Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Page 30

Fréttatíminn - 21.09.2012, Page 30
Það sem átti að taka sex vikur tók sex mánuði að jafna sig. Viku áður en ég átti að mæta til vinnu fékk ég blóðtappa. Það var barningur á bráðamóttökunni, því senda átti mig heim af henni með „harðsperr- ur“, en ég fann að það var eitthvað meira að,“ segir hún enda hafi hún lítið geta hreyft sig vegna verkja. Smátt og smátt þetta sumar segir Eva Björk að hún hafi fundið hvernig kraftur- inn þvarr. Hún gat orðið sofið 18 tíma á sólarhring og átti í erfiðleikum með að ganga upp tröppur. „Ég fékk alls konar sýkingar, lungnabólgur og var í rusli sumarið 2010. Ég hrein- lega hryn niður um miðjan júlí. Þá fór mér að versna mikið og aðra helgina í ágúst greinist ég með þennan blóðtappa. Þá fór allt ferlið af stað. Blóðþynningar, blóðmælingar og fingurinn var ekkert að jafna sig,“ segir hún. Með vanvirkan skjaldkirtil „Frá þessu sumri er ég búin að kljást við endalaus veikindi. Endalausar kvef- pestir og „systemið“ ekkert að jafna sig. Svo greinist ég fyrir þremur mánuðum, loksins eða 10. júní, með vanvirkan skjaldkirtil. Ég hef verið að drekka joð- blöndu og hef misst upp undir tuttugu kíló á þremur mánuðum. Nærri tuttugu kíló af bjúg,“ leggur hún áherslu á og lýsir því að hún sé rétt farin að passa aftur í fötin sín. „Ég hef aldrei verið feit og alltaf í þokka- legu formi. Þegar kílóin hlóðust á mig og vanlíðanin helltist yfir mig hélt ég að feitu fólki liði svona illa. En málið var að ég var ekki bara með fitu utan á mér, ég var stút- full af vatni. Ég gat varla lyft höndum en var samt að borða í mesta lagi fimm hundruð til þúsund kaloríur á dag. Ég var eiginlega hætt að borða, því ég þurfti að leggja mig eftir hverja máltíð,“ segir hún. „Mér leið ömurlega. Mér leið eins og ég væri búin að labba á alla veggi sem ég gæti í þessu velferðarkerfi. Það hefur ekki staðið sig gagnvart mér, hvort sem það er peningalega- eða heilsufarslega séð. Það stendur sig ekki gagnvart fólki í minni stöðu sem fær enga greiningu. Svarið er að dæla í okkur þunglyndislyfjum. Því hafnaði ég alfarið.“ Nú nærri tuttugu kílóum léttari líður henni betur en hún greindist ekki fyrr en að líkamshiti hennar fór niður í 36,2 um hásumar. „Mér var alltaf kalt. Ég hélt að hitakerfið í íbúðinni minni væri bilað. Ef ég fór út veiktist ég. Ég svaf í vetur með alla glugga lokaða, ofna í botn og með húfu og í hettupeysu. Þetta var erfiður pakki.“ Ætlar af krafti út í lífið Eva Björk ætlar ekki að enda á kerfinu. „Ég ætla að enda í lífinu. Ég ætla ekkert að enda eins og kerfið ætlar að bjóða mér að enda í dag. Engar úrlausnir eða hjálp að fá. Það þarf að vera hægt að velja úr fleiri kostum í kerfinu fyrir fólk sem missir fæturna tíma- bundið undan sér,“ segir hún. „Eftir að ég kynntist myndavélinni hefur hún orðið besti vinur minn. Við verðum að komast út saman,“ segir hún í gríni. „Þetta er hætt að vera áhugamál. Hún er nefnilega ávanabindandi. Ég er hætt að sjá lífið öðru vísi en í gegnum vélina. Ég sé form. Það er skemmtilegt.