Fréttatíminn - 29.11.2013, Blaðsíða 14
Vikan sem Var
Fífl og dóni
Þú ættir að
skammast þín,
þú ert óþverri.
Páll Magnús
son útvarps
stjóri svaraði
Helga Seljan að
sjómannasið, eins
og sönnum Eyjamanni sæmir,
eftir átakafund með starfsfólki
RÚV.
Greinilega ekki!
Hér er ekkert meiri neikvæðni
en bara á Ríkisútvarpinu
sjálfu.
Arnþrúður Karlsdóttir,
útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu,
svaraði því fullu hálsi þegar
Sigríður Arnardóttir ræddi
neikvæðnina á Útvarpi Sögu í
þætti sínum á Rás 2.
Hin grænfingraða
lamandi bláa hönd
Það er lamað andrúmsloft hér
á stofnuninni núna.
Hallgrímur Indriðason,
formaður Félags fréttamanna
og fréttamaður á RÚV, lýsti
ástandinu í Efstaleitinu eftir að
hópuppsagnir byrjuðu.
Uuuuuu,
ókey,
Framtíðin í
íslenskum
fótbolta er
mjög björt.
Lars Lagerbäck
ætlar að stýra
íslenska karlalandsliðinu
í knattspyrnu í tvö ár til
viðbótar, fullur bjartsýni.
Bara í þessu máli?
Forsætisráðherra hagar sér
mjög undarlega í þessu máli.
Magnús Júlíusson,
formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna,
hefur nokkrar áhyggjur af
hugmyndum Sigmundar
Davíðs um skuldaleiðréttingu.
Og þú starfar hvar,
segirðu?
Hægra fólk stofnar fyrirtæki,
vinstra fólk verður kennarar
og blaðamenn.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson staðsetti sig
vinstra megin við miðju í deilu
við Evu Hauksdóttur.
Þau drukku það allt
Ég er í raun forviða, það hefði
nú verið ódýrara hjá þessu
fólki að hella einfaldlega
brennivíni á lóðina.
Sverrir Agnarsson, formaður
félags Múslima, furðaði
sig á undarlegum gjörningi
andstæðinga moskubyggingar
í Reykjavík sem lögðu
svínshöfuð á lóðina þar sem
fyrirhugað er að bænahúsið
rísi.
Farðu í endurmenntun,
góði!
Vandamálið við íslenska
stjórnmálamenn, hvort sem
þeir eru til vinstri, hægri eða
fyrir miðju, er að þeir velja
alltaf skammtímalausnir.
Lars Christensen, aðalhag
fræðingur Danske Bank,
er þekktur fyrir skarpar
greiningar ástandinu á Íslandi.
Svenni sem býr á götunni segir nýtt gistiskýli ekki lausnina
Farsótt í Reykjavík
G istiskýlið í Þingholts-stræti þar sem heimilis-lausir geta leitað skjóls,
þegar þar er pláss, hefur lengi
gengið undir nafninu Farsótt-
arhúsið. Farsótt er smitandi
sjúkdómur sem breiðist ört út
og leggst á tiltölulega marga.
Í frumvarpi til sótt-
varnarlaga er farsótt
skilgreind sem „skrán-
ingarskyldur smit-
sjúkdómur sem ógnað
getur almannaheill. Auk
hinna almennu sóttvarn-
aráðstafana, sem ætíð
skal grípa til, heimilar
frumvarpið einnig svo-
kallaðar opinberar sótt-
varnaráðstafanir vegna
yfirvofandi farsótta.“
Nafngift hússins tengist
þeim útigangsmönnum
sem þar hafa fengið að
gista ekki neitt heldur
var húsið raunverulegt
farsóttarsjúkrahús frá árinu
1920 þar sem sjúklingar með
taugaveiki, skarlatssótt og
barnaveiki voru einangraðir.
