Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Side 62

Fréttatíminn - 11.11.2011, Side 62
62 matur Helgin 11.-13. nóvember 2011 Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku, í verslun okkar eða á kokka.is JÓ N S S O N & L E ’M A C K S • j l. is • S ÍA Bollaleggingar  Eldhúsáhöld F átt finnst fólki sem hefur brennandi áhuga á matargerð skemmtilegra en dútla í búðum sem selja eldhúsáhöld. En eins og með svo margt annað fer nýja brumið af og þá standa sérstakir og duglegir áhugamenn um búsáhaldabúð- ir frammi fyrir fullum skúffum og hillum af ónotuðum dýrum áhöldum sem á sínum tíma virtust svo nauð- synleg. Vissulega getur matvinnsluvél gert kraftaverk á skömmum tíma en góðir taktar með langan og vold- ugan kokkahníf er oft einfaldari leið að settu marki; minna að vaska upp auk þess sem velþjálfuð hnífafimi er góð leið til þess að fá nokkur „Wúúú...“ og nokkur „Aaaa...“ ef eldað er fyrir einhvern sérstakan. Auðvitað er afstætt hvað telst nauðsynlegt í eld- húsið og hvað ekki en eftirfarandi fimm hlutir komast nokkuð nálægt því að teljast ómissandi í hvert eldhús; óháð stærð þess og notkun. Góð regla er að kaupa frekar fá gæðaverkfæri en mikið af ódýru hálfeinnota dóti. -hari Oft er þörf en þetta er nauðsyn 1. Pottur með loki Nema að gengið sé út frá því að allir séu á hráfæði sem koma inn fyrir hússins dyr er pottur það nauðsynlegasta í húsinu. Ef það á bara að kaupa einn er um að gera að hafa hann sæmi- lega stóran, svo stóran að sjóða megi í honum spagettí. Þá er um að gera að láta seljandann ábyrgjast að eyru og handföng hitni ekki um of við suðu. Gott er líka að þessi sömu handföng séu ekki úr efni sem bráðnar ef þörf kallar á að honum sé skellt inn í ofn. Teflon pottar henta þeim sem eiga það til að brenna matinn við en elemineraðir pottjárnspottar fyrir þá sem vilja brenna hluti létt við og vilja leysa hálfbrennt gúmmelaðið upp með smá víndreitli og búa til góða sósu. 2. hnífur Það er fátt jafn pirrandi og sljór hnífur en það er líka fátt betra en tuttugu og fimm sentimetrar plús eðal kokkahnífur sem brytjar allt í spað. Svo er bara að æfa sig á ódýru grænmeti og passa puttana. Þvert á það sem menn kynnu að halda eru meiri líkur á að menn skeri sig, að hnífurinn hlaupi til ef hann er bitlaus. Muna svo að stála hnífinn reglulega því þá þarf aldrei að fara með hann til skósmiðsins og láta brýna upp á nýtt. 3. Panna Regla númer eitt er að aldrei skal kaupa pönnu sem getur ekki farið inn í ofn. Ef handfangið er úr plasti bráðnar það sennilega. Svo er það áferðin. Það eru fjórar höfuðtýpur til að velja úr: Með húð á borð við Teflon, úr stáli, ryðfríu stáli og pottjárni. Húðuð panna er þægileg. Hún er þó nær alveg karakter- slaus og erfitt er að ná góðri húð á steikina ef svo ber undir. Er eiginlega best til þess að steikja egg. Panna úr ryðfríu stáli verður aldrei til friðs. Maturinn festist við pönnuna en húðin sem hægt er að byggja upp á bæði venjulegu stáli og pottjárni festist ekki við þá ryðfríu. Byrjendur fá sér þá húðuðu, lengra komnir velja það sem ömmurnar völdu (en höfðu kannski ekki neitt val) sem er pottjárnspanna. Hún veitir þeim sem hugsar vel um gripinn ævilanga og góða þjónustu. Te ik in ga r/ H ar i

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.