“ Nú líður henni eins og erfiðasti hjallinn sé yfirstaðinn. „Fyrir þremur árum hljóp ég tíu kílómetra á undir 43 mínútum. Ég var algjör orkubolti en bætti á mig mörgum stærðum af fötum því ég gat ekki hreyft mig. Það er bjart fram undan og ég hef átt góða að. Ég á góða vini og ömmurnar mínar standa fast við bakið á mér. Ég hef notað ljósmyndunina til að komast út. Hver vill vera innilokuð með kettinum sínum. Ég ætla ekki að enda sem eitthvert stofustáss. Ég ætla að taka þátt í lífinu. Hvar ég enda verður þó að koma í ljós.“ KYNNTU ÞÉR MÁ LIÐ NÁNAR! É g hafði aldrei smellt af myndavél þegar ég tók að mér að mynda EM kvenna í fótbolta 2009,“ segir Eva Björk Ægis- dóttir, 35 ára kona sem býr með kisunni sinni Ninju Björk í bjartri blokkaríbúð í Grafarvogi. Hún vinnur nú fyrir sér sem freelance-ljós- myndari í kjölfar óljósra veikinda sem rifu hana úr þremur, ólíkum vinnum og gerðu hana óvinnufæra í rúm tvö ár áður en þau skýrðust. Hún var sölufulltrúi hjá heildsölu Halldórs Jónssonar, ræstitæknir í Engidals- skóla og knattspyrnuþjálfari hjá Fjölni, síðan Val. Það var í léttu gríni að hún tók að sér að mynda við fréttaskrif vinkonu sinnar, Mistar Rúnarsdóttur, á þessu eftirminnilega stór- móti. Báðar höfðu þær skrifað fyrir vefinn Fótbolti.net en vinkonan lengur og valdi að skrifa. Eva Björk tók því myndirnar í þessari ferð. „Mánuði áður en ég fór út hringir fram- kvæmdastjórinn í mig og biður mig að æfa mig að mynda. Þrátt fyrir að vera í þremur vinnum gaf ég mér tíma til að æfa mig. Ég hafði ekkert skynbragð á uppbyggingu ljós- mynda yfir höfuð. Vildi bara fá fría utanlands- ferð og fylgja eftir íslensku stelpunum sem höfðu staðið sig frábærlega. Þetta var meira svona ævintýra en að þetta ætti að verða eitt- hvað.“ Fann kraftinn þverra Þær vinkonur voru duglegar og skiluðu miklu af sér frá mótinu. „Svo fór þetta að vera þannig að ég var með myndirnar sem hæfðu fréttunum. Og þegar ég fór fyrir ári síðan að mynda af alvöru fyrir Fótbolta.net náði ég þeim vinklum sem þeir vildu eða gátu skrifað fréttir í kringum.“ Nú tekur Eva Björk ljósmyndir fyrir frétta- vef RÚV, Moggann og hafa myndir hennar líka ratað á síður Fréttatímans; prýddi forsíðu blaðsins rétt eins og á tímariti Morgunblaðs- ins eftir að Jón Margeir Sverrisson vann gull- ið á ólympíumóti fatlaðra í London. Þar var hún. Myndir Evu Bjarkar eru einnig á bókar- kápu Víðis Sigurðssonar, Íslensk knattspyrna 2009. Þá var hún á Akureyri þegar Þór/KA stelpurnar lönduðu Íslandsmeistaratitli. „Ég byrjaði sem óskrifað blað og gerði mitt besta. Væntingarnar voru aldrei aðrar en þær að okkur langaði að gera vel fyrir stelpurnar í Finnlandi,“ segir hún og að þær hafi báðar þjálfað og fylgst með kvennaknattspyrnunni í mörg ár. Hún hjá Stjörnunni, Val, Breiðabliki Haukum og Þrótti. Það var ekki af góðu að Eva Björk lagði ljós- myndun fyrir sig. Hún veiktist og missti af lest daglegrar rútínu. „Ég er með