Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 11.11.2011, Qupperneq 2
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Láglendisvegir til skoðunar vestra Flugslysaæfing á Keflavíkurflugvelli Umfangsmikil flugslysaæfing verður á Keflavíkurflugvelli á morgun, laugardag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Isavia efna til hennar, að því er Víkurfréttir greina frá. Æfingin er almannavarnaæfing þar sem allir viðbragðsþættir fyrstu klukkustundir eftir slys eru prófaðir. Líkt er eftir flugslysi við lendingu á Keflavíkur- flugvelli og æfð samvinna viðbragðsaðila. Þátttakendur eru frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, flugvallarstarfs- menn, slökkvilið, lögregla, landhelgis- gæsla, björgunarsveitir, sjúkrahús, Rauði krossinn, flugrekendur og flugafgreiðslu- aðilar, prestar og rannsóknaraðilar ásamt samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík. Sjálfboðaliðar munu leika flugfarþega og aðstandendur, alls tæplega 300 manns. - jh 128 milljarðar til fræðslumála Heildarútgjöld til fræðslumála á síðasta ári námu 128,2 milljörðum króna eða 8,3 prósentum af landsframleiðslu. Þar af var hlutur hins opinbera 116,7 milljarðar króna en hlutur einkaaðila 11,5 milljarðar eða 9,0 prósent af útgjöldunum. Af heildar- útgjöldum hins opinbera árið 2010 runnu 16,2 prósent til fræðslumála. Sem hlutfall af landsframleiðslu hafa heildarútgjöld til fræðslumála hækkað úr ríflega 7,4 prósent af landsframleiðslu 1998 í rúmlega 8,3 prósent á árinu 2010, að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Af heildarútgjöldum til fræðslumála árið 2010 runnu um 11,5 prósent til fræðsluhluta leikskólans, 42,7 prósent til grunnskólans, 17,3 prósent til framhaldsskóla, 20,9 prósent til háskólastigsins og 7,6 prósent til stjórnsýslu menntamála og þátta sem ekki tilheyra ákveðnu skólastigi. -jh Matthías Á. Mathiesen látinn Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, lést í fyrradag á Hrafnistu í Hafnarfirði, áttræður að aldri. Hann var kjörinn á Alþingi árið 1959 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var þingmaður Reyknesinga samfleytt til 1991. Hann var fjármálaráðherra 1974-78, viðskiptaráð- herra 1983-85, utanríkisráðherra 1986-87 og samgönguráðherra 1987-88. -jh  Fasteignir FjárFestar utan evrópska eFnahagssvæðisins Blokkarkaup í gíslingu ráðuneytis Innanríkisráðuneytið hefur haldið kaupum erlends fjárfestahóps á lúxusblokkinni við Tryggvagötu 18 í gíslingu undanfarnar vikur að sögn seljenda. Hópurinn, sem samanstend- ur af mönnum hverra þjóðerni liggur utan evrópska efnahagssvæðisins, lagði inn umsókn um kaupin til ráðuneytisins fyrir tveimur mánuðum en enn bólar ekki á svari. Ástráður Haraldsson, skiptastjóri þrotabús Eignamiðj- unnar ehf., sem á blokkina, segir í samtali við Fréttatímann að málið sé á borði ráðuneytisins og hann skilji ekki hvað tefji að það sé klárað. Eignamiðjan var áður í eigu Karls Steingríms- sonar, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins segir, í samtali við Fréttatímann, að þessi mál taki yfirleitt nokkar vikur. „Tíminn ræðst meðal annars af því hvort nægar upplýsingar berist með umsókn og oft þarf að kalla eftir frekari gögnum og þá eru nokkrar vikur fljótar að líða,“ segir Jóhannes. Sex mál eru nú til meðferðar hjá ráðuneytinu að meðtaldri Grímsstaðaumsókn Kínverjans Huang Nubo sem varða fjárfestingar erlendra aðila. Þar fyrir utan hafa borist fyrirspurnir í síma og með tölvupósti en engar formlegar umsóknir komið í kjölfarið. -óhþ Tryggvagata 18 bíður nýrra eigenda. „Þegar horft er til þess að það varð