Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Side 42

Fréttatíminn - 29.11.2013, Side 42
R ithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð og kvikmyndaleikstjórinn Ólafur de Fleur sitja á Vegamótum yfir drekkhlöðnum diskum af einhverju sem úr hæfi- legri fjarlægð virðist vera sann- kallað hollustufæði. Með þeim er kærustuparið Ágústa Eva Erlends- dóttir og Jón Viðar Arnþórsson. Öll tengjast þau kvikmyndinni Borgríki á einn eða annan hátt. Ólafur leikstýrði myndinni á sínum tíma, Óttar hefur nú sent frá sér framhald myndarinnar, Blóð hraustra manna, á bók og Ólafur er þessa dagana að klippa fram- haldsmyndina sem kallast á við bók Óttars. Ágústa Eva leikur eitt aðalhlutverkanna í báðum mynd- um og Mjölnismaðurinn Jón Viðar útfærði slagsmálin í bíómyndinni. Jón Viðar sér svo einnig um að píska Ólaf út í Mjölni en leikstjór- inn er byrjaður að æfa á fullu og sveifla ketilbjöllum með þeim ár- angri að hann er að breytast í ákaf- lega sannfærandi massaköggul. „Það er svo góður hópur þarna og það geta þetta allir,“ segir Ólaf- ur. „Þetta eru engin geimvísindi.“ Óttar segir líkamsræktardell- una í leikstjóranum þó stundum truflandi, ekki síst þegar hann heimsæki hann á hugmyndafundi og verði að láta sig hafa það að bíða á meðan hann klári að sveifla bjöllunum. Ágústa Eva truflar líkams- ræktartalið þegar hún biður Óttar um að árita fyrir sig bókina Blóð hraustra manna. Rithöfundurinn fer hálfpartinn hjá sér, segir þetta ekki algengt en alltaf jafn óþægi- legt. Ágústa stingur þá upp á að á prenti verði hermt að hópur ungra kvenna í stuttum pilsum hafi gert aðsúg að Óttari í ákafa sínum að fá nýju bókina áritaða. Óttar hefur hingað til vakið athygli með spennubókum á borð við Hníf Abrahams og Sólkross sem þykja nokkuð í ætt við skáld- skap Dans Brown. En nú er hann mættur með ekta reyfara. „Þetta er að einhverju leyti stefnubreyting vegna þess að þetta er miklu nátengdara Íslandi, nú- tímanum, undirheimunum og öllu því,“ segir Óttar. „Eitthvað sem ég hef í raun ekkert fengist við áður. Ég hef verið meira í ráðgátum og þannig löguðu.“ Blint stefnumót Óttar tók ekki upp á því upp úr þurru að skrifa framhald kvik- myndarinnar heldur kom frum- kvæðið frá Ólafi. „Ég fiskaði Óttar á blint stefnumót á Facebook,“ seg- ir Óli en þeir tveir þekktust ekki áður. „Ég fékk þessa hugmynd, að þetta væri skemmtileg tilraun,“ segir Óli um að gera framhald að bíómynd með bók. „Maður fær oft svona hugmyndir og þá þarf maður að finna einhvern sem elskar mann til að giftast. Og ég bauð Óttari á stefnumót. Hann horfði á fyrstu Borgríki, fílaði hana og svo byrjuðum við bara að kasta þessu á milli okkar og leika okkur.“ Óli og Hrafnkell Stefánsson skrifuðu handrit Borgríkis og voru þegar farnir að huga að framhald- inu þegar Óli setti sig í samband við Óttar. Hann sendi Óttari út- línurnar á framhaldinu og Óttar sá strax mikla möguleika. „Ég sá fyr- ir mér heilu kaflana á meðan ég las þetta yfir, og brýr á milli þannig að ég sló til,“ segir Óttar. En hvað kom til að þú leitaðir til Óttars. Varstu búinn að lesa eitt- Sýndu kærleik í verki • í húsakynnum Fjölskylduhjálparinnar að Iðufelli 14 • Bensínstöðvum Skeljungs • Verslunum Krónunnar • Verslunum Nettó • Garðheimum • Hagkaup Kærleikskerti Fjölskylduhjálpar Íslands fást á eftirtöldum stöðum á höfuðborgarsvæðinu: – allir eiga skilið gleðileg jól Kertin eru handgerð tólgarkerti framleidd af sjálfboðaliðum til aðstoðar við heimili í neyð. Fá ekki góðar hugmyndir á Íslandi Kvikmyndaleikstjórinn Ólafur de Fleur situr sveittur við að klippa mynd sína Borgríki 2: Blóð hraustra manna. Myndin er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem hann gerði mikla lukku með fyrir tveimur árum. Og skáldsagan Hraustra manna blóð, eftir Óttar Martin Norðfjörð, er nýkomin út en hana byggir Óttar á grunnhugmynd framhaldsmyndarinnar. Ólafur fékk þá hugmynd á sínum tíma að gaman væri að fylgja Borgríki eftir með bók og hann fékk Óttar til verksins. Þeir náðu vel saman og hræra nú í ýmsum pottum hvor hjá öðrum. Þeir ræða hér um samstarfsverkefnið, sókn á erlenda markaði og yfirheyrslur á geimverum. Ólafur de Fleur fékk Óttar Martin Norðfjörð til þess að hitta sig á blindu stefnumóti þar sem hann fékk rithöfundinn til þess að skrifa skáldsögu byggða á handritsdrögum Blóð hraustra manna. Þeir þekktust ekkert áður en smullu saman og vinna nú náið saman að ýmsum verkefnum. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 42 viðtal Helgin 29. nóvember-1. desember 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.