Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Qupperneq 23

Fréttatíminn - 29.11.2013, Qupperneq 23
Afmælismánuður- inn og jólamánuð- urinn, jól og áramót - þetta er afskap- lega erfiður tími. 1 AF HVERJUM 5 HEFUR SAFNAÐ FYRIR HÚSGÖGNUM Samkvæmt sparnaðarkönnun Capacent og Arion banka H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -2 3 1 6 Fjárfestingarsjóður sem fjárfestir að mestu í innlánum og nýtur betri vaxtakjara í krafti stærðar sinnar. Sjóðurinn hefur jafnframt heimild til að fjárfesta í víxlum, skuldabréfum og öðrum fjármálagerningum með ábyrgð íslenska ríkisins. Hentar vel í skammtímasparnað, laus með dags fyrirvara. Hægt að spara í sjóðnum frá 5.000 kr. á mánuði. STEFNIR – LAUSAFJÁRSJÓÐUR VERÐÞRÓUN ÁRLEG NAFNÁVÖXTUN 100 27 .0 4. 20 12 27 .0 5. 20 12 27 .0 6. 20 12 27 .0 7. 20 12 27 .0 8. 20 12 27 .0 9. 20 12 27 .1 0. 20 12 27 .1 1. 20 12 27 .1 2. 20 12 27 .0 1. 20 13 27 .0 2. 20 13 27 .0 3. 20 13 27 .0 5. 20 13 27 .0 6. 20 13 27 .0 7. 20 13 27 .0 8. 20 13 27 .0 9. 20 13 27 .1 0. 20 13 27 .0 4. 20 13 101 102 103 104 105 106 107 108 STEFNIR - LAUSAFJÁRSJÓÐUR 0% 2% 4% 6% 5,6% 5,4 % ÞÚ GETUR KEYPT Í SJÓÐNUM: Í síma 444 7000 Í netbanka Arion banka Í næsta útibúi Arion banka Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjár- málafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingar- sjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstak- linga og fagfjárfesta. Verðbréfaþjón- usta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Ávöxtunartölur eru fengnar hjá Stefni hf. Árangur í fortíð er ekki örugg vísbending eða trygging fyrir árangri í framtíð. Vakin er athygli á að fjárfesting í hlut- deildarskírteinum sjóða er áhættusöm og getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á.m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildar- skírteinum hans og fjárfestingarstefnu má finna í útboðslýsingu, og í útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins sem nálgast má á arionbanki.is/sjodir.31 .1 0. 20 12 31 .1 0. 20 13 Fr á st of nu n sj óð s 27 .0 4. 20 12 31 .1 0. 20 13 S veinn Rafn Sigur- jónsson, eða Svenni eins og hann er alltaf kallaður, hefur búið á götum Reykjavíkur- borgar í fimm ár. Við vorum búin að mæla okkur mót á „barnum hans“ þar sem hann segist vera hálfgerður heimagangur, til að ræða lífið á götunni og stöðu heimilislausra. „Ég er yfirleitt mættur þangað klukkan ell- efu á morgnana, í síðasta lagi tólf. Þá fæ ég mér kaffi og les blöðin,“ segir Svenni þegar við skipuleggjum viðtalið. Ég mætti þangað stundvíslega klukkan tólf á þriðjudegi en Svenna var hvergi að sjá. Þegar ég spurði bardöm- una vissi hún vel hver Svenni var en hann hafi tilkynnt henni í gær að hann væri ekki væntanlegur fyrr en seinna þennan daginn. Það fyrsta sem ég hugsaði var að Svenni ætlaði að svíkja mig og að hann væri eflaust bara þunnur einhvers staðar eða jafnvel drukkinn. Ég sótbölvaði sjálfri mér að hafa treyst því að útigangs maður myndi standa við fyrirhugað stefnumót. Engu að síður tók ég upp símann og hringdi í hann, því Svenni á gamlan farsíma sem er honum mikið öryggistæki. Þegar ég hélt að síminn væri að hringja út svar- aði Svenni: „Ég fór bara niður á Tjörn að gefa öndunum. Ég ákvað að það væri ekkert sniðugt að hittast á barnum mínum. Bara eigandans vegna langar mig ekki að tengja mig við þann bar,“ segir hann. Ég spyr hvar hann sé, virðist í fljótu bragði sem Svarta kaffi á Laugaveginum sé næsta kaffihús og bið hann að hitta mig þar. Þegar við erum sest spyr ég hann, líkt og alla aðra viðmæl- endur hvort hann vilji eitthvað að drekka. Eftir nokkra umhugsun segir hann: „Eina Stellu.