Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Page 54

Fréttatíminn - 21.09.2012, Page 54
54 heilsa Helgin 21.-23. september 2012  Heilsa Þekking á Heilnæmu mataræði Hefur aukist  ebba guðný guðmundsdóttir gaf út fyrstu matreiðslubókina sína sjálf árið 2007 „Nýja bókin mín heitir eldað með Ebbu í Latabæ og er eins og nafnið gefur til kynna í samstarfi við Latabæ,“ segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir matargúrú en fyrsta mat- reiðslubókin, Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða, kom út árið 2007 og sú bók hefur heldur betur slegið í gegn því útgefendur í Þýskalandi og Bretlandi hafa tryggt sér út- gáfuréttinn. „Hún kemur út ytra í janúar og um svipað leyti kemur svona app sem er verið að þróa fyrir mig í Svíþjóð,“ segir Ebba sem heldur einnig úti vefsíðunni www.pureebba.com. Henni finnst mikilvægt að byrja strax að ala börn upp á hollum á góðum mat því „ef börn eru alin upp á góðum mat frá upphafi er meiri líkur á að það haldist út ævina.“ Samkvæmt Ebbu er nýja bókin, Latabæjar- bókin, það einföld að öll fjölskyldan á að geta tekið þátt í að elda upp úr henni. Þarna er farið í fullt af grunnatriðum, eins og til dæmis hvernig á að sjóða fisk eða búa til vöfflur. Þannig getur bókin nýst bæði fullorðnum, sem ekki eru vanir eldamennsku, og börnum og unglingum sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu. „Mér finnst líka svo mikilvægt að fólk átti sig á því að það er ekki nákvæmnisvinna að elda mat. Ef þú átt ekki eitthvað þá bara notarðu eitthvað annað eða sleppir bara þessu hráefni eða hinu,“ segir Ebba sem hefur í miklu að snúast í tenglsum við útgáfu bóka sinna bæði hér á landi og erlendis. Gefur út matreiðslubækur á Íslandi, í Þýskalandi og í Bretlandi Ebba Guðný Guðmundsdóttir býr til hollan mat fyrir alla fjölskylduna. Lykillinn er að vera í núinu „Ég finn fyrir mikilli vakningu varðandi þessi andlegu málefni,“ segir Gunnar L. Friðriksson, nuddari og sjúkraliði, sem ásamt konu sinni, Helenu Bragadóttur hjúkrunarfræðingi, heldur námskeið í svokallaðri Núvitund eða Mindfull- ness. „Í grunninn erum við með núvitund að veita því athygli því sem er að gerast, meðan það gerist, en án þess að dæma það,“ útskýrir Gunnar en hann segir mikilvægt að æfa sig í að vera hér og nú. Á mánudaginn byrjar nýtt námskeið hjá þeim hjónum og allar nánari upplýsingar má nálgast á www.dao.is. Þau Helena hafa stundað þessa tegund hugleiðslu – þar sem lykillinn er að vera í núinu – síðustu þrjú ár og fara reglulega í heimsókn í klaustur nokkurt í Skotlandi þar sem ákveðin kennsla fer fram fyrir leiðbeinendur. En hvað þýðir það að æfa sig í að vera hér og nú? „Að vera hvorki í fortíð né framtíð. Það er svo mikið af tilfinningu sem bærast innra með okkur dagsdaglega. Við getum verið kvíðin eða óttaslegin fyrir framtíðinni, reið og bitur út af fortíðinni, en þegar við náum að vera hér og nú, í núvitund, þá vinnum við markvisst að því að láta okkur líða betur dags daglega og verða betri manneskjur,“ segir Gunnar og bendir á að svona nálgun sé praktísk, það sé engin mystík í þessu hjá þeim heldur er þetta leið til að líða betur í daglegu lífi. Laus við Lús á 1 klukkustund Fæst í apótekum Hjónin Gunnar L. Friðriksson og Helena Bragadóttir standa að nám- skeiðum í Núvitund, Mindfullness. Æ fleiri vilja hafa matinn sinn sem hreinastan Benedikta Jónsdóttir: „Sjálf kaupi ég ekki vörur ef ég er í vafa, til að mynda vörur með soja-olíu eða repjuolíu eða hrísgrjón. Komi ekki fram á pakkningunum að þær séu ekki erfðabreyttar þá sniðgeng ég þær og kaupi lífrænt.