Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 35
í Kaliforníu á tveimur bílum í kringum miðjan níunda áratuginn. Jón var í bíl á eftir okkur Hjalta Úrsusi og hann var að leika sér að stuða létt aftan á bílinn okkar á rúmlega hundrað kílómetra hraða! Okkur Hjalta var ekki skemmt, en Jón Páll brosti út að eyrum á meðan hann hélt áfram að stuða aftan í okkur. Það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á, en það var svo margt sem segir manni að hann hafi einhvers staðar innst inni skynjað að hann ætti ekki eftir að lifa langa ævi.“ Sjálfur meistari Megas á sam- bærilega sögu, þar sem Jón Páll ræddi við hann um alls kyns mál- efni vel á öðru hundraðinu: „Ég kynntist Jóni Páli fyrst fyrir alvöru þegar við urðum sam- ferða til Reykjavíkur af Húnavöku, vorum báðir þar að skemmta fólki á balli hjá Stuðmönnum. Við fórum fyrr heim um nóttina heldur en hljómsveitin og Jón Páll bauð mér far í bíl sínum. Þetta var eftir- minnileg reisa. Í fyrsta lagi leið Jóni Páli ekkert tiltakanlega vel í bíl á undir 160 km hraða. Í öðru lagi var hann bráðskemmtilegur viðræðu, reyndist víða heima og frumlegur.“ Húmoristi fram í fingurgóma Þó að fífldirfska Jóns Páls hafi á stundum gengið í það lengsta, var hún yfirleitt dæmi um þann gríðarlega húmor sem alltaf ein- kenndi Jón Pál Sigmarsson. Allir sem kynntust honum eru sammála um að hann hafi verið gríðarlegur húmoristi og alltaf að bregða á leik á einhvern hátt. Maðurinn sem tók við keflinu af Jóni Páli í aflraunum á Íslandi, Magnús Ver Magnús- son, segir Jón hafa verið eins og gangandi brandara, sérstaklega á erlendri grundu: „Þegar við vorum saman í Skot- landi var alltaf verið að spyrja okk- ur hvernig við hefðum orðið svona sterkir og þá svaraði Jón því gjarn- an til að við værum með ísbirni fyr- ir utan snjóhúsin sem við byggjum í á Íslandi og við drykkjum úr þeim mjólkina. Úr henni væri hægt að fá gríðarlegan kraft. Yfirleitt kolféllu menn fyrir þessarri sögu og oftar en einu sinni vorum við beðnir um að senda mönnum ísbjarnarmjólk og þeir voru tilbúnir að borga vel fyrir!“ Annað sem Jón Páll gerði oft erlendis var að fíflast í kvenpen- ingnum. Magnús Ver segir frá: „Hann var alltaf að leika sér að því að hrista brjóstvöðvana fyrir framan kvenfólk og manaði þær svo í að reyna að gera slíkt hið sama. Þegar hvorki gekk né rak sagðist hann tilbúinn að veðja við þær fimm pundum að hann gæti hreyft á þeim brjóstin án þess að snerta þau. Þær tóku veðmálinu undantekningarlaust. Það sem gerðist þá næst var að Jón þuklaði vel og vandlega á brjóstunum, tók svo fimm pund upp úr vasanum og sagði: „Gjörðu svo vel, ég tapaði veðmálinu!“ Blátt áfram • Fákafen 9, 108 Reykjavík • Sími 533 2929 • blattafram@blattafram.is • blattafram.is Verum upplýst -verndum börnin okkar! Fullorðnir bera ábyrgð á börnum sínum og hafa samtökin Blátt áfram lagt mest upp úr því að fræða þá. Fræðslan fer fram í leik- og grunnskólum landsins í formi fyrirlestra og námskeiðs sem nefnist Verndarar barna. Samtökin hafa það að markmiði að fræða fullorðna um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og hvernig megi fyrirbyggja það. „Þið eigið ekkert dóp sem er nógu sterkt handa mér.“ Einum af mörgum sigrum fagnað að hætti Jóns Páls. Með Sigmar Frey, son sinn, á Þingvöllum. bækur 35 Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.