Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 29.11.2013, Qupperneq 54
54 bílar Helgin 29. nóvember-1. desember 2013  ReynsluakstuR VolVo V40  ViðhafnaRbíll fRægasti bíll sögunnaR Vertu velkomin! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18 Torino Lyon Lyon Havana Landsins mesta úrval af sófum og sófasettum ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM Þ egar ég heyri orðið Volvo hugsa ég ósjálfrátt: „öryggi“ (og reyndar líka „Svíþjóð“) en þótt ég leggi sjálf ofuráherslu á öryggismál fjöl- skyldunnar hef ég aldrei átt Volvo. Ég hef reyndar aldrei ekið Volvo, fyrr en þegar ég fékk Volvo V40 til reynsluaksturs, og var því frekar spennt fyrir þessum bíl. Volvo V40 er sportlegur fjölskyldubíll af minni gerðinni og hentar því fyrir litlar fjölskyldur eða sem annar bíll á heimili. Volvo hefur ávallt verið í farar- broddi í öryggismálum meðal bíla- framleiðenda og fann meðal ann- ars upp þriggja punkta beltin árið 1959 en heimilaði öðrum bílafram- leiðendum að nota einkaleyfi sitt á þriggja punkta beltunum endur- gjaldslaust í því skyni að stuðla að bættu öryggi í umferðinni. Hver man ekki eftir óþolandi hljóðinu í Volvóunum á áttunda áratugnum þegar bílstjóri og farþegi í fram- sæti voru minntir á að spenna beltin? Nú er slíkt staðalbúnaður í bílum sem okkur þykir sjálfsagð- ur. Í byrjun tíunda áratugarins varð loftpúðinn staðalbúnaður í Volvo 850. Það var svo árið 1994 sem Volvo tók tæknina lengra með því að innleiða loftpúða í sætis- bakinu sem ver bringuna komi til hliðarárekstrar. Nú, rúmlega hálfri öld eftir að Volvo fann upp þriggja punkta beltið, er Volvo enn fremstur meðal jafningja í öryggismálum og er fyrsti bíla- framleiðandinn til þess að hafa í Öruggur og fallegur Volvo Volvo V40 hefur verið kjörinn öruggasti bíll í heimi og fékk hæstu einkunn úr árekstrarprófi því auk þess sem gætt er að öryggi farþega bílsins í hvívetna býr hann yfir vörn fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur með utanáliggjandi loftpúða. Öruggasti bíll í heimi Þægileg sæti Sparneytinn Mikill aukabúnaður Fallegur Frítt í stæði Mengar lítið Erfitt að spenna börn í bílstólum í bílinn Eiginleikar Verð 4.590.000 kr Eldsneytisnotkun 3,6l/100 km í blönduðum akstri CO2 í útblæstri 94 g/km 115 hestöfl Lengd 4369 mm Breidd 1802 mm Farangursrými 335 lítrar bílum sínum loftpúða sem vernda gangandi vegfarendur og fyrir vik- ið var Volvo V40 valinn öruggasti bíll í heimi. Ef ekið er á gangandi vegfaranda blæs upp loftpúði fyrir framrúðunni en vélarhlíf bílsins lyftist jafnframt upp ef keyrt er á gangandi vegfaranda og myndar þannig dempara ef hann lendir á henni. Fjöldi annarra öryggisþátta er í bílnum, svo sem veglínuskynjari, bílastæðaaðstoð, beygjustýring xenonljósa og radarkerfi sem gerir viðvart sé umferð að koma þegar bakkað er úr stæði (Cross Traffic Alert). Ég var afskaplega ánægð með bílinn. Hann er fallegur í laginu og straumlínulaga (hefur breyst verulega í takt við breytta bíla- tísku frá því í den, þegar Volvo var kassalaga með hvössum hornum) og innréttingarnar sérstaklega vandaðar. Bílsætin hafa verið eitt af aðalsmerkjum Volvo sem hafa þótt með eindæmum þægileg, og þessi eru það svo sannarlega. Hann var góður í akstri, kraft- mikill og skemmtilegur. Hann var hins vegar heldur lítill fyrir tvo bílstóla, enda markhópurinn sennilega ekki foreldrar með ung börn, til þess er hann eilítið of dýr. Ég mæli hins vegar hiklaust með honum við barnlaust fólk eða fólk með stálpuð börn (sem geta spennt sig sjálf í bílinn). Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatíminn.is Lincoln Kennedys forvitnilegasti safngripurinn Það eru ekki aðrir bílar frægari í veraldar- sögunni en Lincoln viðhafnarbíllinn sem John F. Kennedy Bandaríkjaforseti sat í 22. nóvember 1963 er hann mætti örlögum sínum. Nánast hvert mannsbarn í veröldinni hefur séð myndskeiðið þar sem opnum bíln- um er ekið um götur Dallasborgar og mann- fjöldinn hyllir forsetahjónin. Þegar þess var minnst fyrir réttri viku að hálf öld var liðin frá morðinu veltu ýmsir því fyrir sér hvað orðið hefði um bílinn að lokinni morðrann- sókninni, hvort hann rykfélli einhvers staðar eða hefði hreinlega verið eytt. Svo er alls ekki. Bíllinn, sem er lengd- ur Lincoln Continental árgerð 1961, var endurbættur árið 1964, gerður skotheldur og settur á hann fastur toppur auk nokk- urra annarra breytinga að utan og innan. Hann þjónaði síðan fjórum Bandaríkjafor- setum til viðbótar, Johnson, Nixon, Ford og Carter uns honum var lagt 1977. Lit bílsins var enn fremur breytt. Í tíð Kennedys var hann miðnætur-blár sem þótti koma vel út í svarthvítu sjónvarpi en eftir endurgerðina var bíllinn málaður svartur. Lincolninn var nýrrar og nýtískulegrar gerðar á þeim tíma og þótti henta hinum unga forseta einkar vel. Að notkun lokinni var bílnum fræga kom- ið fyrir á Henry Ford safninu í Dearborn í Michican og er þar forvitnilegasti sýningar- gripurinn, jafnvel enn frekar en leikhússtóll- inn sem Abraham Lincoln var skotinn í – en hann er einnig að finna á Ford-safninu. -jh Forsetabíll Kennedys, lengdur og breyttur Lincoln Continental árgerð 1961, er til sýnis á safni Henry Ford. Ári eftir forsetamorðið var settur á bílinn fastur toppur og hann gerður skotheldur. Hinn opni Lincoln er án efa frægasti bíll sögunnar. Hér er Kennedy forseti með Haile Selassie Eþíópíu- keisara árið 1963, skömmu fyrir morðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.