fór ég að læsa herberginu mínu, læsti hurðinni, laumaðist út um gluggann og var bara einhvers staðar annars staðar.“ Sveinn er tregur til að segja hver braut á honum en segir þetta hafa verið fjölskyldumeðlim. „Hann á svo mikið af börnum og barnabörn- um sem ég vil ekki valda óþæg- indum.“ Málið var aldrei kært og Svenni fór í einn sálfræðitíma. „Þar var mér bara sagt að hætta að væla. Það var viðmótið.“ Út um gluggann á kaffihúsinu blasa við okkur jólaskreytingar og jólaljós. Það er sannkölluð jólastemning komin í miðbæinn. Hann segir að sér líði almennt illa þegar jólahátíðin nálgast og segir að hann eigi afmæli næsta dag. „Ég er fæddur 27. nóvember 1966. Afmælismánuðurinn og jólamánuðurinn, jól og áramót - þetta er afskaplega erfiður tími. Framhald á næstu opnu Jú, það sem við gerum saman á jólunum, er að líða illa saman og sakna fjölskyldunnar. 24 viðtal Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.