barnasjúk- dóm sem lýsir sér í góðkynja æxlamyndunum í beini og kallast Ollier. [Þegar ég var sjö ára var æxli fjarlægt úr vísifingri og stálvír þræddur upp fingurinn. Hann var svo fjar- lægður úr fingrinum vorið 2010. Allir vöðvar í fingrinum voru teknir í sundur til að setja hann í rétta stöðu. Ég var lengi að jafna mig eftir þess aðgerð,“ segir hún. „Það er eins og líkaminn hefði fengið eitt- hvert sjokk eða yfirkeyrst á þessu tímabili [fyrir og eftir aðgerðina]. Og í kjölfarið var ég með miklar sýkingar og bólgur í fingrinum. Tuttugu kíló af eftir skjaldkirtilsskoðun Eva Björk Ægisdóttir, hálffertug kona sem hafði glímt við óút- skýrð veikindi í tvö ár, finnur nú hvernig heilsan er að skríða saman. Hún hefur á tveimur mánuðum misst hátt í tuttugu kíló. Frá tíunda júní hefur hún drukkið joðblöndur til að vinna á vanvirkum skjaldkirtli og joð- skorti. Uppfull af bjúg og verkjum, og með ör á fingri sem greri ekki eftir aðgerð, þurfti hún að láta frá sér vinnurnar þrjár sem hún sinnti. Hún breytti um stefnu og er nú fréttaljósmyndari fyrir hina ýmsu miðla á meðan hún jafnar sig. Eva Björk að mynda gulldrenginn Jón Margeir Sverrisson í og eftir tattúeringu eftir ólympíumót fatlaðra, fyrir Morgunblaðið. Mynd/Hari Skortur á skjaldkirt- ilshormóni sem hefur áhrif á flest líffæri. Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands koma einkennin oftast hægt og sígandi. Þau geta staðið lengi án þess að nokkur átti sig á að um sjúkdóm sé að ræða. Fyrstu ein- kenni eru þróttleysi, þreyta, verkir í vöðv- um og liðum, sina- dráttur, óþol gagnvart kulda, höfuðverkur og tíðatruflanir. Húð- in verður oft þurr og föl, neglur þunnar og brotna auðveldlega og hárið þynnist. Alvar- legri einkenni koma síðar; eins og bjúgur, blóðleysi, heyrnar- skerðing, þykk tunga, hjartastækkun og hægur púls, andnauð og lækkaður líkams- hiti. Samkvæmt grein Belindu Burma um vanvirkan skjaldkirtil á vefnum Heilsu- hringnum telja sumir læknar að allt að 15- 40 prósent mannfólks- ins þjáist af vanvirk- um skjaldkirtli. Skjaldkirtill. Ljósmynd/ Nordic Photos/Getty Images Vanvirkni skjaldkirtils. Hvað er það? Vangaveltur Getur verið að Íslendingar hafi þyngst vegna joð- skorts? Ekki er hægt að sýna fram á að joðskortur hafi neitt með aukna offitu landsmanna almennt að gera, segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur, spurð hvort joðskortur geti skýrt stöðuga þyngdaraukningu þjóðarinnar. Hún segir að Rannsóknarstofa í næringarfræðum hafi skoðað slíkt sérstaklega en ekkert hafi bent til þess. Rannsóknir hafi sýnt að joðbúskapurinn sé hjá flestum innan þeirra marka sem Al- þjóðaheilbrigðisstofn- unin setur upp fyrir joðhag. Joðmagn í míkró- grömmum í 100 g: Salt (joðbætt) 3000 Sjávarfang 66 Grænmeti 32 Kjöt 26 Egg 26 Mjólkurafurðir 13 Brauð og kornmeti 10 Ávextir 4 Heimild: Heilsubankinn Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is 30 viðtal Helgin 21.-23. september 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.