Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 26
 www.odalsostar.is TINDUR OSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUM Þessi bragðmikli meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig. Það er í raun ekki fyrr en um miðjan janúar sem mér finnst ég verða aðeins jákvæðari. Ég er farinn að tengja þessa tvo mán- uði við sorg. Þetta á að vera tími samveru með fjölskyldunni og gleði. Ég næ ekki að tengja þetta saman.“ Um síðustu jól borðaði Svenni hjá Hjálpræðishernum og gisti í Gistiskýlinu í Þing- holtsstræti. Sum jól hefur hann verið hjá vinum eða ættingjum. „Stundum hafa þeir hreinlega sótt mig og sagt: Þú verður hjá okkur um jólin. Ég hef þá líka fengið að gista.“ Í einfeldni minni spyr ég hvort hann og aðrir heimilislausir vinir og kunningj- ar geri eitthvað saman um jólin, eitthvað öðruvísi en venjulega. Aftur kemur löng þögn og tárin brjótast fram hjá Svenna. „Jú, það sem við gerum saman á jól- unum, er að líða illa saman og sakna fjölskyldunnar.“ Ég tek um aðra hönd hans sem er á borð- inu en hann færist fljótt undan. Við sitjum í stutta stund saman í þögninni, hann þerrar tárin og byrjar að vefja sér sígarettu. Hann rýfur þögnina með því að benda á iPhone-inn sem ég tek viðtali upp á. „Þetta er mjög flott græja. Ég væri til í að eiga svona til að taka myndir. Mér finnst gaman að taka myndir því ég sé líka heiminn á annan hátt en flestir aðrir. Ég keypti mér einu sinni einnota myndavél og fór með filmuna í framköllun í Skip- holti. Ég held að fimm ár hafi liðið þar til ég leysti hana út og sá myndirnar. Það er ekkert grín að vera kvíðasjúklingur með frest- unaráráttu,“ segir hann og kímir. Þar sem ekkert fararsnið var á honum með sígarettuna sagði ég honum að fara bara út að reykja og ég myndi bíða eftir honum. Þrátt fyrir mikið rok og rign- ingu fer Svenni ekki einu sinni í jakka heldur fer út að reykja í skyrtunni einni. Ég óskapast yfir því að hann ætli að fara út í þetta vonda veður svona illa klæddur en Svenna finnst veðrið bara alls ekkert svo slæmt. Með vítamín og bjór í töskunni Á meðan hann er úti virði ég fyrir mér töskuna hans sem er litlu stærri en handtaska af stærri gerðinni en mig grunar að þarna leynist sitthvað. Hann segir að þetta sé í raun heim- ilið hans. „Þetta er penthouse-ið mitt, blokkin mín eða einbýlis- húsið. Ég er hér með tannbursta og tannkrem sem ég nota ekki neitt því ég er með svo fáar tennur. Ég er með vítamín, brauð handa öndunum og bjór. Síðan er ég með skáldsöguna „Rich man, poor man.“ Það var gerð sjón- varpssería eftir henni, Gæfa og gjörvileiki. Ég er ekki enn byrj- aður á henni því ég á svolítið erf- itt með að halda einbeitingu og tengja saman persónur.“ Þegar ég spyr hvernig hann hafi efni á öllum þessum bjór segir hann að ótrúlegasta fólk gefi honum bjór. „Ég veit ekki hvernig ég á að orða það, hvort fólk er að aumka sig yfir mig, hefur skiln- ing á stöðu minni eða hreinlega þekkir hana. Ég á ofboðslega marga góða að sem gauka ýmsu að manni.