Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Side 40

Fréttatíminn - 29.11.2013, Side 40
mikið. Hún fékk ekki vinnu nema í láglaunastörfum og vann myrkr- anna á milli, yfirleitt 13 tíma á dag til að eiga fyrir húsaleigu og mat. Um tíma vann hún í frystihúsi og þegar hún fékk útborgað á föstu- dögum var hátíðleg stund þegar hún keypti banana og Svala handa börnunum – einn banana á mann. Tvískinnungurinn Skömmu eftir komuna til Íslands kynntist Amal góðum vini Sal- manns, Heiðari Má Brynjólfssyni. Þegar Amal hafði aðeins búið á Ís- landi í fimm mánuði flutti Salmann með fjölskylduna sína til Svíþjóðar og þá urðu tengsl Amal og Heiðars nánari. „Ég þekkti engan hér, kunni ekki tungumálið og Heiðar var alltaf að koma og hjálpa mér. Hann fór með mér í stéttarfélagið mitt þegar ég taldi brotið á mér í vinnunni. Hann hjálpaði mér afskaplega mikið. Ég var honum þakklát og taldi að þakklætið væri ást.“ Amal og Heiðar ákváðu brátt að hefja sambúð en fjölskylda hennar tók því mjög illa, bæði Salmann og þeir sem voru enn í Palestínu, því Heiðar var ekki múslimi. „Bróðir minn varð mjög reiður þegar ég sagði honum frá okkur Heiðari. Ég varð mjög undr- andi því ég hafði ekki búist við neinum vandræðum. Við vorum ekki trúuð fjölskylda og ég sá pabba minn aldrei biðja. En hefð- inni samkvæmt má múslimakona ekki vera með öðrum en múslima- karli. Þar að auki á múslimakona með fimm börn ekki að gifta sig aftur.“ Hún bendir á tvískinn- unginn í því að samkvæmt hefðum múslima eru ekki gerðar athuga- semdir við að karlkyns múslimi gifti sig konu af annarri trú. „Það er ekkert í Kóraninum sem segir að þetta sé í lagi fyrir karlmenn en bannað fyrir konur. Sagt er að þetta sé vegna barnanna því þau eiga að alast upp við trú pabba síns. Ég velti því hins vegar fyrir mér að þegar mamman er kristin og pabbinn er múslimi, í ljósi þess að mæðurnar koma yfirleitt meira að uppeldi barnanna, hvort það er þá trú mömmunnar eða pabb- ans sem hefur meiri áhrif. Þessar reglur eru samt mjög áberandi hjá múslimum. Það hefur ratað í frétt- irnar þegar múslimastelpur í Dan- mörku og Svíþjóð fóru að vera með strákum sem voru ekki múslimar og þær voru hreinlega drepnar af fjölskyldumeðlimum sínum fyrir að sverta nafn fjölskyldunnar.“ Í augum fjölskyldu Amal voru börnin hennar hreinir arabar og múslimar, og erfiðasta glíman við að festa rætur á Íslandi var einmitt glíma Amal við Salmann bróður sinn. „Ef fjölskyldan mín hefði samþykkt samband mitt við Heiðar hugsa ég að við hefðum hætt saman nokkrum mánuðum seinna. En út af þessari andstöðu hugsaði ég með mér að ég mætti ekki gefast upp – dætra minna vegna. Ég var þarna 35 ára gömul með þrjár dætur. Ef ég gæfist upp myndi það sama ganga yfir þær. Það hræddi mig mest. Þær elstu voru á þessum tíma 15 og 16 ára og studdu frænda sinn gegn mér. Ég vildi samt berjast fyrir þeirra framtíð. Ég vildi ekki að þær yrðu tilneyddar til að giftast múslima og vera jafnvel ekkert hrifnar af hon- um. Ég sá fyrir mér að þær gætu orðið ástfangnar af Íslendingi og ef ég héldi fast í hefðirnar þá myndi ég aldrei sjá þær aftur. Ég var því með Heiðari í fjögur ár til að sanna mál mitt og vera fyrirmynd fyrir þær,“ segir Amal hlæjandi. En vegna þessa afneitaði fjölskyldan Amal, þar með talið bróðir hennar. „Við höfum ekki verið í regluleg- um samskiptum síðan 1996. Þau yfirgáfu mig ári eftir að ég kom til Íslands, þegar ég þurfti á aðstoða að halda. En Salmann er góður maður og ég sakna hans. Hann er klár og hann er fyndinn. Ef við hittumst fyrir tilviljum í Kringl- unni þá stoppum við, tölum saman og hlæjum. Hann var besti vinur minn þegar við vorum börn. En nú talar enginn við mig í fjölskyldunni nema ein systir mín.“ Skilur afstöðu hans Amal og börnin hennar eru utan trúfélaga. Ekki var til neitt félag múslima þegar hún kom en Sal- mann bróðir hennar stofnaði Félag múslima á Íslandi árið 1997. „Kannski hefur hann einhvern tímann hugsað með sér að hann myndi standa með mér en þá þyrfti hann að standa gegn öllum hinum múslimunum. Allir múslimar væru á móti honum ef hann stæði með mér. Þess vegna skil ég afstöðu hans.