Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 50
„Hann þekkti mig“ S Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar að finna millistéttina og bæta henni tjónið af hruninu. Það er vel en hvernig hann ætlar að finna þá stétt er önnur saga í meintu stéttlausu samfélagi. Menn hafa að minnsta kosti státað af stétt- leysi á tyllidögum. Kannski kemur í ljós að allir landsmenn telja sig til- heyra millistétt. Þá er málið leyst og hjálpin berst öllum. Það er að minnsta kosti enginn stéttamunur á atkvæðum sem koma þeim stjórn-málamönnum í gott innistarf sem fá nógu mörg slík. Það vissi forveri Sigmundar Davíðs, Steingrímur Steinþórsson, sem var forsætisráðherra fyrir hönd Fram- sóknarflokksins í samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn á árunum 1950-53, þótt ekki væri hann formaður flokks síns. Skagfirðingur nokkur, Sigfús Steindórsson, brá undir sig betri fæt- inum og hélt til höfuðborgarinnar í forsætisráðherratíð Steingríms. Eins og hent getur í gjálífi borgarinnar fékk sveitamaðurinn sér aðeins of mikið staupinu sem endaði með því að þjónar réttvísinnar gripu inn í og létu hann sofa úr sér í Steininum við Skólavörðustíg. Þegar Sigfús Skag- firðingur, kallaður Fúsi eins og fleiri nafnar hans, rankaði við sér næsta dag bað hann fangaverðina vinsam- legast um afnot af síma. „Og hvert ætlar þú að hringja?“ var spurt. „Ég ætla að hringja í forsætis- ráðherrann og biðja hann að sækja mig,“ svaraði Fúsi. Ekki fannst fangavörðunum það trúlegt og settu upp efasemdarsvip. Stuttu síðar mætti forsætisráðherrann hins vegar í tugthúsið í fylgd bílstjóra síns og sótti Fúsa. Hún seig því hakan á fangavörðunum þegar þeir horfðu á eftir þeim félögum ganga út í frelsið. Steingrímur forsætisráðherra var þingmaður Skagfirðinga og þekkti sína sveitunga. Frá þessum Skagfirðingi og öðrum segir Björn Jóhann Björnsson, blaða- maður á Mogga, í bók sinni, Skag- firskar skemmtisögur – enn meira fjör, en hún er sú þriðja í röðinni enda Skagfirðingar skemmtilegri en svo að sögur af þeim komist fyrir í einni eða tveimur bókum. Þeir gera sér heldur ekki mannamun, hafa senni- lega ekki heyrt af stéttaskiptingu þótt skagfirskir sýslumenn fyrri ára hafi átt það til að þéra þá sem á vegi þeirra urðu. Þar var jafnræðið svo algert að settur sýslumaður Skagfirð- inga svipti sjálfan sig ökuréttindum eftir að hafa ekið, eitthvað við skál, á kirkjutröppurnar á Króknum. Í fámennu samfélagi er líka að ýmsu að hyggja og skiptir þá staða yfirvaldsins litlu. Að því komust skagfirsku lögreglumennirnir Gunnar Þórðarson og Guðbrandur Frímannsson þegar þeir ákváðu, í eftirlitsferð um Hegranes, að taka hart á bílstjóra eineygðs bíls sem þeir mættu. Gunnar lögreglumaður vatt sér út úr lögreglubílnum eftir að öku- þrjóturinn hafði numið staðar. Hann kom hins vegar lúpulegur til baka án þess að handtaka hinn seka – sem reyndist vera tengdafaðir hans, Björn í Bæ! Þá var stéttamuninum ekki fyrir að fara þegar skagfirski jarðýtu- stjórinn Þorkell Halldórsson, Keli ýta, sigldi árið 1950 með Goðafossi frá Þýskalandi. Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, kom um borð í Belgíu. Færa átti forsetanum fæði í sérkáetu en hann neitaði og vildi fremur snæða með öðrum. Til þess að létta stemninguna við matarborð- ið sagði forsetinn nunnubrandara svo Keli ýta leyfði sér að láta einn skagfirskan fjúka. Allir voru jafnir við borðið og frú nokkur sem þar sat hló svo opinmynnt, þegar ýtustjórinn sagði frá, að hún frussaði súpunni yfir forsetann. Sagan sem hafði þessi áhrif á frúna var á þá leið að eitt sinn vann Keli á bæ þar sem húsfreyja var mikil um sig, 360 pund að þyngd eftir því sem ýtustjóranum hafði verið sagt! Ekki var um efnaheimili að ræða og allt notað sem hægt var, m.a. hveitipokar. Voru þeir þvegnir og saumaðar úr þeim flíkur eins og brækur og fleira. Einhverju sinni var búið að hengja á snúruna í góðum þurrki og þar á meðal stórar brækur sem blöktu í golunni. Keli var að vinna úti á túni á bænum, fór aðeins nær snúrunni og lýsti sjóninni sem blasti við: Á sitt hvorri skálminni stóð „50 lbs“ og á klofbótinni sem var úr litlu hveitipokunum stóð „12 lbs.“ Menntahroki á heldur ekki við vilji einhver draga fólk í dilka – eða stéttir. Þannig segir Björn Jóhann í bók sinni af strák í sveit hjá fyrr- nefndum Birni í Bæ. Bónda leist ekki á aðfarir guttans að sunnan við heyskapinn þegar hann var að reyna að saxa hey í sátu. Einhverra hluta vegna notaði kaupamaðurinn ungi skaftið á hrífunni. „Notaðu hausinn, strákur, notaðu hausinn,“ sagði Björn bóndi og átti þar að sjálfsögðu við hrífuhausinn en engum togum skipti og strákur henti frá sér hrífunni og stakk hausnum í heyið! Kaupamaðurinn er nú prófessor við Háskóla Íslands. Það er lítillæti og alþýðlegt viðmót sem gildir. Það vissi Jóhann Ólafs- son, Ninni á Pósthúsinu, sem var á kristnifræðiprófi í Barnaskóla Sauð- árkróks beðinn að svara því hvað Jesús hefði sagt við lærisveina sína er hann sá þá alla samankomna í fyrsta skiptið. Trúlega hefur hann fengið rétt fyrir svarið sem varla verður rengt en að skagfirsku mati Ninna sagði Jesús einfaldlega: Sælir sveinar! Stéttleysið snertir fleiri stjórnmála- menn en fyrrnefndan forsætisráð- herra Framsóknar og Skagfirðing- inn, sveitunga hans í Steininum. Á ferðalagi skagfirska kórsins Heimis var stoppað í Staðarskála. Þar var fyrir Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins og ráðherra. Sigurjón M. Jónasson, betur þekktur sem Dúddi bóndi á Skörðugili, var í hópi kórfélaga og tóku þeir Jón Bald- vin tal saman. Þegar samtalinu lauk spurðu kórfélagarnir Dúdda hvort hann þekkti Jón Baldvin. Það stóð ekki á svari skagfirska bóndans: „Nei, hann þekkti mig.“ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 50 viðhorf Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.