Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 29.11.2013, Qupperneq 8
Fram kemur að frá stofnun bankans hafa um 35 þúsund einstaklingar og um 4.100 þúsund fyrir- tæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 524 milljörðum króna. | REYKJAVÍK | AKUREYRI | 25% Af öllUm VöRUm – fyrir lifandi heimili – H ú s g Ag n A H ö l l I n • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k O g D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i s Í m I 5 5 8 1 1 0 0 sVARTUR fösTUDAgUR 25% Af öllUm Vö RUm bARA Í DAg BA RA Í DA G – F ÖST UDAGINN 29. NÓVEM BEROPIÐ TIl KlUKKAn 2200 SÓFAR | SVEFNSÓ FAR | HÆGINDAS TÓLAR | ELDHÚS STÓLAR | BORÐSTOFUSTÓL AR | ELDHÚSBOR Ð | SÓFABORÐ B ORÐSTOFUBORÐ | KERTI JÓLAVARA | LAM PAR | PÚÐAR | GLERVARA | DÚ KAR OG FALLEG SM ÁVARA Landshagir 2013 Statistical Yearbook of Iceland Komin í verslanir www.hagstofa.is/landshagir A fkoma Íslandsbanka eftir skatta var jákvæð um 4,2 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi en hagnaður á sama fjórðungi í fyrra nam hagnaðurinn 4,6 milljörðum króna. Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 15,4 milljörðum króna en hagnaður fyrstu níu mánaða ársins 2012 nam 16,2 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 10,6% á fjórðungnum en til samanburðar nam hún 13,3% á sama fjórðungi í fyrra, en 13,4% sé horft til fyrstu níu mánaða ársins. Árið 2012 nam arðsemi eigin fjár eftir níu mánuði 16,3%. Lækkun á arðsemi skýrist að mestu af hærra eigin fé, sem hefur hækkað um 3% á milli fjórðunga og 14% á milli ára. Eiginfjárhlutfall var áfram sterkt eða 27,2%. Hreinar vaxtatekjur námu 7,4 millj- örðum króna sem er lækkun um 5.1% milli ára. Vaxtamunur var 3,5% og fer lækk- andi samhliða því að afföll á lánasafni sem keypt var frá Glitni fara úr bókum bank- ans. Fram kemur að frá stofnun bankans hafa um 35 þúsund einstaklingar og um 4.100 þúsund fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 524 milljörðum króna. „Það sem uppúr stendur á fyrstu níu mánuða ársins er sá góði árangur sem við höfum náð í rekstrarhagræðingu þar sem kostnaður bankans lækkaði um 732 millj- ónir sem er raunlækkun kostnaðar 7,5% á milli ára. Þessi lækkun byggir á ýmiskonar markvissum aðgerðum m.a. sameiningu útibúa,“ segir Birna Einarsdóttir, banka- stjóri Íslandsbanka. „Afkoma bankans var í takt við áætlanir og arðsemi eigin fjár var 13,4% sem hlýtur að teljast gott í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu en eiginfjárhlutfall bankans var 27,2%. Þó svo að sumarið seti gjarnan svip sinn á þennan ársfjórðung þá var engu að síður mikið um að vera í bankanum. Þóknanatekjur jukust um 13% á milli ára í 7,6 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 6,7 milljarða á sama tíma- bili í fyrra.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  ÍslAndsbAnki Yfirlit Yfir eignArhluti Í eigu bAnkAns Bankinn leitast við að selja eignir í óskyldum rekstri „Íslandsbanki hefur leitast við að selja eignir í óskyld- um rekstri enda ekki stefna bankans að eiga slíkar eignir til lengri tíma,“ segir í tilkynningu bankans en hann hefur komið á framfæri upplýsingum um eignar- hluti sem eru í eigu bankans. „Íslandsbanki vill einnig benda á að upplýsingar um eignir í óskyldum rekstri sem eru á undanþágu frá FME er að finna á heimasíðu bankans og er það í samræmi við verklagsreglur bankans um gagnsæi,“ segir enn fremur en samtals eru 12 eignarhlutir á fresti hjá FME: Átta félög sem eru erlend eða eiga einungis er- lendar eignir og eru með enga eða takmarkaða starf- semi. (Manston Properties Ltd, Lava Capital Ltd., Lava Capital ehf., HHÖ Holding A/S, Geysir General Partner ehf., Geysir Green Investment Fund slhf., GREF hf. og IG Invest). Þessi félög eru ekki með neina starfsemi á Íslandi. Atorka Group hf. sem er félag í slitameðferð, HTO hf. en verið er að klára skjalavinnslu vegna sölu félags- ins, N1 hf. en stefnt er að skráningu í desember 2013 og Bláfugl ehf. en félagið hefur verið í sölumeðferð undanfarin misseri, án árangurs. Ofangreindir eignarhlutir eru óverulegur hluti af eignum bankans, segir í tilkynningu hans. Til viðbótar við þessa eignarhluti á Íslandsbanki eignarhluti í nokkrum félögum sem tengjast fjárhags- legri endurskipulagningu þeirra eða yfirtöku bank- ans á Byr. Eignarhlutir sem bankinn eignast eru seld- ir eins og kostur er en stærstu eignir bankans eru nú: Icelandair – núverandi eignarhlutur er 2,04% en unnið hefur verið að því að minnka stöðu bankans í félaginu sem var 19,9% í lok mars 2012. Íslensk verð- bréf en núverandi eignarhlutur er 27,5% sem er til- kominn vegna yfirtöku Íslandsbanka á Byr. MP banki hefur gert yfirtökutilboð í Íslensk verðbréf. Reitir en núverandi eignarhlutur er 5,8%. Sjóvá þar sem nú- verandi eignarhlutur er 9,3% en unnið er að skrán- ingu félagsins í Kauphöll Íslands og Eik en núverandi eignarhlutur er 5,6%. -jh  uppgjör ÍslAndsbAnki hAgnAðist um 4,2 milljArðA á 3. fjórðungi Hagnaður 15,4 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins Birna Einarsdóttir bankastjóri segir sameiningu útibúa meðal annars hafa stuðlað að rekstrar- hagræðingu. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Eignarhlutir Íslandsbanka eru seldir eins og kostur er. 8 viðskipti Helgin 29. nóvember-1. desember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.