Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 80
80 bíó Helgin 29. nóvember-1. desember 2013 Í Á ann- an veg léku þeir Hilmar Guðjóns- son og Sveinn Ólafur Gunn- arsson þessa ólíku menn.  Frumsýnd Prince AvAlAnce P rince Avalanche er endurgerð íslensku myndarinnar Á annan veg sem Haf-steinn Gunnar Sigurðsson skrifaði og leikstýrði. Leikstjórinn David Gordon Green hreifst af myndinni og sá fyrir sér að einföld saga Hafsteins hentaði sér vel og hann vatt sér í að laga hana að Bandaríkjunum. Green hefur sagt frá því viðtölum að umhverfið og aðstæðurnar í Á annan veg hentuðu honum fullkomlega í verkefni sem hann gæti klárað á skömmum tíma. Green sló í gegn með hinni hressilegu Pi- neapple Express 2008 en þar fór Seth Rogen mikinn í hlutverki stefnuvotts og marijúana- sala sem komst upp á kant við glæpahyski sem hann þurfti að mæta með útúrreyktan James Franco sér til halds og trausts. Paul Rudd (This Is 40) og Emile Hirsch (Into the Wild, Milk) leika vegavinnumenn- ina Alvin og Lance sem eyða sumrinu 1988 fjarri borgarlífinu og þurfa að þola hvor annan í fásinninu og einangruninni lengst úti í buska þar sem þeir sinna tilbreytingarsnauðu starfi sínu. Í Á annan veg léku þeir Hilmar Guðjóns- son og Sveinn Ólafur Gunnarsson þessa ólíku menn sem hétu þar Alfreð og Finnbogi. Þeir félagar eiga fátt sameiginlegt. Alfreð er 24 ára gosi sem hugsar um fátt annað en kynlíf og næsta djamm en Finnbogi er 33 ára alvörugefinn pælari sem hyggur á háskólanám í þýsku. Það eina sem tengir þá saman er að Finnbogi er í sambandi með systur Alfreðs og hefur gengið dóttur hennar í föðurstað. Sagan, og myndirnar að sama skapi, eru einfaldar og það hvílir á leikurunum tveimur að bera myndina uppi með kostulegum sam- tölum og núningi sem með tímanum snýst upp í vináttu. Eins og óskrifuð lög um svona „böddí-mynd- ir“ nálgast ólíkar persónurnar hvor aðra hægt og bítandi og áður en yfir lýkur myndast ósköp fallegt samband á milli þeirra. Eðlilega reyna þeir félagar á taugar hvors annars á meðan þeir mála gular línur eftir miðjum þjóðveg- inum sem virðist aldrei ætla að enda. Tilbreyt- ingasnauður hversdagur félaganna er helst brotinn upp þegar sveitalúði á gömlum vörubíl keyrir fram hjá þeim en hann lumar á sprútti og er ónískur við að hella upp á strákana. Á annan veg var tilnefnd til ellefu Eddu- verðlauna 2012. Price Avalanche hefur fengið ágæta dóma og vakið athygli á kvikmyndahá- tíðum og Green var meðal annars verðlaun- aður fyrir leikstjórn hennar í Kvikmyndahá- tíðinni í Berlín. Aðrir miðlar: Imdb: 6,4, Rotten Tomatoes: 84%, Metacritic: 73% Hafsteinn Gunnar Sigurðsson frumsýndi fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Á annan veg, árið 2011. Ákaflega snotur og sniðug mynd sem fór ekki mjög hátt. Hróður hennar barst þó til Banda- ríkjanna þar sem David Gordon Green greip hana á lofti og endurgerði undir nafninu Prince Avalanche. Leikararnir Paul Rudd og Emile Hirsch eru í aðalhlutverkunum í myndinni sem er nú loks komin í bíó á Íslandi. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Gular línur frá Íslandi Paul Rudd og Emile Hirsch leika vegagerðarmennina Alvin og Lance sem þurfa að þola hvor annan sumarið 1988 þegar þeir mála gular línur á fáförnum vegi úti í óbyggðum. Ofvirkur sæðisgjafi í klandri Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ken Scott er hér mættur til leiks með banda- ríska endurgerð sinnar eigin myndar, Starbuck, sem hann gerði í Frakklandi 2011. Þessi útgáfa ber titilinn Delivery Man og að þessu sinni leikur Vince Vaughn hina seinheppnu landeyðu David Wozniak sem vaknar upp við vondan draum þegar drjúgar sæðisgjafir hans á yngri árum koma harkalega í bakið á honum. David er ósköp ljúfur náungi en gjarn á að klúðra hlutunum. Hann skuldar mafíunni peninga, unnusta hans er barnshafandi en hversdagsleg vandamál hans blikna þegar hann fréttir að hann sé faðir 533 barna vegna sæðisgjafar fyrir tuttugu árum. Það væri svo sem í lagi ef 142 þessara barna hefðu ekki höfðað mál til þess að fá upp- lýst hver líffræðilegur faðir þeirra er. Aðrir miðlar: Dómar ekki komnir. | REYKJAVÍK | AKUREYRI | 25% Af öllUm VöRUm – fyrir lifandi heimili – H ú s g Ag n A H ö l l I n • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k O g D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i s Í m I 5 5 8 1 1 0 0 sVARTUR fösTUDAgUR 25% Af öllUm Vö RUm bARA Í DAg BA RA Í DA G – F ÖST UDAGINN 29. NÓVEM BEROPIÐ TIl KlUKKAn 2200 SÓFAR | SVEFNSÓ FAR | HÆGINDAS TÓLAR | ELDHÚS STÓLAR | BORÐSTOFUSTÓL AR | ELDHÚSBOR Ð | SÓFABORÐ B ORÐSTOFUBORÐ | KERTI JÓLAVARA | LAM PAR | PÚÐAR | GLERVARA | DÚ KAR OG FALLEG SM ÁVARA Vince Vaughn leikur hinn seinheppna David sem kemst óvænt að því að hann er faðir 533 barna.  Frumsýnd delivery mAn FrumsýndAr The PAsT og norThwesT Tvær á Grænu ljósi Græna ljósið leggur sig fram um að koma til móts við ört stækkandi hóp kvikmyndaáhugafólks á Íslandi sem hefur hug á að horfa á kvikmyndir frá öðrum heimshornum en Bandaríkjunum og Bretlandi, þaðan sem meginstraumur þeirra mynda sem rata í kvik- myndahús hérna kemur. Á föstudag frumsýnir Græna ljósið tvær ólíkar myndir í bíó og á VOD-leigum. Annars vegar The Past eftir íranska leikstjórann Asghar Fandi sem gerði kvikmyndina A Seperation sem vakti athygli í fyrra og vann meðal annars Óskarsverðlaunin sem besta erlenda mynd ársins. Og hins vegar dönsku spennu- myndina Northwest, eftir leikstjórann Michael Noer sem leikstýrði kvikmyndinni R. Aðalpersóna Nort- hwest er unglingurinn Casper sem stundar smáglæpi og innbrot í fyrstu en sogast inn í hringiðuna þegar hann verður bitbein í baráttu tveggja glæpagengja. Myndin hlaut gagnrýnendaverðlaunin á kvik- myndahátíðinni í Gautaborg. Það er eitthvað rotið í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.