Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 48
Börn og foreldrar þurfa að
upplifa sameiginlegan heim
Þ essi barnabók kom bara til mín. Ég sagði strákunum mínum þessa sögu þegar þeir voru litlir og síðan hefur hún alltaf fylgt mér. Hún varð til þegar ég var að svæfa
strákana mína, mér fannst hún virka svo vel því að
við erum borgarbörn og þarna var komin leið til að
vinna með heitin á íslensku dýrunum,“ segir Sigríður
Arnardóttir fjölmiðlakona eða Sirrý eins og flestir
þekkja hana. Hún er að gefa út sína fyrstu barnabók
núna um jólin sem heitir „Tröllastrákurinn sem gat
ekki sofnað.“
Bókin fjallar um íslenskan tröllastrák sem býr á
Snæfellsnesinu og á við vandamál að stríða. Honum
tekst að finna lausn á vandamáli sínu sem um leið
gleður öll dýrin í sveitinni. „Pabbi minn á jörð í Snæ-
fellsnesi í Staðarsveit sem myndirnar eru af og Frey-
dís Kristjánsdóttir teiknar. Á sumrin sit ég þar oft á
steini í flæðarmálinu og horfi upp í fjöllin og þá koma
svona sögur til manns. Fjöllin, náttúran og dýrin hafa
áhrif á sköpunina,“ segir Sirrý. „Ég er hrifin af því
hvernig Freydís teiknar íslensku dýrin. Myndirnar í
bókinni eru jarðbundnar og ná vel íslenskri náttúru
og svo er Freydís líka með skemmtilegan húmor sem
börnin taka vel eftir og kunna að meta,“ segir Sirrý.
Mjög framtakssöm sem barn
„Ég var mjög kraftmikið og skapandi barn, var ásamt
vinum mínum alltaf að stofna félög, byggja kofa og
bjóða fólki upp á leiksýningar og brúðuleikhús. Við
bjuggum til leikhúsið sjálf sem og auglýsingarnar og
svo buðum við fólki og seldum aðgöngumiða. Krakk-
arnir gátu fengið popp og djús,“ segir Sirrý. Hún seg-
ist hafa verið mjög stjórnsöm sem barn. „Eitt skipti
var ég var lasin og hafði verið að rækta grænmeti
í skólagörðunum en var staðráðin í að byggja kofa
í Fossvoginum þar sem ég bjó. Ég gat ekki farið út
að byggja sjálf og leysti það með því að gefa hinum
krökkunum skipanir úti um gluggann. Ég gaf verka-
mönnunum grænmeti að launum. Ég var framtaks-
söm og hafði mikla framkvæmdagleði,“ segir Sirrý.
„Ég og Ólafur Guðmundsson leikari vorum miklir
vinir og þegar við vorum 9 ára gömul áttum við okkar
uppáhaldsleik. Við lékum okkur saman í hlutverkal-
eik þar sem hann var leikari og ég var útvarpsmaður.
Hann lék fólk á förnum vegi og ég að tók viðtöl við alls
konar fólk. Afraksturinn tókum við upp á kassettur.
Svo varð hann leikari og ég fjölmiðlakona,“ segir
Sirrý og hlær.
Sagan um tröllastrákinn Vaka er þriðja bókin sem
Sirrý skrifar en hún hefur þegar gefið út tvær aðrar
bækur, „Laðaðu til þín það góða“ og „Örugg tján-
ing – betri samskipti“. Þær bækur vann Sirrý eftir
áralanga reynslu af því að halda námskeið til þess
að efla fólk. „Það er ein af mínum helstu ástríðum
í lífinu að kenna fólki að takast á við sviðsskrekk
og kvíða. Þjálfa fólk í því að tjá sig af öryggi og láta
kvíðann vinna með sér,“ segir Sirrý. Nú kennir Sirrý
námskeiðið „Framsækni – Örugg tjáning“ við Há-
skólann á Bifröst.
Lestur ríkur þáttur í æsku
„Þegar ég var stödd á Snæfellsnesi, en þangað fer fjöl-
skyldan gjarnan, og horfði á fjöllin þá kallaði tröllast-
rákurinn sem býr þarna á mig. Það er svo gaman að
sjá hvernig heilinn og hugurinn virkar því um leið og
ég var búin með þessa bók þá skapaðist rými á harða
disknum fyrir nýjar hugmyndir. Stundum þurfum við
að klára hluti til að endurnýja jarðveginn fyrir nýjar
hugmyndir,“ segir hún.
„Ég fór að horfa á stelpuna í bókinni, sem býr á
bóndabænum, og í næstu bók munu þau Vaki kynnast
og lenda í ævintýrum. Ég ól upp stráka og það hefur
áhrif á að aðalpersónan er strákur en mér finnst mjög
mikilvægt að bæði stelpur og strákar séu í sögunum
okkar,“ segir Sirrý.
Sirrý segir að mjög mikil áhersla hafi verið á lestur
á hennar heimili og að hún hafi lesið mjög mikið sem
barn. „Það vakna mjög sterkar tilfinningar og minn-
ingar þegar ég sé að verið er að endurútgefa bækur
sem voru mér mjög kærar sem barn. Það var mjög rík-
ur þáttur í mínu uppeldi,“ segir Sirrý. „Aðstæður geta
verið svo margvíslegar í nútímanum en að sitja með
barni og lesa fyrir það bók eða segja því sögu er mjög
gott mótvægi við álag, streitu, óvissu og áhyggjur
sem er í okkar lífi sem og barnanna því að þá myndast
nánd. Þá er verið að upplifa sameiginlegan heim sem
er hér og nú,“ segir Sirrý.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Sirrý hefur skrifað sína fyrstu barnabók
sem fjallar um afar sniðugan tröllaskrák
sem býr við rætur Snæfellsness. Söguna
sjálfa hafði Sirrý samið fyrir löngu og notað
til þess að koma strákunum sínum í svefn.
Sirrý lumar á
mörgum sögum
enda nýtur hún
þess að segja þær.
Ljósmynd/Hari
frábærtVErð!
– fyrst og fre
mst
ódýr og snjöl
l
1098 kr.kg
Verð áður 1698 kr. kg
Íslenskur kalkúnn, frosinn
35%afsláttur
48 viðtal Helgin 29. nóvember-1. desember 2013