Fréttatíminn - 15.03.2013, Síða 6
ÁRSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2013
Silfurbergi, Hörpu
Fimmtudagur 21. mars kl. 14-16
• Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra
Ávarp
• Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður
Ávarp
• Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Tækifærin í orku framtíðar
• Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Áhersla á lækkun skulda - rekstrarniðurstöður 2012
Fundarstjóri: Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
Orka til
framtíðar
Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn í Hörpu þann
21. mars kl. 14. Þar kynnum við fjárhag og framtíðaráætlanir
fyrirtækisins og leggjum mat á hvernig til hefur tekist.
Allir velkomnir
Skráning á www.landsvirkjun.is
Mikil upp-
bygging í
ferðaiðnaði
Mikil fjölgun ferðamanna
til landsins kallar á aukið
gistirými. Hótel spretta upp
um alla borg.
• Hótel Borg verður stækkað
um allt að 43 herbergi með
viðbyggingu á baklóð.
• Þann fyrsta júní opna Kea-
hótel nýtt hótel að Suður-
landsbraut 12. Heitir það
Reykjavík Lights. Á hótelinu
verða 105 herbergi.
• Kvosin Downtown Hotel
opnar á næstunni í Kirkju-
hvoli við Alþingishúsið með
hótelherbergjum af stærri
gerðinni auk glæsilegra
svíta.
• Stefnt er að byggingu stórs
hótels við hlið Hörpunnar,
þó útlit sé fyrir að ekkert
verði af því að það tilheyri
Marriott-keðjunni eins og
til stóð.
• Við Hlemmtorg er unnið að
því að opna hostel.
• Í Landsímahúsinu við
Austurvöll er ráðgert að
opnað verði hótel með 150-
160 herbergjum.
• Unnið er að því að opna
hótel í gömlu Heilsuvernd-
arstöðinni.
O kkar hugmynd hefur alltaf verið að halda uppi sögu Slippsins, alveg frá því við keyptum húsið árið 2003. Ef
af þessari stækkun verður getum við fengið
að klára þessa hugmyndafræði og það er það
sem við erum að vinna að með skipulagsyfir-
völdum núna,“ segir Jens Sandholt hjá Slipp-
urinn fasteignafélag. Fyrirtækið á húsnæði
Icelandair hótel Reykjavík Marina við Mýrar-
götu.
Greint var frá því í Viðskiptablaðinu fyr-
ir skemmstu að til standi að byggja við og
stækka hótelið, sem opnað var í fyrra og hef-
ur notið mikilla vinsælda. 108 herbergi eru í
hótelinu nú en verði af stækkuninni bætast við
60-90 herbergi.
Hótelið verður stækkað til vesturs og því
vakna upp spurningar hvað verði um tvö eldri
hús sem standa við hlið lóðarinnar, hús núm-
er 14 og 16 við Mýrargötu. Jens staðfestir að
fyrirtæki hans hafi keypt húsin, húsið númer
14 fyrir tæpu ári og hús númer 16 á dögunum.
„Þetta er á viðkvæmu stigi en ef við förum
út í að stækka er hugmyndin að tengja húsin
við hótelið. Þarna verði litlar hótelíbúðir, svít-
ur. Undir eldra húsinu er gamall steinkjallari
sem gaman væri að gera að huggulegri setu-
stofu,“ segir Jens sem ítrekar að allt sé þetta
á hugmyndastigi enn sem komið er. Gangi
áætlanirnar eftir verður skipulag svæðisins
kynnt á næstunni og framkvæmdir gætu haf-
ist í haust. Jens reiknar með að þær gætu tekið
um 12-14 mánuði.
Reykjavík Marina hefur slegið í gegn síðan
það var opnað í apríl í fyrra. Veitingastaður
hótelsins, Slippbarinn, hefur notið fádæma
vinsælda. Að sögn Hildar Ómarsdóttur, for-
stöðumanns Sölu- og markaðssviðs Icelandair
Hotels, hefur hótelið verið nánast fullnýtt all-
an þennan tíma. „Gestirnir hafa verið mjög
ánægðir. Þetta sýnir okkur hvað það er mikil-
vægt að standa vel að þessari uppbyggingu,
að skapa eitthvað sem bæði útlendingum og
Íslendingum hugnast. Ferðamennirnir vilja
vera þar sem Íslendingarnir eru,“ segir hún.
Jens Sandholt og Einar S. Ágústsson,
meðeigandi hans, hafa sömuleiðis tröllatrú
á svæðinu í kringum Slippinn. „Þetta svæði
er á hraðri uppleið. Þarna er mikið mannlíf
og það eru að spretta upp áhugaverðir hlutir
og fyrirtæki. Við viljum halda í gömlu Slipps-
stemninguna, halda í söguna og erum tilbúnir
að gera allt til þess. Við höfum safnað gömlum
myndum og fréttum um Slippinn og erum með
ágætis safn um hann. Því einhvern tímann fer
hann og þá er enginn betri en Icelandair Hot-
els til að halda minningunni á lofti.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
SkipulagSmál uppbygging við ReykjavíkuRhöfn helduR áfRam
Tvö eldri hús verði hluti af Reykjavík Marina
Mikil uppbygg-
ing hefur verið
við Reykjavíkur-
höfn síðustu
misseri.
Veitingastaðir
spretta upp og
mannlífið er
blómlegt. Hót-
elið Reykjavík
Marina hefur
slegið í gegn og
nú eru áform
uppi um að
það stækki til
vesturs.
Uppbyggingin
á hafnar-
svæðinu
heldur áfram.
Áætlanir eru
uppi um að
Reykjavík
Marina
þenjist út
til vesturs.
Tvö eldri hús
verða hluti af
hótelinu. Ljós-
mynd/Hari
6 fréttir Helgin 15.-17. mars 2013