Fréttatíminn - 29.11.2013, Side 74
74 skák og bridge Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Skák NorSkur heimSmeiStari
Carlsen fór létt með Anand
J æja, nú eigum við norskan heimsmeistara í skák! Hver hefði trúað því fyrir 10 árum
eða svo? Magnus Carlsen hrein-
lega bakaði Vishy Anand í einvígi
þeirra í Chennai, heimaborg An-
ands, og var búinn að tryggja sér
sigur eftir tíu skákir, en til stóð að
tefla tólf. Carlsen vann þrjár skák-
ir, en sjö lauk með jafntefli. Ein-
vígið fór heldur dauflega af stað,
með tveimur litlausum jafnteflum,
en síðan æstust leikar. Hart var
barist í þriðju og fjórðu skákinni,
en báðum lauk þeim með jafntefli.
Svo tók Carlsen öll völd, og sýndi
af hverju hann er næstum hundrað
skákstigum hærri en Anand.
Carlsen vann fimmtu og sjöttu
skákina, og þá voru úrslit í reynd
ráðin. Ótrúlegur svíðingssigur
hans í 9. skákinni þýddi að Anand
varð að vinna þrjár skákir til að
jafna metin og tryggja framleng-
ingu. Slíkt er jafnvel snillingi eins
og Anand ofviða, hann lagði allt í
sölurnar í 10. skákinni, en Carlsen
var aldrei í teljandi vandræðum og
tryggði jafntefli af einurð og festu;
og er þar með orðinn 16. heims-
meistarinn í skák. Anand mun
ásamt sjö öðrum kempum tefla á
áskorendamóti næsta vor, en sig-
urvegarinn þar öðlast keppnisrétt
við Carlsen. Það eru hinsvegar
hverfandi líkur á að nokkur skáki
Carlsen næstu árin. Hann verður
23 ára á morgun, og gæti hæglega
setið á veldisstóli í 10 eða 20 ár.
Skemmtikvöld fyrir ungmenni
Skákskólinn og Skákakademían
standa fyrir skemmtikvöldi ung-
menna fædd 1990-1999 á laugar-
dagskvöldið kemur. Kvöldið fer
fram á sal Skákskólans. Á kvöldinu
verða tveir merkilegir fyrirlestrar
ásamt hraðskákmóti í Heilinn og
höndin þar sem tveir stórmeist-
arar munu tefla! Sjónvarpsstjarnan
og skemmtikrafturinn Björn
Þorfinnsson hefur einna mestu
reynslu Íslendinga af taflmennsku
á opnum erlendum mótum síðustu
tvo áratugina. Björn hefur teflt ansi
víða og hefur verið lunkinn við að
finna skemmtileg erlend mót þar
sem hægt er að hækka á stigum
og njóta taflmennskunnar í botn.
Að mörgu þarf að huga þegar farið
er á erlend mót; gisting, flug, að-
stæður á mótsstað, möguleikar á
að hækka á stigum, veðurfar og
fleira. Frá öllu þessu og ferðum
sínum mun Björn segja frá á léttan
og ljúfan hátt.
Árangur Hjörvars Steins Grétars-
sonar þarf vart að kynna, en hann
varð á dögunum stórmeistari,
en hvað nákvæmlega liggur að
baki? Hversu marga klukkutíma
stúderaði hann sjálfur þegar hann
var fimmtán ára, hafði hann kvóta á
þeim hraðskákum sem hann tefldi,
hvað fór hann oft utan að tefla á
hverju ári, hefur hann haldið sig við
sömu byrjanir síðan hann var lítill,
leggur hann áherslu á hreyfingu og
hollt líferni? Hjörvar mun í snagg-
aralegum fyrirlestri fara yfir stað-
reyndir frá sínum ferli, allt til þess
að efnileg ungmenni viti hvað þarf
til að bæta sig í skák og á hvað skal
leggja áherslu. Að loknum fyrir-
lestrum verða veitingar og svo hrað-
skákmót í Heilinn og höndin. Húsið
opnar 19.30 og fyrirlestrar hefjast
20. Aðgangseyrir 1000 kr. Skráning
á FB-síðu kvöldsins eða á stefan@
skakakademia.is.
Skákgleði á Grænlandi
Liðsmenn Hróksins eru nú á Græn-
landi og í gær hófst mikil skákhátíð
í Upernavik, sem er á 73. breidd-
argráðu, og hefur verið kallaður
„gleymdi bærinn á Grænlandi“. Þar
búa 1200 manns og um 800 til við-
bótar í 10 litlum þorpum í nágrenn-
a ðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson unnu öruggan sigur á Íslandsmóti eldri spilara sem
fram fór laugardaginn 23. nóvember.
Sigur þeirra félaga byggðist mestmegn-
is á vandaðri spilamennsku, sérstaklega í
úrspili þar sem lögð var áhersla á þýðingu
allra spilanna, líka þeirra lægri. Þetta spil
er gott dæmi um það, suður gjafari og allir
á hættu.
♠ Á1065
♥ 10752
♦ ÁK7
♣ D7
♠ K932
♥ ÁD6
♦ 9654
♣ ÁK
♠ G84
♥ K83
♦ 108
♣ 108642
♠ D7
♥ G94
♦ DG32
♣ G953
N
S
V A
Sagnir gengu hjá S-N, sterkt lauf (16+
punktar) og eitt grand (jafnskipt hönd 8-13
punktar) – 2 lauf og 3 hjörtu = samkvæmt
Super Precision sagnkerfinu sem sýnir 11-
13 punkta og 4 hjörtu og 4 spaða. Sverrir
lauk sögnum með 4 spöðum með lágmark
fyrir laufopnun. Níu sagnhafar spiluðu 4
spaða og 2 sagnhafar voru metnaðarfyllri
og keyrðu alla leið í 6 spaða. Níu sagnhafar
fengu 9 slagi en aðeins 4 stóðu spilið (í 4
spöðum). Á borði Aðalsteins og Sverris var
útspilið tígultía. Sverrir drap á ás, spilaði
spaða á kóng og meiri spaða. Sverrir var að
fá á tilfinninguna að hjartasvíning gengi
ekki og setti spaðatíu úr blindum. Austur
spilaði eðlilega tíguldrottningu, inni á
spaðadrottningu, sem gerði tígulníuna
heima að stórveldi. Sverrir tók næst ÁK
í laufi, spilaði spaða á ás og litlu hjarta.
