Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 14
Tapaði fyrir Teiti Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi forstjóri Kögunar, tapaði meiðyrðamáli sem hann höfðaði vegna skrifa bloggarans Teits Atlasonar. Gunnlaugi og eiginkonu hans var gert að greiða Teiti 1,5 milljónir króna í málskostnað. Þau íhuga að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Sagan af Brio lestinni Stelpur og strákar og strákastelpur É g á tvær dætur og einn son (auk þriggja stjúpbarna af báðum kynj­um). Sjálf er ég svokölluð stráka­ stelpa sem gekk aldrei í kjólum, fannst skemmtilegast í stærðfræði og lék mér aldrei með dúkkur. Ég held ég hafi eign­ ast fyrstu háhæluðu skóna mína 28 ára þó svo að nú hafi ég lagt alla háa hæla á hilluna (þeir eru bara svo óþægilegir). Ég var heilbrigð, orkumikil, sjálfstæð íþróttastelpa sem átti auðvelt með að læra. Ég eignaðist eldri dóttur mína 25 ára og gerði ráð fyrir því að hún væri eins og ég. Safnaði Brio lestum og boltum og púslum handa henni og hlakkaði til að leika við hana með þessu áhugaverða dóti. Hún hafði nákvæmlega engan áhuga. Þegar hún var níu mánaða var hún farin að hafa skoðun á því í hvaða fötum hún væri. Ég var 25 og mér var alveg sama hverju ég klæddist sjálf. Boltar vöktu engar tilfinningar með henni og Brio lestin lá óhreyfð ofan í skúffu árum saman. Hún neitaði að ganga í buxum þangað til hún var sjö ára og fór alla leið í hlutverkaleikjum með vinkonum sínum þar sem kvenleikinn var bara eitt: þær voru mömmur. Svo liðu níu ár og ég eignaðist aðra dóttur og son tveimur árum þar á eftir. Ég varð því þeirra gæfu aðnjótandi að fá að ala upp saman dreng og stúlku. Og hvílík lífsreynsla. Stúlkan bar þess fljótlega merki að hún yrði eins og ég. Var farin að skríða fimm mánaða (ég sver það) og var afskaplega lítið kjurr. Þarna var strákastelpan mætt. Eldklár og fljót að öllu, búin að læra alla stafina tveggja ára og farin að stauta í gegnum orð þriggja ára og segja heilu sögurnar. Teiknaði fólk og dýr og hin minnstu smáatriði fjögurra ára. Afskaplega dugleg. En hún hafði engan áhuga á boltum. Og Brio lestin vakti engan áhuga. Ég skildi þetta ekki. Svo kom drengurinn. Ég var farin að hafa smá áhyggjur af greind hans um tveggja ára aldurinn því hann hafði engan áhuga á að læra stafina. Hann kunni varla að halda á blýanti þriggja ára og fjögurra ára fékk ég heim myndir úr leikskólanum sem voru bókstaflega bara krot í hringi. En hann kann að sparka í bolta. Og loksins sýnir einhver Brio lestinni áhuga. Hann getur leikið sér með bíla klukkutímunum saman og búið til hin ótrúlegustu hljóð þegar árekstrar verða eða stórslys eða sprengingar. Og vegna þess að hann á tvær eldri systur nálægt í aldri ólst hann upp við prinsessumyndir (því þær vildu aldrei neitt annað). En þrátt fyrir það hefur hann gríðarlegan áhuga á byssum og sverðum og skjöldum og spjótum og bogum og hnífum og nánast hvaða vopni sem hugsast gat. Svo að ég ákvað að ræða við leikskóla­ kennarann um þessar teikningar hans. „Elskan mín, hafðu engar áhyggjur. Drengir teikna hreyfingu á meðan stúlkur teikna fólk,“ sagði kennarinn. Ég fór heim og skoðaði myndirnar með syn­ inum og spurði hann hvað væri á þeim. „Stormur,“ sagði hann um eina. „Haust og laufin að fjúka,“ sagði hann