Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.09.2012, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 21.09.2012, Qupperneq 56
56 bílar Helgin 21.-23. september 2012  Sparneytni ný kynSlóð af ford Mondeo  Bílarnýr frakki fraMleiddUr Á SpÁni Citroën C-Elysée væntanlegur fyrir árslok Citroën C-Elysée er væntanlegur á markað ytra í lok þessa árs, að því er fram kemur á síðu umboðsaðila Citroën, Brimborgar. Bíllinn er með nýrri VTi 72 vél sem er hönnuð til að skila mikilli afkastagetu, lágri eldsneytisnotkun auk þess að vera endingargóð, segir þar. „Fram- hluti bifreiðarinnar er einkennandi fyrir þau sérkenni sem Citroën bílarnir eru svo þekktir fyrir og stórt auðkennismerki bílsins úr krómi fellur einstaklega vel við rifflaða vélarhlífina. Yfirbyggingin er eftirtektarverð og ein- kennandi fyrir hið sérstaka útlit sem Citroën bílarnir eru fyrir löngu orðnir svo þekktir fyrir. Hjólbarðarnir eru breiðir og svipmikil og ávöl aurhlífin gefur bílnum einkar glæsilegt yfir- bragð. Citroën C-Elysée verður fáanlegur í sjö mismunandi litum. Að innan finna farþegar fyrir nærveru fágaðrar hönnunar sem er hrein- lega áþreifanleg. Mælaborðið er í forstjórastíl og áklæðin eru bæði falleg og vönduð,“ segir enn fremur. Val er á milli sex gíra beinskiptingar eða sjálfskiptingar. Lengd milli hjóla er 2.65 metrar og farangursrýmið er 506 lítrar. Meðal búnaðar í bílnum er lyklalaust aðgengi og starthnappur, GPS- snertiskjár og bakkmyndavél. Hinn nýi Citroën C-Elysée er framleiddur í Vigo á Spáni, samhliða Peugeot 301. Citroën C-Elysée kemur á markað ytra fyrir árslok. Framúrstefnulegur Nissan Juke Sportlegi framhjóladrifni bíllinn frá Nissan, Juke, vekur athygli fyrir framúrstefnulegt útlit. Bíllinn vakti enda umtal þegar hann var kynntur á bílasýningunni í Genf, undir nafninu Qazana, eins og segir á síðu BL, umboðs Nissan: „Ekki hafði áður verið kynntur til sögunnar svo lítill sportjeppi, lítið stærri en venjulegur fjölskyldubíll af minni gerðinni en þrátt fyrir stærðina gaf útlitið til kynna að hér væri á ferðinni eitthvað alveg nýtt sem vert væri að gefa gaum. Nissan Qazana fékk seinna nafnið Nissan Juke.“ Bíllinn kemur í tveimur gerðum, Visia og Acenta. Visia er á 16 tommu álfelgum og meðal staðalbúnaðar eru ABS hemlar með EBD hemlajöfnun, ESP stöðugleikastýring, rafdrifnar rúður og speglar og loftkæling. Aukalega í Acenta útgáfinni eru 17 tommu álfelgur, samlitir hurðahúnar og speglar, hraðastillir, ljóskastarar í stuðara, útvarps- stillingar í stýri, Bluetooth símabúnaður, sjálfvirk loftræsting og leðurstýri. Verð á sjálfskiptum, framhjóladrifnum Nissan Juke Acenta er 3.990.000 krónur. Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM 12 volt díóðuljós 12v 1,3w12v 1,3w 12v 2,5w 12v 1,66w 12v 1,66w 12v 1,0w 12v 1,2w 12v 1,0w Tilvalið fyrir sumarbústaði með sólarorku Eyða allt að 90% minni orku en halogen 12v 3,0w f ord fer óhefðbundnar leiðir til að ná fram sparneytni og ríður nú fyrirtækið á vaðið með að bjóða minnstu vélina, 1,0 lítra, í nýrri kynslóð af rúmgóðum fjölskyldubíl, Ford Mondeo, að því er fram kemur á síðu Brimborgar. „Minnsta vélin er hinsvegar afar öflug og margverðlaunuð vél sem skilar heilum 125 hestöflum þó hún sé aðeins 1,0 lítri að rúmmáli. Þá er einnig athyglisvert að taka mið af því að 1,0 lítra vélin leysir af hólmi 1,6 lítra bensínvél sem nú er í boði í Ford Mondeo en skilar samt meira af li, betri eldsneytisnýtingu og minni losun CO2. Með nýju vélinni ætti Ford Mondeo að verða einn af visthæfustu bíl- unum í sínum flokki með aðeins 130 g/ km af CO2. EcoBoost 1.0 vélin var fyrir skömmu til- nefnd sem vél ársins (International Eng- ine of the Year) og er hún minnsta bensínvél sem Ford hefur smíðað. Það að vélin fari í 1500 kílóa Ford Mondeo er til marks um sveigjan- leika vélarinnar en fyrir vikið getur Ford boðið sparneytni og fjölbreytt- an búnað á betra verði en áður. 1,0 lítra vélin var kynnt af Brim- borg fyrr á árinu í Ford Focus og hefur henni verið gefin góður gaumur hjá þeim viðskiptavinum sem hafa reynsluekið Focus með þess- ari vél. Hún þykir með eindæmum þýð og hún skilar aflinu á skemmti- legan máta með því að nýta túrb- ínutæknina á nýjan hátt,“ segir enn fremur. Hinn nýi Ford Mondeo verður kynntur haustið 2013 en enn liggur ekki fyrir hvenær fyrstu bílarnir koma hingað til lands. Stór fjölskyldubíll með 1.0 lítra vél Nýr Ford Mondeo verður meðal annars fáanlegur með minnstu bensínvél sem Ford hefur smíðað en engu að síður er hún nógu öflug til að duga svo stórum bíl. Framendi bílsins er óneitanlega líkur Aston Martin – og ekki leiðum að líkjast. Nýr og endurbættur Isuzu C-Max pallbíll Nýr og endurbættur Isuzu D-Max pallbíll. Pallbílar sameina kosti jeppa og vörubíla og njóta því vinsælda. Isuzu D-Max er kominn í nýrri útgáfu, margreyndur jaxl með mikla getu. Nýja 2,5 lítra dísilvélin skilar meira togi en áður, 400 Nm við 1400-2000 snúninga á mínútu en eyðir jafnframt minna en eldri vélin, eða frá 6.5 lítrum á hundraðið í utanbæjarakstri, miðað við beinskiptan bíl, að því er fram kemur á síðu Isuzu hjá umboðsaðilanum BL. Í blönduðum akstri eyðir beinskiptur D-Max 7,4 lítrum á hundraðið en sjálfskiptur 8,4 lítrum. Meira tog fæst nú við lægri snúning sem fæst með því að hafa tvær forþjöppur og millikæli sem vinna saman að því að hámarka tog og lágmarka eldsneytiseyðslu við hinar ýmsu aðstæður. Stjórntakkar fyrir fjórhjóladrifið eru rafstýrðir í mælaborði. Á pallinn má setja 1080 kíló og dráttargetan er 3000 kíló. Meðal staðalbúnaðar má nefna aksturstölvu, 6 hátalara, 17 tommu álfelgur, hraðastilli og spólvörn. Aukalega í Lux-útgáfu eru meðal annars leðursæti, útvarpsfjarstýring í stýri og símsvörun í stýri. Bíllinn fæst einnig með 3 lítra „Common Rail“ vél með millikæli og VGS tækni (Variable Geometry System) sem skilar allt að 13 prósent betri eldsneytisnýtingu en eldri gerð véla í D-Max, auk þess sem hún er hljóðlátari. Verð Isuzu D-Max er frá 6.890.000 krónum og Lux-útgáfu frá 7.190 þúsund krónum. www.noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.