Eftir að farsóttarsjúkrahús-
inu var lokað voru áfengis- og
taugasjúklingar vistaðir í hús-
inu. Og síðan voru það útigang-
smennirnir.
Utan við innganginn blasir
við gamalt flísagólf þar sem
áður var líkskurðarhús. Í húsinu
eru 20 rúm en undanfarna mán-
uði hefur að jafnaði þurft að vísa
einum eða tveimur frá á hverri
nóttu. Þegar mest var, var sjö
heimilislausum mönnum synjað
þar um næturstað. Mennirnir
hafa sofið þar allt að fjórir sam-
an í herbergi og margir hafa
notað áfengi og lyf til að deyfa
sig þannig að þeir nái að festa
svefn í hrotunum frá hinum.
Vegna eldvarnarsjónarmiða
hefur ekki mátt fjölga nætur-
gestum í Farsóttarhúsinu og því
verður gistiskýlið fært á Lindar-
götu á vormánuðum. Þar verða
einnig 20 rúm en þar sem húsið
er stærra verður hægt að bæta
við dýnum á gólfið ef þörf kref-
ur. Sveinn Rafn Sigurjónsson
segir í viðtali hér í Fréttatíman-
um að honum finnist ekki verið
að bæta stöðu heimilislausra
með þessu heldur aðeins sé ver-
ið að færa vandann. Sveinn, eða
Svenni eins og hann er alltaf
kallaður, hefur búið á götunni í
fimm ár og lítur á Fógetagarð-
inn sem stofuna sína. Hann
segir mis andstyggilegt að sofa í
gistiskýlinu og finnst hann hafa
beðið of lengi eftir félagslegu
húsnæði og dreymir allra mest
um að geta boðið tólf ára dóttur
sinni í heimsókn. Svenni er
indæll maður. Hann lifir á bjór
og reynir að láta daginn líða ein-
hvern veginn, og alltaf læðist að
honum sú hugsun að hann veit
ekki hvar hann á að sofa næstu
nótt. Þeir sem eiga reglulega
leið um Laugaveginn og miðbæ
Reykjavíkur hafa eflaust rekist á
Svenna þar sem hann reynir að
finna sér eitthvað að gera. Hann
ber það utan á sér að hann
hefur bundið bagga sína öðrum
hnútum en samferðamennirnir
og vakti hann þannig athygli
þar sem við settumst niður
saman á virðulegu kaffihúsi.
Það eru margir sem vilja ekki
hafa útigangsmenn og nálægt
sér. Sumir líta jafnvel á aukn-
ingu útigangsmanna í borginni
sem farsótt. Þeir eru samt bara
fólk eins og þú og ég sem hefur
misstigið sig í lífinu á mismun-
andi hátt. Það geisar þó farsótt
í Reykjavík og sú farsótt heitir
úrræðaleysi.
Hann dreymir allra mest um að geta boðið tólf ára dóttur
sinni í heimsókn.
Volkswagen up! kostar frá
2.050.000 kr.
www.volkswagen.is
Lítill að utan og stór að innan
Volkswagen up! setur ný viðmið í hönnun smábíla með því að sameina
nett ytra rými og rúmgott innra rými. Hvergi er gefið eftir í kröfum um
aksturseiginleika, gæðum né öryggi og því til sönnunar eru einróma hrós
bílablaðamanna um allan heim og 5 stjörnu einkunn í árekstrarprófunum
EuroNcap. Niðurstaðan er einföld: Volkswagen up! er alvöru smábíll.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Eyðsla frá
4,1 l/100 km
A
uk
ab
ún
að
ur
á
m
yn
d:
s
ól
þa
k,
þ
ok
ul
jó
s
í f
ra
m
st
uð
ar
a
, s
ky
gg
ða
r
rú
ðu
r
og
1
6“
á
lfe
lg
ur
Erla
Hlynsdóttir
erla@
frettatiminn.is
sjónarhóll
14 viðhorf Helgin 29. nóvember-1. desember 2013