Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 8

Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 8
Fram kemur að frá stofnun bankans hafa um 35 þúsund einstaklingar og um 4.100 þúsund fyrir- tæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 524 milljörðum króna. | REYKJAVÍK | AKUREYRI | 25% Af öllUm VöRUm – fyrir lifandi heimili – H ú s g Ag n A H ö l l I n • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k O g D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i s Í m I 5 5 8 1 1 0 0 sVARTUR fösTUDAgUR 25% Af öllUm Vö RUm bARA Í DAg BA RA Í DA G – F ÖST UDAGINN 29. NÓVEM BEROPIÐ TIl KlUKKAn 2200 SÓFAR | SVEFNSÓ FAR | HÆGINDAS TÓLAR | ELDHÚS STÓLAR | BORÐSTOFUSTÓL AR | ELDHÚSBOR Ð | SÓFABORÐ B ORÐSTOFUBORÐ | KERTI JÓLAVARA | LAM PAR | PÚÐAR | GLERVARA | DÚ KAR OG FALLEG SM ÁVARA Landshagir 2013 Statistical Yearbook of Iceland Komin í verslanir www.hagstofa.is/landshagir A fkoma Íslandsbanka eftir skatta var jákvæð um 4,2 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi en hagnaður á sama fjórðungi í fyrra nam hagnaðurinn 4,6 milljörðum króna. Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 15,4 milljörðum króna en hagnaður fyrstu níu mánaða ársins 2012 nam 16,2 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 10,6% á fjórðungnum en til samanburðar nam hún 13,3% á sama fjórðungi í fyrra, en 13,4% sé horft til fyrstu níu mánaða ársins. Árið 2012 nam arðsemi eigin fjár eftir níu mánuði 16,3%. Lækkun á arðsemi skýrist að mestu af hærra eigin fé, sem hefur hækkað um 3% á milli fjórðunga og 14% á milli ára. Eiginfjárhlutfall var áfram sterkt eða 27,2%. Hreinar vaxtatekjur námu 7,4 millj- örðum króna sem er lækkun um 5.1% milli ára. Vaxtamunur var 3,5% og fer lækk- andi samhliða því að afföll á lánasafni sem keypt var frá Glitni fara úr bókum bank- ans. Fram kemur að frá stofnun bankans hafa um 35 þúsund einstaklingar og um 4.100 þúsund fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 524 milljörðum króna. „Það sem uppúr stendur á fyrstu níu mánuða ársins er sá góði árangur sem við höfum náð í rekstrarhagræðingu þar sem kostnaður bankans lækkaði um 732 millj- ónir sem er raunlækkun kostnaðar 7,5% á milli ára. Þessi lækkun byggir á ýmiskonar markvissum aðgerðum m.a. sameiningu útibúa,“ segir Birna Einarsdóttir, banka- stjóri Íslandsbanka. „Afkoma bankans var í takt við áætlanir og arðsemi eigin fjár var 13,4% sem hlýtur að teljast gott í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu en eiginfjárhlutfall bankans var 27,2%. Þó svo að sumarið seti gjarnan svip sinn á þennan ársfjórðung þá var engu að síður mikið um að vera í bankanum. Þóknanatekjur jukust um 13% á milli ára í 7,6 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 6,7 milljarða á sama tíma- bili í fyrra.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  ÍslAndsbAnki Yfirlit Yfir eignArhluti Í eigu bAnkAns Bankinn leitast við að selja eignir í óskyldum rekstri „Íslandsbanki hefur leitast við að selja eignir í óskyld- um rekstri enda ekki stefna bankans að eiga slíkar eignir til lengri tíma,“ segir í tilkynningu bankans en hann hefur komið á framfæri upplýsingum um eignar- hluti sem eru í eigu bankans. „Íslandsbanki vill einnig benda á að upplýsingar um eignir í óskyldum rekstri sem eru á undanþágu frá FME er að finna á heimasíðu bankans og er það í samræmi við verklagsreglur bankans um gagnsæi,“ segir enn fremur en samtals eru 12 eignarhlutir á fresti hjá FME: Átta félög sem eru erlend eða eiga einungis er- lendar eignir og eru með enga eða takmarkaða starf- semi. (Manston Properties Ltd, Lava Capital Ltd., Lava Capital ehf., HHÖ Holding A/S, Geysir General Partner ehf., Geysir Green Investment Fund slhf., GREF hf. og IG Invest). Þessi félög eru ekki með neina starfsemi á Íslandi. Atorka Group hf. sem er félag í slitameðferð, HTO hf. en verið er að klára skjalavinnslu vegna sölu félags- ins, N1 hf. en stefnt er að skráningu í desember 2013 og Bláfugl ehf. en félagið hefur verið í sölumeðferð undanfarin misseri, án árangurs. Ofangreindir eignarhlutir eru óverulegur hluti af eignum bankans, segir í tilkynningu hans. Til viðbótar við þessa eignarhluti á Íslandsbanki eignarhluti í nokkrum félögum sem tengjast fjárhags- legri endurskipulagningu þeirra eða yfirtöku bank- ans á Byr. Eignarhlutir sem bankinn eignast eru seld- ir eins og kostur er en stærstu eignir bankans eru nú: Icelandair – núverandi eignarhlutur er 2,04% en unnið hefur verið að því að minnka stöðu bankans í félaginu sem var 19,9% í lok mars 2012. Íslensk verð- bréf en núverandi eignarhlutur er 27,5% sem er til- kominn vegna yfirtöku Íslandsbanka á Byr. MP banki hefur gert yfirtökutilboð í Íslensk verðbréf. Reitir en núverandi eignarhlutur er 5,8%. Sjóvá þar sem nú- verandi eignarhlutur er 9,3% en unnið er að skrán- ingu félagsins í Kauphöll Íslands og Eik en núverandi eignarhlutur er 5,6%. -jh  uppgjör ÍslAndsbAnki hAgnAðist um 4,2 milljArðA á 3. fjórðungi Hagnaður 15,4 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins Birna Einarsdóttir bankastjóri segir sameiningu útibúa meðal annars hafa stuðlað að rekstrar- hagræðingu. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Eignarhlutir Íslandsbanka eru seldir eins og kostur er. 8 viðskipti Helgin 29. nóvember-1. desember 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.