Fréttatíminn - 21.09.2012, Síða 61
Helgin 21.-23. september 2012 tíska 61
Náttúruleg förðun
á tískupöllunum
Tískutrendin sem
tröllriðu tískupöllunum
Tískuvikunni í New York er nú lokið þar
sem helstu hátískuhönnuðir heims komu
saman og sýndu hönnun sína fyrir vor/
sumar 2013. Hönnuðirnir voru flestir
samtaka um tísku næsta árs og voru sum
trend meira áberandi en önnur.
Appelsínuguli liturinn var hvað mest
áberandi á tískupöllunum í ár, en hann
tekur þá við af gula litnum sem gerði allt
vitlaust á tískupöllunum í fyrrahaust.
Victoria Beckham og Rachel Comey
voru meðal helstu frumkvöðla vinsæla
litarins í ár, sem notaður var óspart í nýju
sumarlínunum sem frumsýndar voru á
tískuvikunni.
Svart-hvít röndóttur alklæðnaður hefur
verið áberandi samsetning á tískupöll-
unum í New York og minnir helst á ein-
kennisklæðnað fanga. Tískuhús á borð við
Alianto og Angel Schlesser voru meðal
þeirra notuðu þetta mynstur mikið í fötin
sín fyrir vor/sumarlínurnar 2013.
Derhúfur hafa verið að koma sterkt inn
síðustu mánuði og má helst þakka söng-
konunni Rihönnu fyrir þetta trend, en hún
hefur skartað ófáum derhúfum á þessu
ári. Tískuhúsin hafa mörg tekið þennan
fylgihlut í sátt, enda mikið af þess konar
höfuðfötum á tískupöllunum í ár.
Bert á milli er trend sem tröllreið
sumrinu í ár og virðist sem vinsældirnar
dvíni ekki fyrir það næsta. Þetta trend
er fjölbreytilegt og hægt að vinna með á
ýmsa vegu.
Alianto og Angel Schlesser.
Jeremy Scott og DKNY.
Richard Chai Love og Peter Som.
Rachel Comey og Victoria Beckham.
Förðunartíska hönnuða á
tískuvikunni í New York er ekki
síður mikilvæg en fötin sem
frumsýnd eru. Förðunartrendin
eru útpæld af þessum hátísku-
hönnuðum og virðast þeir vera
sammála um stefnu næsta árs.
Náttúruleg förðun er ótrúlega
vinsæl á tískupöllunum, þar sem
áherslan er helst lögð á fallega
og glansandi húðina, en minna
á varir eða augu. Þetta virðist
vera helsta stefna hönnuða fyrir
næsta sumar, að gera náttúru-
lega fegurð að trendi.
Diane
Von
Fursten-
berg.
Rodarte.
Alexander Wang.
Victoria
Beckham.
Þykkur,
svartur
augn-
blýantur.
Vínrauðar
varir.
Litríkir
augn-
skuggar.