Fréttatíminn - 15.03.2013, Síða 41
12.30 Setning og hádegisverður
13.00 Ávarp: Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
13.20 Ræða formanns SVÞ: Margrét Kristmannsdóttir
13.45 Digital Society and Digital Business: Are you ready?
Dr. Sandra Sieber prófessor við IESE viðskiptaháskólann
í Barcelona
14.45 Kaffihlé
15.05 Afhending gagna fyrir aðalfund
15.15 Hefðbundin aðalfundarstörf skv. 13. gr. og 20. gr.
samþykkta SVÞ
15.45 Dagskrárlok
Fundarstjóri: Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta hf.
Skráning á svth@svth.is eða í síma 511 3000.
VIÐSKIPTI Í BREYTTU
UMHVERFI
Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, verður haldinn
fimmtudaginn 21. mars kl. 12.30 í Gullteigi, Grand Hóteli Reykjavík.
Margrét
Kristmannsdóttir
Steingrímur J. Sigfússon
Dr. Sandra Sieber Steinn Logi Björnsson
Um rannsókn
GUðrúnar sesseljU
Meginmarkmiðið var að
athuga hvort um ólíka hópa
gerenda væru að ræða eftir
því hver tengsl þeirra við
þolendur voru. Rannsóknin
er liður í að auka þekkingu
á kynferðisbrotum en mikil-
vægt er að hafa í huga að
niðurstöðurnar lýsa aðeins
þeim kynferðisbrotum sem
fara fyrir dóm og takmark-
ast við upplýsingar sem
gefnar eru upp í dómsskjöl-
um hverju sinni. Ekki ætti að
alhæfa um kynferðisbrot á
Íslandi út frá þeim.
Börn sem Brotamenn
Samkvæmt rannsókn Ólafs Arnar
Bragasonar báru gerendur yngri en
18
ára ábyrgð á 26 kynferðisbrotum á
Íslandi árið 2010 (þar af
92%
drengir). Miðað við afbrotatölfræði
ríkislögreglustjóra frá því sama ári
er það
8%
af þeim heildarfjölda brota það ári.
að flest brotin eiga sér stað innan
fjölskyldu og þá eiga gerandi og
þolandi sameiginleg heimkynni.
En ástæður fyrir því að algengt er
að brotið sé gegn börnum á þeirra
eigin heimilum eru væntanlega
þær að börn verja mestum tíma
á heimilum sínum og ef gerandi
hefur aðgang að heimilunum þá er
hann líklegur til að koma sér í þá
aðstöðu sem hann kýs.
Um 6 % gerenda höfðu framið
kynferðisbrot áður. Tæplega einn
af hverjum fimm gerendum hefur
gerst sekur um annarskonar alvar-
leg brot.
Hótanir sem beinast að börnum
snúast í flestum tilfellum um að
börnin þegi yfir brotunum (hót-
un/þagmælska) Þegar um lokkun
var að ræða, kom í ljós að í 21,5%
tilfella sem beindust að börnum
hafði gerandi beitt einhverskonar
lokkun. Líkamlegt ofbeldi við
verknaðinn var í 6,7% tilfella þar
sem þolendur voru börn.
Um tveir af hverjum fimm játaði
verknað sinn fyrir dómi. Að sögn
Guðrúnar Sesselju er möguleg
skýring á því hvers vegna þeir sem
brjóta gegn börnum játi frekar en
þeir sem brjóta gegn fullorðnum
sú að þeir sem brjóta gegn börnum
hafa framið brot sem eru að engu
leyti réttlætanleg og þeir sjái jafn-
vel eftir þeim.
Fáir leita sér hjálpar
Erfitt er að meta hversu stór hluti
kynferðisbrotamanna leitar sér
meðferðar við vanda sínum, að
sögn Guðrúnar Sesselju, en miðað
við það sem kom fram í niðurstöð-
unum þá höfðu þeir sem ákærðir
voru fyrir brot gegn börnum
frekar leitað sér meðferðar heldur
en þeir sem höfðu verið ákærðir
fyrir brot gegn fullorðnum og al-
gengast var að sú meðferð væri hjá
sálfræðingi. Erlendar rannsóknir
hafa sýnt fram á að algengt er að
tæplega helmingur þeirra sem
höfðu brotið gegn barni upplifðu
mikinn kvíða í kjölfar brotanna þó
svo að ekki hafi verið komið upp
um þá.
Þegar tekin eru saman brot
gegn börnum þar sem gerandi
brýtur einungis á þolendum innan
fjölskyldu, þá má sjá að í 39 af 67
tilfellum var um blóðtengsl að
ræða. Það gerir meirihluta tilfella
eða 57,8%. Þá kom í ljós að hlut-
fallslega notuðu gerendur oftar
lokkun þegar þeir höfðu ekki fjöl-
skyldutengsl við þolendur.
Athyglisvert var að í einum af
hverjum tíu dómum voru börn
á einhverjum tímapunkti undir
áhrifum áfengis þegar brotið var
gegn þeim. Börn sem voru undir
áhrifum vímuefna þegar brotið
var gegn þeim voru allt stúlkur á
aldrinum 11 - 17 ára og voru tengsl
þeirra við gerendur ýmiskonar. Í
tilfelli yngstu stúlkunnar, sem var
11 ára, hafði 16 ára frændi hennar
margsinnis haft samræði við hana
og einnig gefið henni vímuefni,
hann var fundinn sekur. Ein
stúlka, 12 ára að aldri, hafði farið
í partý til 20 ára geranda þar sem
hann gaf henni áfengi og hafði
svo samræði við hana þrátt fyrir
neitun hennar.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
tenGsl
145
Algengast
er að gerandi og
þolandi þekkist eða í
játuðu brot gegn börnum.
41,3%
játninGar
úttekt 41 Helgin 15.-17. mars 2013