Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Qupperneq 52

Fréttatíminn - 15.03.2013, Qupperneq 52
52 fermingar Helgin 15.-17. mars 2013 F jölmiðlastjarnan Helgi Seljan fermdist á Reyðarfirði árið 1993. Hann segist aðspurður ekki trúa á guð í dag. „ Ég trúi Davíð presti hins vegar,“ segir hann kím- inn. Fermingarmyndin af Helga virðist við fyrstu skoðun fremur hefð- bundin. Ungur piltur með körfubolta í annarri gefur lítið annað uppi en að brennandi áhugamaður og virkur körfuboltaspilari sé þar á ferðinni. Svo er hinsvegar ekki. Helgi er ekki mjög góður í körfu. „Sko, ég þurfti að fara úr veislunni minni til þess að fara í myndatök- una. Ég fór því með afa og sagði við hann á leiðinni að ég vildi hafa eitt- hvað með mér, þar sem mér fannst sem hefðbundin myndataka væri svo hallærisleg. Ég kom því við á leiðinni, heima hjá Andra Frey þar sem enginn var heima. Þau voru auð- vitað öll í veislunni minni. Hurðin var ólæst eins og gengur í sveitinni og ég fór því inn og náði mér í þennan körfubolta. Þegar ég hugsa betur út það, þá er ég ekki viss um að ég hafi nokkurn tímann skilað honum,“ rifjar Helgi upp. Hann segir að besta við þetta allt saman sé að hann hafi aldrei verið neitt sérstaklega gefin fyrir körfu- boltaspil, hann hafi hins vegar verið meira í handbolta. „Það var bara ekki alveg boðlegt að vera með handboltann og harpix klessurnar á fermingarkyrtlinum. En fyrir vikið halda allir að ég sé mjög góður í körfu sem er mjög fyndið.“  Fermingarmyndin Helgi Seljan Skilaði Andra aldrei boltanum Fjölmiðla- og Kastljósstjarnan Helgi Seljan fermdist á Reyðarfirði. Hann fór í hefðbundna ferm- ingarmyndatöku, en ákvað á síðustu stundu að lífga aðeins upp á hana með stolnum körfubolta sem hann náði í heima hjá útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni. Það gerði Helgi á meðan fjölskylda Andra var ennþá í fermingarveislunni hans. Fyrir vikið halda allir að ég sé mjög góður í körfu sem er mjög fyndið. Fermingartilboð Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is Rúmföt frá 8.390 kr Dúnsæng 24.990 kr 100% Pima bómull 100% andadúnn Fermingargjöfin fæst í Líflandi Lífland hefur að bjóða frábærar gjafir fyrir æsku landsins. Vandaðar og notadrjúgar flíkur með klassísku sniði. Fatnaður fyrir unga hestamenn, beisli, hnakkar og aukahlutir í úrvali. Lífland verslun Akureyri | Lónsbakka 601 Akureyri | sími 540 1150 Lífland verslun Reykjavík | Lynghálsi 3 110 Reykjavík | sími 540 1125 www.lifland.is Stefán Bogi Gull og silfursmiður Skólavörðustígur 2 S. 552 5445 Margar gerðir af búningasilfri. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur www.thjodbuningasilfur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.