Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Side 68

Fréttatíminn - 29.11.2013, Side 68
68 matur & vín Helgin 29. nóvember-1. desember 2013 www.bjortutgafa.is HVER SEGIR AÐ HINIR GÓÐU FARI ALLIR TIL HIMNA? BÓKIN HLAUT DÖNSKU ORLA-VERÐLAUNIN FYRIR BESTU BARNABÓKINA. Fyrsta bókin af órum um Djöflastríðið mikla eir einn vinsælasta barna- og unglingabókahöfund Dana. Unglingar sem aldrei lásu staf spæna þessa í sig. Æsispennandi! Djöfullinn er dauðvona og vantar eftirmann. Hefur hann eitthvað að gera við ellefu ára gæðablóð?  vín vikunnar  Villa Lucia Chianti Riserva Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Sangio- vese, Cabernet Sauvignon. Uppruni: Ítalía, 2009. Styrkleiki: 12,5%. Verð í Vínbúð- unum: 1.799 kr. (750 ml) Umsögn: Þetta ítalska Chianti hóf lífið í eikartunnum sem skilar sér í ágætlega þroskuðu víni, miðað við verð. Létt, með berjabragði.  Emilio Moro Finca Resalso Gerð: Rauðvín. Þrúga: Tempranillo. Uppruni: Spánn, 2012. Styrkleiki: 13,5%. Verð í Vínbúð- unum: 2.599 kr. (750 ml) Umsögn: Enn eitt vínið frá Ribera- héraðinu á Spáni. Þetta vín er á góðu verði og spennandi er að bera það saman við önnur vín frá sama héraði. Flókið vín með eikarbragði.  Chateau Tour Pibran Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Bordeaux- blanda. Uppruni: Frakk- land, 2008. Styrkleiki: 13%. Verð í Vínbúð- unum: 4.998 kr. Umsögn: Það getur verið vandratað um vínfrumskóg Frakklands. Þetta Bordeaux-vín er dökkt í karakter og ágætis kaup miðað við stærri Bordeaux-bræður sína. Fínasta vín með ostaréttum og olíukenndum mat. Koníak með jólakortunum Það eru alþekkt sannindi að koníak hentar frábærlega til að dreypa á eftir góða máltíð. Ekki er þó síður notalegt að fá smá hita í kroppinn af góðu koníaki þegar sest er niður við jólaundirbúning á síðkvöldi í desember. Alvöru koníak hjálpar sannarlega til við jólakortaskrifin. Best er að taka þetta alla leið og skella sér í jólapeysuna sem mamma þín gaf þér í jólagjöf í fyrra, því á þessum árstíma er aldrei að vita nema hún kíki í heimsókn. En það er kannski smekksatriði. Þetta Hardy Napoleon koníak myndi sóma sér vel í hvaða vínskáp sem er. Það býr yfir nauðsynlegri mýkt en bragðið er þó bæði flókið og skemmtilegt. Hardy Napoleon Gerð: Koníak. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 40% Verð í Vínbúðunum: 10.399 kr. (700 ml) Undir 2.000 kr. 2.000-4.000 kr. Yfir 4.000 kr.    Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með Réttur vikunnar Nú þegar svartasta skamm- degið er runnið upp er tilvalið að prófa sig áfram með hægeldaðan mat og gómsætar súpur. Jón Þór Finnbogason, verkfræðingur og matreiðslumaður, reiðir hér fram uppskrift að for- vitni- legri uxa- halasúpu. Uxahala hefur meðal annars mátt finna í Kolaportinu um helgar. Hráefni: Einn vænn uxahali, skorinn í þykkar sneiðar, um 1 kg. 7 hvítlauksrif 3 lárviðarlauf ½ rauðvínsflaska Vatn 300g gulrætur 2 laukar 1 rauð paprika 1 msk tómatpúrre ½ steinselju- búnt 4 msk hveiti 1 msk hunang ½ tsk Cayanne Safi úr hálfri sítrónu Salt & pipar Aðferð: Kvöldið áður. Leggið uxahala- sneiðarnar í eldfast mót, hellið rauðvíninu yfir, bætið við hvítlauk, lárviðarlaufum og hyljið með vatni. Leggið inn í 150°C heitan ofn í að minnsta kosti 4 klst eða 100°C yfir nótt. Leggist til hvílu. Fjarlægið kjötið frá beininum og skerið í hæfilega bita, sigtið frá soðið og leggið til hliðar. Setjið saxaðan lauk, gulrótar- sneiðar, paprikustrimla og tómatpúrre í pott og steikið rólega upp úr olíu. Bætið við kjötinu og steikið. Stráið yfir hveitinu, einni matskeið í einu, og hrærið á milli án þess þó að brenna hráefnin. Bætið nú við soðinu, c.a. 1,5 lítra, og vatni ef þarf. Látið malla í 30 mínútur. Bætið við hunangi, sítrónu, grófsaxaðri steinselju og kryddið eftir smekk. Mouton Cadet Gerð: Rauðvín. Þrúga: Bordeaux- blanda. Uppruni: Frakkland, 2010. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: .199 kr. (750 ml) Áreynslulítil uxahalasúpa fyrir sex

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.