Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 28
Gegn krabbameini í körlum Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins ® Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg . nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki og ekki má reykja samhliða notkun Nicotinell Fruit. Ráðlagður skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1 2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú hefur: ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins,fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár eða gervitennur. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ N IC 13 01 02 Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins Mottumars. Mundu að það eru bláu pakkarnir frá Nicotinell sem styrkja gott málefni. 100 KRÓNUR og útliti kvenna og karla. Slíkt megi greina í fjölmiðlum, á bloggsíðum, í auglýsingum. Hún nefnir sértaklega bloggfærslu eftir þekkta blaðakonu um söngkonuna Adele þar sem höfundur sagði það í lagi að benda á holdarfar söngkonunnar, því hún væri jú feit. „Fitufordómar eru einu staðalmynda- fordómarnir sem eru samþykktir. Það þykir eðlilegt að rakka niður feita. Ef einhver er með kynþáttafordóma þá, sem betur fer, rísa allir gegn því. En það er eins og það sé samt í lagi að hafa fordóma gagnvart þeim sem eru feitir eða örlítið þéttari. Það kemur til dæmis engum við að söngkonan Adele sé feit. Það að einblína á holdarfar hennar, sem er reyndar langt frá því að vera eitt- hvað óheilbrigt eða hættulegt, er gott dæmi um hve rótgrónir þessi fordómar eru. Og þegar það er verið að benda á að hún sé feit þá er það alltaf á þann hátt að það sé henni til smækkunar. Það er nefnilega ekki verið að segja; „hún er feit og líka ótrúlega margt annað frábært“. Þvert á móti þá þykir það slæmt. En af hverju? Hún er frábær söng- kona, móðir, heilbrigð, hamingjusöm og á toppi ferils síns. Fyrir það er hún aðdáunar- verð. Það kemur engum við hvernig líkami hennar er.“ Júlía fékk tíma hjá heimilislækni á 25 ára afmælisdaginn sinn þegar hún var loks búin að taka ákvörðun um að leita sér hjálpar. Hún sat því á biðstofu, full kvíða en þó með- vituð um það að hún væri að taka risavaxið skref í átt að heilbrigði. Það var alls ekki átakalaust. „Ég sat þarna hjá lækni á afmælinu mínu og fór að setja í samhengi við fyrri afmælis- daga. Ég var vön að baða mig í athygli vina og ættingja, borða góðan mat og skemmta mér ærlega. Núna sat ég hinsvegar og beið þess að ræða uppköst og svelti við lækninn minn. Mér fannst þetta svo brenglað og velti því fyrir mér hvað mér hefði fundist um ná- kvæmlega þessa senu nokkrum árum áður.“ Eftir að hafa ráðfært sig við lækni segir Júlía að henni hafi létt talsvert. Á leiðinni heim hitti hún fyrir manneskju sem hún þekkti. Sú manneskja hrósaði henni fyrir útlitið og bað hana um ráð um hvernig losna mætti við „aukakílóin“. „Ég var í andlegu sjokki eftir læknisheim- sóknina á leið minni heim þegar ég mæti manneskju sem ég þekki. Ég vissi það um leið hvað hún væri að fara að segja. Hún var sigri hrósandi og voða glöð fyrir mína hönd. Sagði mig alveg óþekkjanlega og ég þekkti ræðuna sem á eftir kom. Hún spurði mig hvernig ég hefði farið að þessu en ég hafði verið spurð svo oft að því áður. Samt er ég er augljóslega síðasta manneskjan til þess að gefa megrunarráð. Fólk er velviljað, og hún hélt bara að þetta væri uppbyggilegt hrós. En ég hugsaði oft um hvað myndi gerast ef ég svaraði bara hreinskilið og segði að mér liði ógeðslega illa og hefði farið hryllilega og óheilbrigða leið sem ég óskaði engum að gera við að ná þessu markmiði sem virðist vera það göfugasta sem þekkist, að grenn- ast.“ Þarf að uppræta líkamsfordóma Júlía segir það mikilvægt að knýja fram hugarfarsbreytingu í samfélaginu til þess að uppræta líkamsfordóma og koma þannig í veg fyrir sjúkdóma af þessu tagi. Það sé valdið sem breyti samfélagsálitinu og það þykir ekki bara fallegt að vera mjór af ástæðulausu. Það sé vegna þess að einhver hafi ákveðið að svo væri. „Ég veit ekki hvort þú manst eftir mynd sem að gekk milli manna í netheimum af stjörnum frá 6. áratugnum sem voru með þéttar línur og allir dáðu. Á sömu mynd voru konur á sama stalli, nokkrum áratugum síðar. Munurinn er sláandi. Þær eru miklu mjórri nú en áður og þarna sést það vel hvernig fegurðarmat er ákveðið, og það er hættulegt. Ég er samt alls ekki að segja að það sé óheilbrigt að vera mjór, það er óheil- brigt að vera vannærður.“ Júlía segir að heilbrigði felist í því að sætta sig við það sem maður sé. „Það er fallegt að sættast við líkama sinn, það er fegurð og það að vilja uppræta fitufordóma snýst um að uppræta þá hugmynd um að allir eigi að passa inn í eitthvað eitt mót. Ef að maður er grannur og heilbrigður þá er það bara fínt svoleiðis líka ef þú ert feitur og heilbrigður. Það er svo vont að samfélagið skuli ýta undir að fólk skuli endalaust vilja breyta sjálfu sér. Ég vildi að ég hefði ekki fundið mig knúna til að breyta mér. Þess vegna vil ég að samfé- lagið breytist.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Lystar- stol herjar aðallega á stúlkur eða í 90% tilfella. „Það er svo vont að samfélagið skuli ýta undir að fólk skuli endalaust vilja breyta sjálfu sér. Ég vildi að ég hefði ekki fundið mig knúna til að breyta mér. Þess vegna vil ég að samfélagið breytist.“ 28 úttekt Helgin 15.-17. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.