“ Í töskunni hans, eða einbýlishúsinu, er líka einskonar dagbók þar sem Svenni safnar límmiðum sem hann finnur ásamt úrklippum. Þarna eru lím- miðar sem vara fólk við að nota lyftu í eldsvoða, límiði frá Mast- ercard og spaðaás. Þarna er líka úrklippa af minningargrein um Tryggva „Hring“ Gunnlaugsson, útigangsmann sem lést í septem- ber, og mynd af Lofti Guðmund- syni, útigangsmanni sem lést í ársbyrjun 2012. Svenni er með líf sitt í töskunni og minnisvarða um látna félaga. Í fjögur ár hafðist hann að mestu við í Gistiskýlinu á nótt- unni, þegar hann fékk þar pláss. „Það er svona mismunandi and- styggilegt að gista þar. Það fer svolítið eftir mannskapnum og hvar hann er staddur í geðsveifl- unni. Það eru margir sem eiga við geðræn vandamál að etja. Oft voru þetta andvökunætur því húsið er svo hljóðbært og þegar 20 manns sofa saman og tíu þeirra hrjóta þá sofa hinir tíu ekki. Ég reyndi mikið að íhuga til að ná þessum hrotum úr höfð- inu á mér en síðan er líka algengt að menn taki lyf eða drekki til að sofna og losna þannig við áreitið. Það eru sífellt fleiri Pólverjar, Litháar og Lettar sem sækja í Gistiskýlið og þeir passa einfald- lega illa með okkur. Ég veit að nú hljóma ég eins og rasisti en þeir koma frá annarri menningu og eru bara yfirgangssamir. En yfir- leitt reyna öll dýrin í skóginum að vera vinir.“ Til stendur að loka Gistiskýlinu við Þingholtsstræti og opna annað á Lindargötu á vormánuðum. „Það er ekki verið að leysa neinn vanda með því. Það er bara verið að færa vand- ann,“ segir hann. Viss um að hún skammast sín fyrir hann Svenni segist eiga stóra fjöl- skyldu en hann er ekki í sam- bandi við neinn fjölskyldumeð- lim. „Ég er ekki í góðu sambandi við neinn. Systkini mín eru að gera það sem þau eru að gera - flott hjá þeim. Ég er að gera það sem ég er að gera - ekki flott hjá mér.“ Þegar ég spyr meira um dóttur hans segir hann að hún viti að hann sé heimilislaus. „Ég er ekki viss um hvernig hún talar um mig. Ég er viss um að hún skammast sín fyrir mig en ég veit líka að hún er stolt af mér að vissu leyti og ég veit að hún elskar mig. Það er nóg fyrir mig.“ Þau spjalla reglulega saman í síma og hittast þegar mæðgurn- ar koma í heimsókn til Reykja- víkur. Hann segist alltaf hugsa um dóttur sína þegar hann bíður í von og óvon eftir að fá úthlutað húsnæði. „Það myndi breyta öllu fyrir mig að fá húsnæði. Ég hef mjög gaman af að föndra úr leðri og ég gæti farið að gera það. Ég fór með afskaplega fallega mynd af mér og dóttur minni til félags- ráðgjafans míns og sýndi honum myndina. Ég spurði hvenær ég gæti boðið þessari litlu stelpu, dóttur minni, í heimsókn. Það var eins og ég gæti honum kjafts- högg.“ Þangað til hann fær húsnæði heldur hann hins vegar áfram að ráfa um götur borgarinnar á dag- inn og vonast til að finna sér skjól yfir nóttina. Ég fylgi Svenna út eftir viðtalið og hann sýnir mér nokkra staði við bakhús á Laugaveginum þar sem hann hefur hvílst yfir nóttina. Þetta eru hitakompur, kjallaratröppur og garðar. Á einum staðnum bendir hann mér skot sem hefur verið gert inn í húsvegg til að hlífa ruslatunnum fyrir veðri og vindum. „Hér hef ég líka sofið. Hér er mjög gott skjól.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Svenni fer oft í Fógetagarðinn og segist kómískur líta á hann sem stofuna sína. Ljósmynd/Hari 26 viðtal Helgin 29. nóvember-1. desember 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.