“ Ég spyr hvort Salmann viti að hún segir frá þessum deilum þeirra í bókinni og hún segist ekki reikna með því enda séu þau ekki í neinu sambandi. Hún segist stolt af ákvörðunum sínum og afar stolt af börnunum sem eru sex, því hún eignaðist eitt til viðbótar með Heiðari – Bissan Inga sem var að byrja í menntaskóla. Eldri börnin hafa öll verið í samböndum með Ís- lendingum og á Amal 8 barnabörn. Hún var lengi í láglaunastörfum en skráði sig loks í háskólanám. „Íslendingar héldu að útlensk kona með 6 börn væri einfaldlega brjál- uð að skrá sig í háskólanám en ég er núna með BA-próf í félagsfræði. Ég skráði mig reyndar þrisvar í meistaranám en náði ekki að sinna því almennilega með fullri vinnu. Ég fór í heimsókn til Jerúsalem eft- ir að ég kláraði háskólann og vin- konur mínar þar gerðu góðlátlegt grín að mér að vera orðin amma og fara í skóla. Í þeirra heimi stoppar líf kvenna á ákveðnum tímapunkti og snýst bara um börn og barna- börn. Ég ber virðingu fyrir þeirra hugsunarhætti. En ég er byltingar- kona frá upphafi og vil læra sem mest. Það var afskaplega vel tekið á móti mér á Íslandi og sérstaklega eftir að ég byrjaði í háskólanámi.“ Menntun er lykillinn Amal starfaði lengi í Alþjóðahúsi við að aðstoða innflytjendur, sér í lagi konur, og kom hún að stofnun Félags kvenna af erlendum upp- runa árið 2003. Árið 2011 varð hún fyrsta konan af erlendum uppruna til að taka sæti á Alþingi þegar hún kom inn sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hún stofnaði Jafnréttishús árið 2008 og er þar í fullu starfi við að liðsinna innflytj- endum. „Efst í goggunarröðinni eru hvítir karlmenn, síðan hvítar konur, þá útlenskir karlmenn og á botninum eru útlenskar konur. Við þurfum að berjast til að komast áfram. Það skiptir miklu máli að við eigum fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum. Barátta kvenna af erlendum uppruna snýst að miklu leyti um að taka fullan þátt í samfé- laginu. Jafnréttisbarátta kynjanna hefur meðal annar snúist um að konur fái jafn há laun og karlmenn fyrir sömu störf, en þegar við erum að tala um konur af erlend- um uppruna fá þær oft mun lægri laun en íslenskar konur. Þegar þær leita til stéttarfélagsins er ekkert hægt að gera fyrir þær ef þær fá lágmarkslaun. Konum er mismun- að á grundvelli kynþáttar.“ Hún trúir því að besta leiðin til að auka jafnrétti hvar sem er í heiminum sé að auka menntun. „Í arabalöndunum eru margir sem vilja ekki senda stelpur í skóla því þá læra þær um réttindi sín. Það á að vera forgangsmál að byggja skóla. Við höfum öfgafólk í öllum trúarbrögðum sem kunna jafnvel ekki að lesa og taka því bara mark á því sem aðrir segja að standi í Kóraninum eða Biblíunni. Þessi trúarrit eru oft mistúlkuð í annar- legum tilgangi en ef allir gætu lesið þau sjálfir sæu þeir að þarna er ekkert illt. Skólamenntun er aðalmálið til að breyta heiminum, ekki bara í arabalöndunum.“ Henni finnst í raun öll trúarbrögð snúast um það sama. „Að vera góður við náungann, ekki stela, ekki ljúga. Þetta er bæði í íslam og kristni. Ég tilheyri engri kirkju. Það sem skiptir máli er það sem fólk trúir í hjarta sínu. Aðalmálið er að vera góður. Ég veit að ég er góð, það er nóg,“ segir hún brosandi og bætir við: „Ég fer ekki til helvítis.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is FATNAÐUR OG MERKINGAR Opið virka daga frá 9 -17 Bíldshöfða 16 • S. 557 2200 • www.batik.is Létt og góð vetrar dúnúlpa á góðu Hlý herra dúnúlpa sem kemur í mörgum litum 27.900 kr. Hlý dömu dúnúlpa sem kemur í mörgum litum 27.900 kr. Amal Tamimi tilheyrir engum trúarsamtökum. Hún trúir því einfaldlega að það skipti mestu máli að vera góður. Ljósmynd/Hari Allir múslimar væru á móti honum ef hann stæði með mér. Þess vegna skil ég afstöðu hans. 40 viðtal Helgin 29. nóvember-1. desember 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.