Fréttatíminn - 21.09.2012, Qupperneq 32
- Ekkert um okkur án okkar
www.obi.is
„Ég hafði gaman af kennslunni, hún var oft krefjandi
en það var líka gefandi að vinna með unglingum. Mér
leið einnig vel í hópi góðra starfsfélaga. Í dag snýst
lífið um að gera það besta úr þeirri litlu orku sem ég
hef, finna mér tilgang í félagsstörfum og sinna
fjölskyldunni. Ég valdi það ekki að verða öryrki. Það
rýrir ekki gildi þitt sem manneskju að geta ekki
unnið.“
Þorbera Fjölnisdóttir
Langflestir sem verða öryrkjar hafa unnið í áratugi
og óska þess að geta tekið virkan þátt í samfélag-
inu. Örorka er ekki val eða lífsstíll.
Ég borgaði skatta í
22 ár og borga enn
Ég valdi ekki að verða öryrki
É g veit ekki um neinn ann-an sem hefur haft sigur í Bandaríkjunum og enginn sem ég þekki kannast við
það. Þannig að þetta er náttúrlega
gríðarlega stór sigur. Ekki bara
fyrir mig heldur fólk á Íslandi, bæði
konur og karla, sem eru í þessum
aðstæðum vegna þess að það er
ekkert grín að vinna stóru Amer-
íku.“ segir Borghildur sem nýtur
þess nú að geta búið áhyggjulaus
með sonum sínum á Íslandi. Hún
stundar nám á Keili og drengirn-
ir, Brian sem verður þrettán ára í
nóvember og Andy sem verður átta
ára í september, kunna hvergi betur
við sig en hér.
Átta mánuðir í ótta og kvíða
Kvíðinn nagaði Borghildi þá átta
mánuði sem dómsmálið tók en
hún gaf vonina þó aldrei upp á bát-
inn. „Maður er alltaf hræddur og
ég hafði heyrt að þetta væri von-
laus barátta sem hún vissulega var
þangað til ég vann.“ Richard Colby
Busching, fyrrverandi eiginmaður
Borghildar, er hermaður og þar sem
þau bjuggu, í þéttu hersamfélagi í
Kentucky, átti hún ekki von á góðri
niðurstöðu.
„Þar sem við bjuggum í Ken-
tucky er samsafn hermanna sem
eru komnir á eftirlaun. Síðan er líka
stór herstöð þarna þannig að þetta
er náttúrlega bara hersamfélag og
þegar þú stígur inn í þannig samfé-
lag í Bandaríkjunum þá er auðvitað
engin spurning í hvaða átt almenn-
ingsálitið og jafnvel lögin hallast.“
Borghildur segir mánuðina átta í
Kentucky hafa verið langa. „Ég var
reyndar það heppin að ég átti hús
úti sem ég yfirgaf þegar ég fór aftur
til Íslands. Ég vissi ekkert í hvernig
ástandi það væri og hafði frétt að
það hefði verið brotist inn í húsið,
vissi að einhverju hefði verið stolið
og að stormur hefði eyðilagt þakið.
En þetta var það eina sem ég hafði
og þegar ég kom út leit þetta nú
ekki jafn skelfilega út og við héld-
um. Sem betur fer. Við höfðum því
þetta húsaskjól og pabba strákanna
var gert að borga af húsinu til að
halda þaki yfir höfði okkar á meðan
við vorum þarna.“
Þegar Borghildur er spurð hvort
hún hafi aldrei misst vonina segir
hún spurninguna vera stóra og
svarið ekki einfalt. „Ég sagði aldrei
upphátt að það væri möguleiki að
ég myndi tapa. Ég gerði það aldrei.
En í hljóði, ein með sjálfri mér, þá
datt mér ekki annað í hug en að
þetta færi illa. En ég var ekki að
fara að segja það upphátt og reyndi
bara sem minnst að hugsa út í þann
möguleika. Maður má líka bara
ekki gera það ef maður ætlar að
halda andlegri heilsu. Maður verð-
ur að vera með hnefann á lofti og ef
maður fer að tala um uppgjöf eða
vonleysi þá er maður náttúrlega
ekkert að berjast þannig séð.“ Bar-
áttan hefur samt tekið sinn toll og
í heildina hafa málaferlin kostað
Borghildi á áttundu milljón. „Ég er
ekki búin að borga alla súpuna en
maður sér fyrir endann á þessu.“
Sanngirni skilar meiru en
frekja
Richard fór fram á fullt forræði og
að Borghildur mætti hitta syni sína
einu sinni á ári undir eftirliti. Niður-
staðan varð sú að lögheimili drengj-
anna er hjá Borghildi en forsjáin er
í raun sameiginleg. „Hann hefur
enn heilmikið að segja og ég vildi
að við hefðum sameiginlega forsjá
og að hann hefði strákana á sumr-
in og önnur hver jól. „Þetta er eitt-
hvað sem ég talaði alltaf um og hélt
til streitu enda er þegar til lengri
tíma er litið miklu betra að einhver
sýni sanngirni frekar en frekju.
Ég held líka að það skipti rosalega
miklu máli að elska börnin sín að-
eins meira en maður hatar fyrr-
verandi. Hann hefur ekki fullnýtt
þennan rétt sinn, eins og ég þóttist
nú vita. Hann tók strákana í ellefu
vikur fyrsta sumarið, sex vikur það
næsta og ekkert nú síðast. Og hefur
aldrei verið með þá um jól.“
Borghildur segist ekki fá betur
séð en kerfið í Bandaríkjunum sé
um margt hagstæðara börnum en
hér heima. „Dómarinn gerir auðvi-
tað ráð fyrir að hann sé að gera það
Uppgjöf kom aldrei til greina
Mál Borghildar Guðmunds-
dóttir vakti mikla athygli fyrir
nokkrum misserum en henni
var þá gert með dómsúr-
skurði að yfirgefa Ísland og
mæta barnsföður sínum og
fyrrverandi eiginmanni í for-
ræðisdeilu fyrir bandarískum
dómstóli. Blönk og hrædd fór
hún út í óvissuna en eftir átta
mánaða baráttu hafði hún
sigur og sneri aftur til Íslands
með syni sína tvo. Hún veit
ekki betur en að það sé nánast
einsdæmi að útlendingur hafi
sigur í forræðisdeilu í Banda-
ríkjunum og lítur á niður-
stöðuna sem stórsigur. Ekki
aðeins fyrir sig heldur alla sem
standa í þeim sporum sem
hún var í. Borghildur hefur
skráð sögu sína í bókinni Ég
gefst aldrei upp sem kemur út
á næstu vikum.
Borghildur Guðmundsdóttir vann
forræðisdeilu gegn fyrrverandi
eiginmanni sínum í Bandaríkjunum.
Baráttan var tvísýn og hún óttaðist
á stundum hið versta. Hún segir
sögu sína í bókinni Ég gefst aldrei
upp sem kemur út á næstu vikum.
32 viðtal Helgin 21.-23. september 2012