eldgos, bankahrun, gengishrap og fleiri ferðir hingað til lands, þá er barnalegt að halda því fram að herferðin hafi ein og sér skilað þessari aukningu“  herFerðir inspired by iceland Óvíst um ágóða hundruða milljóna króna herferðar Aðjúnkt við Háskóla Íslands gagnrýnir að ekki hafi verið mældur nákvæmlega árangur af Inspired by Iceland-herferðinni áður en farið var af stað með nýtt átak sem kostar skattgreiðendur níu hundruð milljónir. Þ að hefur ekkert komið fram sem segir til um hver árangur-inn af Inspired by Iceland var. Við vitum hreinlega ekki hvort þetta var peningasóun eða ekki. Það er gallinn,“ segir Friðrik Eysteinsson, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Há- skóla Íslands, í samtali við Frétta- tímann. Friðrik hélt fyrirlestur í Há- skólanum á þriðjudag þar sem hann gagnrýndi litlar sem engar mælingar á árangri herferðarinnar sem kostaði 350 milljónir. „Miðað við þau gögn sem ég hef séð og þær þrjár kannanir sem birtar hafa verið þá sýna þær ekki neitt. Það er alveg ljóst að það gerist eitthvað og ferðamönnum fjölgar en það er ekki hægt að setja þetta eingöngu í samhengi við herferðina. Það hefði verið hægt ef ekkert annað hefði gerst en það varð eldgos og það varð bankahrun. Þegar landið hefur verið í heimsfréttum mánuðum saman þá hefur það áhrif,“ segir Friðrik. Hann segir menn hafa montað sig af 34 milljarða tekjuaukningu og þakka það herferðinni en sú nálgun haldi ekki vatni. „Eldgosið var ekki hættulegt og fældi ekki frá ferða- menn líkt og hryðjuverk eða mat- areitrun hefði gert. Þegar horft er til þess að það varð eldgos, bankahrun, gengishrap og fleiri ferðir hingað til lands, þá er barnalegt að halda því fram að herferðin hafi ein og sér skil- að þessari aukningu. Ég var nú bara að benda á það,“ segir Friðrik. Á fundinum á þriðjudag var hann harkalega gagnrýndur af aðilum innan ferðaþjónustunnar. „Það er skiljanlegt. Það eru miklir hags- munir í húfi og þeir eru allir í þá átt að fegra hlutina til að ná sem mestum pening út úr hinu opinbera í markaðs- setningu og kostnað henni samfara. Ég veit hins vegar að margir innan ferðaþjónustunnar eru sammála mér og finnst að það hefði ekki átt að fara í þetta þriggja ára verkefni Ísland allt árið án þess að hafa betri hugmynd um árangur Inspired by Iceland. Það mun kosta 900 milljónir af peningum skattborgara og ég held því óhikað fram að sú ákvörðunartaka sé ekki byggð á traustum grunni,“ segir Frið- rik. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Friðrik Eysteinsson gagnrýnir hversu litlar upplýsingar liggja fyrir um raunveruleg áhrif Inspired by Iceland. Ljósmynd/Hari Auglýsingaherferðin Inspired by Iceland er margverðlaunuð. Rætt var um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum í sérstakri umræðu á Al- þingi. Minnt var á þau sjónarmið heima- manna að vegur um Gufudalssveit skuli lagður um láglendi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði Vegagerðina nú kanna mögulegar leiðir í því sam- bandi, að því er innanríkisráðuneytið greinir frá. Ráðherrann sagði nokkra kosti í stöðunni, meðal annars jarðgöng gegnum Hjallaháls, líka þveranir fjarða. Ýmir kostir kæmu til greina meðal annars þverun Þorskafjarðar utarlega og annar kostur væri leiðin frá Reykhólasveit með langri þverun við mynni Þorskafjarðar, Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Ögmundur taldi leið um Teigsskóg út úr myndinni en aðrar láglendistillögur væru til skoðunar. -jh Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is 2 fréttir Helgin 11.-13. nóvember 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.