Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 21.09.2012, Blaðsíða 25
Baltasar hefur nýlokið tökum á spennumyndinni 2 Guns með Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlutverkum. Wahlberg og Balt- asar kynntust við gerð Contraband og varð svo vel til vina að þeir hyggja á enn frekara samstarf. Wahlberg er meðal annars öflugur sjónvarpsframleiðandi og hann hefur beðið Baltasar um að leikstýra fyrsta þættinum í seríunni Missionary sem gerist í Austur-Þýskalandi á kalda- stríðsárunum. „Hann er líka með nokkrar myndir í huga sem hann hefur verið að bjóða mér að gera með sér. En ég er líka með önnur plön. Við höfum náð rosalega vel saman. Hann hringdi í mig eftir frumsýn- inguna á Djúpinu í Toronto. Óskaði mér til hamingju, sagðist sakna mín og að hann vildi fara að fá mig heim. Við spiluðum körfubolta saman um helgar.“ „Hann er ofboðslega viðkunnan- legur náungi,“ segir Lilja. „Rosalega klár gæi.“ „Mark er flottur strákur sem er búinn að gera það djöfulli gott,“ bætir Baltasar við. Spilaði körfu með Wahlberg Mark Wahlberg lék á móti George Clooney í Perfect Storm þar sem notast var við tölvugerðan öldugang ólíkt því sem sést í Djúpinu þar sem hafið við strendur Íslands fær að njóta sín í öllu sínu veldi. gert með tölvubrellum og vatns- gusum úr einhverjum fötum. Það er bara staðreynd. En að hvolfa bát, vera inni í honum á meðan og skríða upp á kjölinn þegar hann er að sökkva. Ég veit ekki til þess að menn hafi áður farið svona langt með þetta. Ég er ekki einu sinni viss um að menn gætu gert þetta svona annars staðar, til dæmis í Bandaríkjunum, út af trygginga- málum. Þegar ég sagði frá þessu þegar við frumsýndum Djúpið á Toronto-hátíðinni þá trúði fólk þessu einfaldlega ekki.“ „Það eru líka ekki allir jafn bil- aðir og þú. Það er bara þannig,“ segir Lilja og hlær dátt. Baltasar heldur áfram og lýsir einu magnaðasta atriði myndarinn- ar þegar bátnum hvolfir og sjórinn fossar inn. „Þá vorum við með myndavél sem var fest á bátinn og hún fór bara niður á botninn með honum og við þurftum að kafa eftir henni.“ Leikarinn Björn Thors verður fyrir gusunni í myndinni og Balt- asar var með honum í bátnum þegar ósköpin dundu yfir. „Við Bjössi Thors vorum þarna saman inni í bátnum og þetta var alveg magnað upplifelsi. Þetta er svo svakalegt magn af sjó sem kemur inn á stuttum tíma og þegar maður er í þessari stöðu áttar maður sig á hversu vonlaust þetta er.“ Baltasar bendir á að þeir hafi þó sviðsett sjóslysið uppi við bryggju en samt hafi hann fundið ógnina sem felst í því þegar bátur fyllist af sjó á augabragði. „Við þurftum beinlínis að gera þetta við bryggju einfaldlega til að geta velt bátnum en samt fann maður hversu lítinn séns þessir menn eiga. Maður verð- ur svolítið auðmjúkur þegar maður áttar sig á þessu afli sem maður á ekkert í þótt maður telji sig yfir- leitt færan í flestan sjó. Kannski er maður að segja svona sögur vegna þess að mann langar til að upplifa reynslu annarra eða eitthvað álíka.“ Vonin lifir Baltasar heldur áfram og útskýrir hvernig hann sér sögu Guðlaugs í stærra samhengi. „Þegar ég fór að pæla í þessu þá áttaði ég mig á að það hefur aldrei verið gerð mynd um íslensk sjóslys. Samt eru þau einhver stærsti marbletturinn á þjóðinni. Allir eiga afa, föður, bróður, frænda eða einhvern sem hefur farið í sjóinn þannig að þessi saga er að mörgu leyti heppilegri en margar aðrar. Þegar maður pælir í þessu koma alls konar sjó- slys upp í hugann en þarna er líka vonin. Það lifir einhver af. Og með því að segja að í raun og veru sé það kraftaverk að einhver lifi af þá ertu að segja sögu allra hinna. Hversu litla möguleika þeir hafa átt og við hvaða aðstæður þeir hafa unnið í gegnum tíðina. Með því að segja að það sé kraftaverk að einn lifir af kemur tilfinningin fyrir því hversu ofboðslega berskjaldaðir sjómenn eru. Jafnvel enn þann dag í dag með alla tæknina og búnaðinn sem þeir hafa núna.“ Lífsbarátta í grimmu landi Baltasar fléttar eldgosinu í Eyjum snilldarvel saman við sögu Guð- laugs en þegar persóna Ólafs Darra er að missa móðinn í fimm gráðu köldum sjónum flæða minningar um gosið áratug áður fram og ein- hvern veginn er eins og kraftur gossins keyri lífsvilja persónunnar upp. Baltasar hafði ýmsar ástæður fyrir því að koma gosinu að en ein þeirra er gamall draumur hans um að segja sögu úr Eyjagosinu á filmu. „Í undirbúningnum las ég allt sem ég gat fundið um sjóslysið 1984 og öll viðtöl við Guðlaug og þar kom þetta fram einhvers staðar. Auðvitað voru minningarnar úr gosinu sterkustu minningarnar Framhald á næstu opnu 5 stjörnu FIT Innifalið: • Lokaðir tímar 3x í viku • Leiðbeiningar um mataræði sem er sérstaklega samsett til að tryggja þátttakendum 5 stjörnu árangur • Hvatning, fróðleikur og hollar og góðar uppskriftir frá Ágústu Johnson og Guðbjörgu Finns • Mælingar og vigtun fyrir og eftir fyrir þær sem vilja • Dekurkvöld í Blue Lagoon spa • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum • 10% afsláttur af öllum meðferðum Blue Lagoon spa Nýttu þér reynslu okkar og þekkingu til að ná 5 stjörnu formi. Hentar jafnt byrjendum sem vönum. Verð 25.900 kr. Meðlimir Hreyfingar 16.900 kr. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is Breyttu línunum og tónaðu líkamann í sitt fegursta form. Við höfum sett saman nýtt æfingakerfi byggt á kerfi sem hefur slegið rækilega í gegn í New York. Það sameinar margar ólíkar styrktaræfingar sem móta og tóna vöðva líkamans á áhrifaríkan hátt. Æfingarnar eru rólegar, krefjandi og gerðar til að breyta línum líkamans á kerfisbundinn hátt. Áhersla er lögð á þægilega tónlist. • Handklæði við hverja komu • Aðgangur að heitum potti, hvíldaraðstöðu og afnot af slopp í Blue Lagoon spa • Kísilleirmeðferð í Blue Lagoon spa Tilboðsverð 12.590 kr. (fullt verð 20.900 kr.) 5 stjörnu viðbótardekurpakki 40% afsláttur fyrir þátttakendur í 5 stjörnu FIT Náðu 5 stjörnu formi viðtal 25 Helgin 21.-23. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.