um hina. Þetta var uppgötvun. Og ég fór að hugsa. Ég er alin upp í femínismanum sem sagði okkur að það væri enginn munur á kynjunum. Konur og karlar væru eins – það væri einungis samfélagið sem skip­ aði þeim í ólík hlutverk. Hin síðari ár hefur þetta breyst og nú hafa framfarir í tækni sýnt fram á að heili stúlkna og drengja þroskast með mismunandi hætti þó svo að sumir fræðimenn, líkt og Lise Eliot, taugasérfræðingur í læknadeild Rosalind Franklin University, haldi því fram að munurinn sé fyrst og fremst umhverfislegur. Ég veit það ekki. Auðvitað eru for­ eldrar ekki einu áhrifavaldarnir í lífi barna en ég reyndi eins og ég gat að gera strákastelpu úr elstu stelpunni minni. Ekki séns. Það er enn smá von með hina yngri. Hún er allavega byrjuð á fótboltaæfingum gegn því að fá líka að vera í fimleikum. Og sonurinn... strákur fyrir allan peninginn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Dómi fagnað Bloggarinn Teitur Atlason kom því í stuttu máli að á Facebook að hann hefði haft betur í dómsmáli sem Gunnlaugur Sigmundsson höfðaði gegn honum. S I G U R !!!! Teitur Atlason Gleðitárin streyma. Til hamingju Teitur og Ingunn! Frábær niðurstaða. Tek ofan fyrir Þórði S. Gunnarssyni, dómara. Lára Hanna Einarsdóttir Jei og jibbýkóla, þetta eru góðar fréttir. Vel gert Rut. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Frábært, innilega til hamingju! Guðríður Haraldsdóttir Réttlætið sigrar Pálmi Gunnarsson HeituStu kolin á Í skjóli verjenda Gleðin var öllu minni í stöðuupp- færslum á Facebook þegar fréttist að Baldur Guðlaugsson starfaði á lögfræðistofunni LEX á meðan hann lýkur afplánun fangelsisdóms fyrir innherjasvik. Það er hægt að galdra fram peninga (löglegt) en svo er líka hægt að baldra fram peninga (ólöglegt). Anna Helgadottir Væri kannski gagnlegt og í anda gagnsæis að fá nákvæma útlistun á því hvað það er nákvæmlega sem hann gerir á LEX sem flokkast undir sam- félagsþjónustu? Birgitta Jónsdóttir Mér finnst að fólk megi gera örlítið meiri siðferðilegar kröfur til sjálfs sín og dylgja ekki um að Baldur Guðlaugsson hafi framið lögbrot með því að selja ríkis- skuldabréf sín þegar hann fór í afplánun. Ekkert bendir til þess að hann hafi haft meiri upplýsingar en aðrir um umrædda lagasetningu. Jafnvel má telja það sér- staklega ólíklegt að sá þröngi hópur sem um þetta makkaði hafi upplýst hann um það. Gunnlaugur Jónsson Fær einróma lof fyrir Djúpið Djúpið, kvikmynd Baltasars Kormáks, sem forsýnd var um síðustu helgi og frumsýnd verður í kvöld, föstudag, hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Þá hefur leikstjórinn tryggt sér kvikmyndaréttinn á tveimur af höfuðverkum Halldórs Laxness, Gerplu og Sjálf- stæðu fólki. Góð vikA fyrir Baltasar Kormák kvikmyndaleikstjóra Slæm vikA fyrir Gunnlaug M. Sigmundsson, fyrrverandi forstjóra Kögunar Ég reyndi eins og ég gat að gera strákastelpu úr elstu stelpunni minni. Ekki séns. 100% HÁGÆÐA PRÓTEIN HLEÐSLUSKYR ER HOLL NÆRING. ÞAÐ HENTAR VEL Í BOOST-DRYKKI EÐA SEM MÁLTÍÐ OG ER RÍKT AF MYSUPRÓTEINUM. SMAKKAÐU ÞAÐ HREINT EÐA BRAGÐBÆTT. NÝTT Ríkt af mysupróteinum Lífið er æfing - taktu á því ÍS L E N SK A S IA .IS M S A 6 04 35 0 7/ 12 14 fréttir Helgin 21.-23. september 2012 vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.