Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Síða 50

Fréttatíminn - 21.09.2012, Síða 50
50 matur Helgin 21.-23. september 2012 Þ að þarf rétta olíu, kókosolía og jarðhnetuolía passa best með poppinu. Flest annað setur olíu-bragð í poppið. Smjör brúkum við ekki. Hita olíuna vel og hella botninn nokkurn veginn fullan. Passa að engar hrúgur myndist og allur maísinn liggi á botninum. Í fyrstu tilraununum er best að nota lítinn pott. Kannski ekki þann allra minnsta, bara ekki of stóran. Ef til er lok á pottinn þarf að setja það á. Annars er gott að festa álpappír yfir pottinn og gera tvö, þrjú göt á hann og bíða þangað til aksjónin byrjar. Þegar hún hefst er gott að lækka hitann aðeins og rugga pottinum fram og til baka á hellunni þannig að ekkert brenni nú við. Þegar poppið hættir að poppast á fullu þarf að slökkva undir og bíða eftir að það hætti alveg. Þá er það saltið. Ekki setja bara hvaða borðsalt sem er á poppið. Það er of gróft og festist illa við. Það er hægt að kaupa poppsalt, fínt duft, oft gult á litinn. Það er líka hægt að búa til poppsalt með því að setja slatta af góðu grófu salti í matvinnsluvél og bíða eftir því að það verði að púðri. Einfaldast er að hafa það hreint en það einnig er hægt að blanda það með hvítlauks- dufti, chilidufti eða hverju því sem hugurinn girnist. Ef saltið púðraðist ekki við fyrstu tilraun er gott að setja það í mortel og mylja það þangað til úr verður algert duft. Fyrir þá sem vilja aðeins meiri fitu í líf sitt er um að gera að bræða smér í potti og löðra kornið upp úr því að hætti Kanans.  Matur HeiMalagað poppkorn Kósíkvöld Krakkarnir eru sofnaðir og spóla komin í tækið. Hvað er þá best að narta í? Svarið er auðvitað popp og nú er tími kominn til að sleppa örbylgjustöffinu og læra að poppa popp með gamla stílnum. Vegna þess að það er betra, hollara og eftir smá undirbúning tekur það ekki lengri tíma en í örbylgju- ofninum. Það er fátt betra en mátulega saltað, volgt, heimalagað popp til að hafa á kósíkvöldinu. Hámarks skammtur Ef þörf er fyrir stærri skammta og færn- in er orðin sæmileg er tími til kominn að stækka pottinn. Ekki er þörf á því að rjúka í stærsta súpupottinn heldur því hinn fullkomni popp-pottur er ekki einu sinni pottur heldur Wokpanna. Rafeldavélawokpanna til að vera nákvæmur, þessi með slétta botninum. Hún er nálægt því að vera fullkomin vegna þess að poppið situr ekki allt ofan á hitanum heldur dreifist til hliðanna og brennur því síður. Þessar pönnur fást þó sjaldan með loki og því þarf álpappír til að loka. Jafnvel tvær umferðir.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.