“ æ fleiri vilja hafa matinn sinn sem hreinastan. Fólk vill ekki lengur erfðabreytt matvæli eða kemísk efni á borð við gervisætu eða msg,“ segir Benedikta Jónsdóttir, sölustjóri og heilsuráðgjafi á Heilsutorginu Blómavali Skútuvogi. „Fólk sniðgengur í meira mæli en áður herta fitu og hefur lært hvað eru góðar fitur og hvað ekki,“ segir hún. „Búið er að banna herta fitu en framleiðendur fengu aðlögunartíma til að hætta notkun hennar og því finnst hún enn í vörum. Góða fitan hreinsar æðakerfið og hjálpar til við hreinsunarferlið og góðu fitusýrurnar eru lífsnauðsynlegar fyrir heilann og allar frumur líkamans,“ bendir hún á. Benedikta hefur starfað í heilsufæðugeir- anum í 15 ár og segir gríðarlegan mun á þekkingu fólks á mataræði og heilsu nú en þá. „Fólk er mun upplýstara nú en fyrir 15 árum og fræðsla er grundvöllurinn fyrir heilnæmu mataræði,“ segir Benedikta. „Meðan fólk veit ekki hvað er slæmt við öll þessi efni sem það er að setja ofan í sig þá getur það ekki bætt mataræði sitt,“ segir hún. Hún segir að líkaminn sé gerður fyrir lífrænt fæði. „Ekki fyrir kemísk efni sem skemma allt ferlið. Þau geta safnast fyrir í líkamanum og jafnvel virkað deyfandi eins og msg og út frá því aukast líkurnar á sjúk- dómum. Við getum breytt svo miklu í þeim efnum bara með því að huga betur að því hvað við erum að borða,“ segir Benedikta. „Eitt af því sem umræða hefur verið um að undanförnu eru erfðabreytt matvæli. Það eru æ fleiri sem gera kröfu á það að erfðabreytt matvæli á Íslandi séu merkt líkt og lög gera ráð fyrir. Sjálf kaupi ég ekki vörur ef ég er í vafa, til að mynda vörur með soja-olíu eða repjuolíu eða hrísgrjón. Komi ekki fram á pakkningunum að þær séu ekki erfðabreyttar þá sniðgeng ég þær og kaupi lífrænt,“ segir hún. Benedikta bendir á að við erfðabreytingu matvæla séu erfðaefnum úr dýrum, bakt- eríum og vírusum sprautað inn í plöntur en einnig séu dýr fóðruð á erfðabreyttum matvælum. „Ég veit til að mynda að í Dan- mörku eru kjúklingar og svín alin á erfða- breyttu fóðri en ekki í Svíþjóð,“ segir hún. Hún fagnar því hve margir hafa breytt yfir í lífrænar vörur. „Því fleiri sem gera það því lægra verður verðið og úrvalið eykst. Við erum til að mynda búin að lækka verð á vörunum hér hjá okkur umtalsvert og erum nú í sama verðflokki og Krónan og Fjarðarkaup. Hér er hins vegar hægt að fá ráðgjöf og fræðslu,“ segir Benedikta. -sda Benedikta Jónsdóttir, heilsuráðgjafi í Heilsutorginu Blómavali, segir fólk mun fróðara um heilsu- vörur nú en fyrir 15 árum þegar hún byrjaði í bransanum. Fræðslan sé grundvöllurinn að því að fólk geti bætt mataræði sitt. Æ fleiri sniðganga aukaefni Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðasmára Mjódd Álftamýri 15% afsláttur

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.