Austur var ekki vakandi og setti fjarkann.
Sexan heima leysti öll vandamál og tryggði
tíunda slaginn. Ef austur setur níuna, setur
Sverrir drottninguna. Andstaðan gerir best
í því að spila hjarta áfram og spilið vinnst
ef Sverrir finnur að setja sjöuna í blindum.
Fyrir 4 spaða slétt staðið fengust 17 stig
af 20 mögulegum. Lokastaða 5 efstu para
varð þannig:
1 . Aðalsteinn Jörgensen – Sverrir G. Ármannsson 63,0%
2 . Hallgrímur Hallgrímsson – Sigmundur Stefánsson 60,8%
3. Sigurður Skagfjörð – Sverrir Þórisson 56,2%
4. Björn Friðriksson – Jóhann Ævarsson 56,0%
5. Kristján Snorrason – Hjálmar S Pálsson 54,8%
Sagnkeppni og Butlertvímenningur
Skráning er hafin í Íslandsmótið í But-
lertvímenning sem fer fram laugardaginn
7. desember. Spilamennska hefst klukkan
11 og verður spilað í Síðumúla 37.
Núverandi Íslandsmeistarar eru þeir
Kristján Blöndal og Páll Valdimarsson.
Íslandsmótið í sagnkeppni fer fram föstu-
daginn 6. desember. Mótið hefst klukkan
19.30 og lýkur um klukkan 22.30. Melduð
verða 30 spil og skráning á staðnum.
Helgi og Haukur í forystu í BR
Helgi Sigurðsson og Haukur Ingason
skoruðu mest á öðru spilakvöldi í Sushi
Shamba tvímenningi Bridgefélags Reykja-
víkur. Þeir hafa skorað flesta impa að
loknum 2 kvöldum af 3 og staða 5 efstu
para er þannig:
1. Helgi Sigurðsson – Haukur Ingason 79
2. Sigurbjörn Haraldsson – Jón Baldursson 72
3. Björn Eysteinsson – Guðmundur Sv. Hermannsson 66
4. Hlynur Garðarsson – Hermann Friðriksson 45
5. Oddur Hjaltason – Hrólfur Hjaltason 42,1
Í síðasta spiladálki var greining á spilinu
vitlaus. Samningurinn var 4 spaðar og get-
ur unnist með því að fara aldrei í trompin.
Því var haldið fram að spilið ynnist með
því að taka 2 hæstu í trompi og hreinsa upp
lauf og hjarta áður en tígli var spilað.
Bridge ÍSlaNdSmót eldri Spilara
Öruggur sigur Aðalsteins og Sverris
inu. Frumkvæðið að hátíðinni á
Ingibjörg Gísladóttir, sem starfar
í flugturninum í Upernavik, og
Jósep bróðir hennar er meðal leið-
angursmanna. Jósep er margt til
lista lagt, og er m.a. sprenglærður
píanókennari. Hann mun halda að-
ventutónleika í kirkjunni í Uperna-
vik á sunnudaginn, auk þess sem
efnt verður til fleiri tónlistarvið-
burða. Og auðvitað verður efnt til
fjölda skákviðburða, fyrir börn
og fullorðna. Svo skemmtilega
vill til að í Upernavik býr Steffen
Lynge, sem náði bestum árangri
grænlenskra skákmanna á fyrsta
móti Hróksins í Qaqortoq árið
2003. Stofnað verður skákfélag í
Upernavik, og það er í traustum
höndum hins vaska Steffens, sem
jafnframt er tónlistarmaður og lög-
reglumaður. Hann hefur einmitt
náð undraverðum árangri með
unglinga, með skák og tónlist að
vopni, og beint mörgum á rétta
braut í lífinu.
Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson
voru að vonum ánægðir með sigurinn á Íslands-
móti eldri spilara í tvímenningi. Guðný Guðjóns-
dóttir, varaforseti BSÍ, afhenti verðlaunin og er
með þeim á myndinni.
Glaðasti skákdrengur í heimi. Þessi ungi piltur heitir Nuka og er yngsti liðsmaður
Skákfélagsins í Nuuk, sem er vinafélag Hróksins. Nuka mætir á alla æfingar,
jafnan með sitt ósigrandi bros á vör. Hann var heiðraður af Hróksmönnum í
Nuuk á þriðjudaginn, og fór heim með íslenska fánann og fleiri gjafir – og auð-
vitað bjartur og brosandi.
Loksins
...skákbók fyrir
byrjendur
SÍMI 588 6609 · WWW.TOFRALAND.IS
„Ég get mælt með þessari vönduðu
skákbók fyrir alla byrjendur.“
Gunnar Björnsson, forseti skáksambands Íslands
„... skemmtileg og aðgengileg handbók
fyrir skákkennslu ... ég fagna útgáfu hennar. “
Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Skákakademíunnar
Bókin Lærum að tefla er komin út!
Aðgengileg bók fyrir börn og byrjendur í skák. Farið er yfir grunnatriði
eins og mannganginn og einfaldar skákfléttur.