Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 34
E ins og margoft hefur komið fram í köflunum hér að framan bar andinn oftar
en ekki skynsemina ofurliði í lífi
Jóns Páls Sigmarssonar. Það kom
glöggt í ljós á ýmsum uppátækjum
hans og sást best á því hvernig
hann æfði og borðaði. Það var oftar
en ekki eins og hver einasta æfing
væri upp á líf og dauða og hver ein-
asta máltíð væri síðasta kvöldmál-
tíðin. Fjölmargar sögur eru til um
uppátæki Jóns Páls sem báru þess
merki að hann vildi lifa lífinu til
fulls og tók oft áhættur sem seint
verða taldar sniðugar. Sérstak-
lega sást þetta vel á aksturslagi
hans, sem var á köflum með allra
háskalegasta móti að sögn vina
hans. Það var eins og það vaknaði
púki innra með honum ef hann sá
einhvers staðar möguleikann á að
storka örlögunum..
Torfi Ólafsson ferðaðist með Jóni
Páli út fyrir landsteinana oftar en
einu sinni. Torfi sem er með stærri
mönnum, var einn fárra sem stóðst
Jóni Páli snúning um skeið, bæði
hvað varðar matarræði og lyfting-
ar. Hann var þegar mest lét rúm
190 kíló og rúmir tveir metrar. Bar
semsagt eitt stærsta stell sem sög-
ur fara af á Íslandi. En þó að Torfi
hafi verið stór og mikill og kallaði
ekki allt ömmu sína, varð honum
alls ekki um sel við sum uppátæki
Jóns Páls á erlendri grundu.
„Maður þurfti ekki að vera lengi
með Jóni Páli til að sjá að hann lifði
algjörlega á brúninni, kallinn. Það
var ótrúlegt að fara með honum til
útlanda. Þar lifnaði hann allur við,
enda ekki sama smásjáin á honum
eins og hér heima, þar sem hver
einasti kjaftur vissi hver hann var.
Ég fór oft með honum út, en mér
er sérstaklega minnisstætt þegar
við fórum saman í svokallaða
landskeppni Íslands og Kaliforníu
í kraftlyftingum, þar sem tíu
voru í hvoru liði. Við flugum frá
Keflavík og það var svo millilent í
New York. Við komum þangað um
klukkan sex að kvöldi og áttum
ekki að fara til Los Angeles fyrr en
daginn eftir. Þegar við komum til
New York vildi Jón endilega drífa
sig niður í bæ og við hoppuðum
upp í tvo leigubíla, kraftakarl-
arnir tíu frá Íslandi. Við bjuggumst
svona fyrirfram við því að bílarnir
myndu enda á Times Square,
þar sem við gætum tekið myndir
eins og venjulegir túristar. En Jón
Páll hafði nú minnstan áhuga á
því, hann vildi endilega fara upp
í Harlem og skoða hættulegustu
svertingjahverfin. Þetta var upp
úr 1980 og það var ekki búið að
hreinsa upp glæpina í New York,
þannig að hlutar af Harlem voru
beinlínis stórhættulegir, en Jóni
var nákvæmlega sama. Hann bað
bílstjórann um að stoppa þegar við
vorum komnir í svartasta hlutann
af Harlem, þar sem almenna við-
kvæðið var að hvítt fólk ætti alls
ekki að láta sjá sig eftir myrkur.
Þó að við höfum verið þarna tíu
saman algjörir beljakar, held ég
að mér sé óhætt að segja að níu af
okkur leist ekkert á blikuna þegar
við röltum að kvöldlagi í hverfum
þar sem ekki var hvítan mann
að sjá og eiturlyfjasalar á hverju
horni. Jón Páll aftur á móti brosti
út að eyrum og hafði ógurlega
gaman að þessu. Hann gerði í því
að böggast í nokkrum dópsölum
þarna, þannig að það endaði með
því að þeir voru allir á eftir okkur
alveg snarbrjálaðir“
Hjalti „Úrsus“ varð eins og Torfi
vitni að þessu og segir senuna hafa
gengið nokkurn veginn svona fyrir
sig:
„Þeir byrjuðu á að bjóða okkur
gras og Jón svaraði því til að við
vildum eitthvað sterkara. Þá færðu
þeir sig upp á skaftið og buðu hass
eða kókaín, en Jón sagðist vilja
eitthvað miklu sterkara. Þetta hélt
svo áfram þar til þeir voru farnir
að bjóða okkur heróín og krakk,
en Jón hætti ekki að fíflast í þeim,
þar til þeir voru orðnir arfavit-
lausir. En við vorum sem betur
fer ansi hraustir og tíu talsins,
þannig að þeir lögðu ekki í okkur.
En þegar þeir voru farnir að vera
með fullmikla stæla og farnir að
ögra okkur tók Jón Páll málin í
sínar hendur. Hann sneri sér við,
spennti handleggina upp í loftið og
kallaði að lokum á þá:
„Þið eigið ekkert dóp sem er
nógu sterkt handa mér!“
Sem betur fer leist þeim mátu-
lega á þennan kolruglaða gæja og
þeir létu okkur í friði eftir þessa
uppákomu, enda skynjuðu þeir
væntanlega brjálæðið í Jóni Páli
og að þar færi maður sem væri
ekkert gaman að lenda í. En þetta
er bara lítið dæmi um það hvernig
hann var stöðugt að ögra og storka
örlögunum.“
Jagúar og Lödudruslur þandar
Torfi Ólafsson segir að sú tilhneig-
ing Jóns Páls að lifa hratt hafi
komið sérstaklega vel fram þegar
hann var undir stýri. Þar var spilað
upp á líf og dauða eins og annars
staðar.
„Ég man einu sinni þegar við
erum að fara að sýna á Blöndu-
ósi og vorum á einhverri gamalli
Lödudruslu. Hann keyrði hana
eins og hann væri á nýjum Ferrari.
Ég hef aldrei verið jafnhræddur á
ævi minni. Annað svona tilvik var
þegar við vorum á hraðbrautunum
Fífldirfska Jóns Páls
Kraftajötuninn Jón Páll Sigmarsson varð á gullaldarárum sínum ítrekað sterkasti maður heims.
Í janúar á þessu ári voru tuttugu ár liðin frá því Jón Páll kvaddi þennan heim aðeins 33 ára að
aldri. Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur lokið við ritum ævisögu Jóns Páls sem er að
koma út hjá bókaútgáfunni Tindi: „Jón Páll – Ævisaga sterkasta manns í heimi.“ Sölvi setti sig í
samband við fjölda fólks sem stóð Jóni Páli nærri, meðal annars son hans og barnsmóður. Við
grípum hér niður í söguna þar sem sést berlega að uppátæki Jóns Páls báru þess oft merki að
hann vildi lifa lífinu til fulls og tók oft óþarfa áhættu.
Vel skorinn og
vígalegur í sólinni.
Sverðslyfta á Hálandaleikum. Þrautin er að halda sverðinu sem lengst með fram-
réttum beinum handleggjum.
JólaGjöf iN í á R f yr i r
öMmur Og a fA - fæsT í
HagkaUp og eymuNdssoN
l e I k f i m I s æ F i n g a R f y r i r
f ó l K á b e s tA a l d r I
Styrkur • Þolfimi • Jóga • Pilates • Teygjur
8 laufléttir æfingatímar með íslenskri dægurlagatónlist
34 bækur Helgin 29. nóvember-1. desember 2013