“ Á bar- borðinu sé ég að Stella Artois er ein bjórtegundin sem er í boði. Í örskotsstund velti ég fyrir mér hvort það sé siðferðilega rétt að kaupa bjór handa viðmælanda en ég kemst fljótt að þeirri niður- stöðu að einn bjór geri varla útslagið, og panta bjór handa honum og kaffi handa mér. Hann segir dagana eins mis- jafna eins og þeir eru margir en það eru nokkrir fastir punktar í tilverunni. Einn þeirra er að gefa öndunum brauð. „Síðustu nætur hef ég fengið að sofa á sófanum hjá vini mínum. Eftir það fer ég yfirleitt á barinn minn og tek stöðuna. Síðan fer ég til Systra móður Theresu í Þingholtsstræti og fæ hjá þeim brauð handa önd- unum.“ Ég spyr hvort þær gefi honum brauðið til að hann sjálfir borði það eða endurnar viður- kennir Svenni að brauðið sé nú ætlað honum. „Þær gefa mér það en ég gef það frekar öndunum eða dúfunum eða þröstunum. Ég drekk svo mikinn bjór að ég hef eiginlega enga matarlyst. Ég reyni nú samt að borða eitthvað á hverjum degi. Stundum borða ég á Kaffistofu Samhjálpar. Síðan ráfa ég bara um bæinn. Þegar ég er í Gistiskýlinu þá erum við vaktir klukkan átta á morgnana. Ef ég var ekki farinn fyrir það þá gerði ég bara það sem ég þurfti að gera, henti vatni í skeggið á mér, greiddi hárið, setti í tagl og fór út.“ Stundum tengjast tveir eða fleiri heimilislausir um ákveðinn tíma og eyða þá deginum saman. „Í sumar fórum við oft til verts á Laugaveginum sem gaukaði oft að okkur bjór. Við fórum síðan upp á Arnarhól, horfðum á ljósin á Hörpu eða nýja varðskipið Þór. Oft fórum við í Fógetagarðinn og settumst undir fallegasta tré Reykjavíkur. Ég lít oft á Fógetagarðinn sem stofuna mína. Og stundum fórum við upp í Suðurgötukirkju- garð og settumst hjá leiði með einhverjum stærsta pottjárns- krossinum í garðinum.“ Lá slasaður í fimm tíma Svenni hefur verið algjörlega á götunni síðan árið 2008. Hann hafði lengi átt erfitt með að fóta sig í samfélaginu og segist hafa prófað öll vímuefni sem til eru en núna heldur hann sig við áfengið. „Ég byrjaði 14 ára að prófa díasepam og annað læknadóp. Einhvern veginn gerði ég mér grein fyrir að töflur væru ekki fyrir mig. Ég fékk bara algjöra andúð á pillum. Ég er svo blessunarlega laus við að vera í sterkum efnum. Ég þakka mínum sæla fyrir það. Ég veit að þá væri ég búinn að sitja 13 sinnum inni á Litla Hrauni og væri bara út úr heiminum.“ Hann var úti að hjóla á Hverfisgötunni upp úr klukkan eitt um morgun- inn fyrir fimm árum þegar hann lenti í afdrifaríku slysi. „Þarna kom allt í einu bíll sem ég hafði ekki séð, ég snöggbremsaði og steyptist fram fyrir mig. Í staðinn fyrir að nota hendurnar til að stoppa mig þá notaði ég höfuðið. Ég var þríhálsbrotinn, brotinn fimm sinnum í andliti, ég missti tennur, hluta af augnhvarmi og var saumaður yfir þvert andlitið frá enni og inn í vörina. Ég fannst fimm tímum eftir að slysið varð, um klukkan sex um morguninn. Þá var hringt á sjúkrabíl og ég lá inni í fimm daga. Eftir það var mér bara hent út með verkjalyf og læknirinn sagði mér að tala við sjúkraþjálfarann minn. Þegar ég var útskrifaður var ég í mikilli morfínvímu vegna sársaukans. Þetta er ógeðslegasta víma sem ég veit um. Ég hlaut alvarlegan framheilaskaða sem gerði það að verkum að ég er ekki alveg „að fúnkera.“ Ég var þunglyndur fyrir og það jókst. Ég er kvíða- sjúklingur og það jókst. Og lænirinn sagði mér bara að tala við sjúkraþjálfarann minn. Ég hef aldrei verið með sjúkraþjálfara.“ Eftir slysið var leiðin niður á við hjá Svenna og hefur hann búið á Framhald á næstu opnu viðtal 23 Helgin 29. nóvember-1. desember 201
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.