Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Side 28

Fréttatíminn - 21.09.2012, Side 28
Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda. Net fang: baekur@simnet . is Til bókaútgefenda: Bókatíðindi 2012 Skráning nýrra bóka í Bókatíðindi 2012 er hafin. Útgefendur eru hvattir til að skrá bækur sínar sem allra fyrst en lokaskil vegna kynninga og auglýsinga er 19. október. Bókatíðindum verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi. Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2012 er til 8. október nk. www.bokautgafa. is Íslensku bókmenntaverðlaunin Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Handklæði 40% afsláttur Margar gerðir Einstök mýkt þá kemur svo mikið af sálarlausu drasli þaðan að það er með ólík- indum. Við sjáum bara toppinn. Það besta. Og sumt af því er meira að segja leiðinlegt.“ Öruggt skjól á Íslandi „Þetta er miklu meira upp á líf og dauða í Bandaríkjunum. Ég er í algerri lúxusstöðu vegna þess að ef það gengur ekkert frábærlega þar þá get ég alltaf komið heim í allan þennan pakka og gert myndir hér. Ef þetta fólk þarna gerir ein mistök. Eitt flopp. Þá er það bara farið og þetta er búið. Þú færð þá ekkert vinnu. Þetta gefur þeim líka ákveðinn slagkraft og nauðsynina til að gera myndir sem ná til fólks. Ég ber virðingu fyrir þessu. Ég ber virðingu fyrir því að bíómyndir séu gerðar fyrir fólk. Þetta er list fyrir fjöldann. Alveg eins og leikhús og það er frekar dapurlegt þegar það er enginn í salnum. Mér er alveg sama hvað fólk seg- ir. Hver einn og einasti sem telur sig vera stórlistamann og talar um að það skipti hann ekki máli hvað áhorfendum finnist um myndirnar sínar. Það er allt lygi. Ég veit að það líður engum kvikmyndagerðar- manni vel að koma inn í stóran sal og sjá bara tíu manns í sætum. Það er alveg á hreinu. Þetta er hræði- legasta tilfinning í heimi. Þetta er aldrei góð tilfinning alveg sama hvernig þú reynir að ljúga að þér að þú sért stórkostlegur listamað- ur. Bíóhús eru gerð stór og með mörgum sætum vegna þess að það er gott að fylla þau.“ Þegar talið berst að fagmennsku almennt segir Baltasar Íslendinga vera fremstu röð. „Það er rosalega fært fólk hérna og ég finn fyrir því þegar ég er að vinna úti með fólki, sem er með Óskara í öllum vösum, að fólkið hérna er alveg sambæri- legt við þessa margverðlaunuðu listamenn að mörgu leyti.“ Tætingslegt vertíðarlíf Baltasar og Lilja eru að vonum á miklum þeytingi enda vart við öðru að búast þegar þau halda heimili í Skagafirði en Baltasar sinnir kvik- myndagerð í Hollywood. „Þetta er svolítið tætt líf og stundum situr maður einn í einhverri íbúð, sem kemur manni ekki við, eða á hótelherbergi og spyr sig af hverju maður sé að þessu.“ Lilja gerir heldur lítið úr um- kvörtunum eiginmannsins: „Það hefur aldrei komið fyrir,“ segir hún og hlær. „Jú, jú. Þetta hefur komið fyrir en ekkert rosalega oft,“ svarar Baltasar og glottir. „Það hljómar bara vel að segja þetta, kemur vel út á prenti,“ heldur Lilja áfram og ætlar ekki að sleppa eiginmann- inum af önglinum svo glatt. „En svona í alvöru talað þá koma stundum þessi augnablik þar sem maður spyr sig til hvers maður sé að leggja þetta á sig. En svo þegar maður er í Skagafirðinum og er búinn að vera þar lengi þá kemur löngunin til þess að fara út og gera eitthvað.“ „Þetta er gott í bland,“ segir Lilja. „En þegar þetta eru orðnir fimm, sex mánuðir í burtu eins og síðasti Smugutúr var hjá þér þá er þetta orðið dálítið erfitt.“ Hjónin reyna eftir fremsta megni að stytta þann tíma sem fjölskyld- an getur ekki verið saman. „Við reynum að fylgjast að í þessu og Lilja var úti hjá mér með strákana í tvo mánuði þegar ég var að undir- búa Contraband. En svona hefur margur sjómaðurinn lifað alla sína ævi... “ segir Baltasar og Lilja botnar. „Þetta er bara óvenju langir Smugutúrar.“ Hengdi Denzel Washington upp á löppunum Lilja var einnig með Baltasar í sumar þegar hann tók upp spennu- myndina 2 Guns með þeim Mark Denzel Washington var tregur í taumi til að byrja með en Baltasar tókst áður en yfir lauk að fá að láta hann hanga á hvolfi í tvo daga. Baltasar og Lilja hafa ástæðu til þess að brosa. Djúpið hefur fengið fína dóma í útlöndum og spennandi verkefni hrannast upp. Helgin 21.-23. september 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.