Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Side 53

Fréttatíminn - 21.09.2012, Side 53
24., 25., 26. og 27. september kl. 20:00 - 21:30 Mánudagur 24. september Sýkingar og pestir -- hvað er til ráða? Sigurður Guðmundsson, læknir og prófessor við læknadeild HÍ og Þórólfur Guðnason, barnalæknir og yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins Þriðjudagur 25. september Jarðskjálftar -- er jörðin að segja okkur eitthvað? Sigríður Kristjánsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR Miðvikudagur 26. september Eru jöklarnir að hverfa? Þorsteinn Þorsteinson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands Fimmtudagur 27. september Skiptir náttúrufegurð einhverju máli? Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir, doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands Vísindakaffi Rannís Eggið kom á undan hænunni varlega í henni. Bíða þangað til rúmlega helmingur hvítunnar er kominn saman og sprengja þá rauðurnar. Hræra aðeins í en passa að halda rauðunum og hvítunum sem mest aðskildum. Þetta á að vera dökkgult og skjannahvítt en ekki ljósgult. Nú má salta eftir smekk. Passa að ofelda ekki, taka af pönnunni þegar ennþá er smá leki í egg- inu, því það heldur aðeins áfram að eldast á disknum. Skurnlaus suða Soðin egg eru ekki bara soðin egg. Linsoðin egg eru frábær morgunmatur og harðsoðin egg á ristað brauð með smjöri eru frábær síðdegishressing en þegar á að bjóða upp á bröns er þetta besta soðna eggið: Breiður pottur eða djúp panna með um 5 cm djúpu vatni. Smá salti og borðediki eða hvítvínsediki er bætt út í vatnið, u.þ.b. ein matskeið edik á móti þremur dl af vatni. Hita vatnið alveg að suðu en passa að það bubbli ekki. Brjóttu eggin í litla skál eða bolla og passa að rauðan springi ekki. Setja eggið út í og láta það setjast. Ef eggið vill festast í botninn þarf að gefa því smá séns á að taka sig og losa það svo. þegar það vill fljóta eftir tvær til þrjár mínútur er mál til komið að taka það upp úr og sjokkera það í eina til tvær sek- úndur í ísköldu vatni, þá verður það stinnt og fínt. Borið fram á ristuðu brauði eða vel grófu rúgbrauði og smá beikon pass- ar líka sérlega vel með. Það er þægilegt að búa sér í haginn ef margir eru að koma í bröns. Sjóða eins mörg egg og þarf, setja þau í klakavatn og inn í ísskáp. Svo þegar gest- irnir koma er hægt að hita öll eggin í einu. Tekur um eina mínútu í rétt tæplega sjóðandi vatni. er potturinn tekinn af hellunni og jú, hræra meira. Eggin klár- ast af hitanum frá pottinum. Þegar eggin eru alveg komin saman er hægt að salta og pipra eftir smekk. Svo er sett teskeið af sýrðum rjóma og teskeið af mjólk út í og hrært saman við. Þetta stoppar suðuna og gerir eggin silkimjúk. Eggin eru nú tilbúin en hægt er að blanda kryddjurtum eftir smekk, gras- lauk eða fínt söxuðum púrru- lauk. Borið fram með djúsí ristuðu brauði, til dæmis súr- deigsbrauði. matur 53 Helgin 21.-23. september 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.