Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 98

Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 98
92 bækur Helgin 7.-9. desember 2012 F riðrik hefur þýtt allt það sem komið hefur út á íslensku eftir Kundera og Houellebecq og er þessa dagana að klára einu óþýddu bókina sem hann á eftir frá Kundera. „Þetta er ritgerðasafn sem kom út í Frakklandi árið 1993. Þarna skrifar hann um tónlist, sögu skáldsögunnar og sögu evrópskrar tónlistar en allt eru þetta viðfangsefni sem honum hafa löngum verið kær,“ segir Friðrik og bætir við að það sé „bara lúxus að fást við svona lagað.“ Óbærilegur léttleiki tilverunnar er sú bók Kundera sem hefur farið víð­ ast. Hún kom út árið 1984 og tveimur árum síðar í íslenskri þýðingu Frið­ riks. Kundera hefur allar götur síðan átt stóran og dyggan hóp lesenda á Íslandi. „Ætli þetta sé ekki sjötta útgáfan á henni. Hún kom út í ritröð­ inni Erlend klassík hjá Forlaginu í vor og við bættum við hana viðtali sem ég tók við höfundinn einhvern tíma um þetta leyti.“ Friðrik lærði hjá Kundera á árum áður og þeim varð þá vel til vina og sú vinátta heldur enn þann dag í dag. „Já, já. Ég hitti hann síðast í vor og við heyrumst af og til. Hann er hress, alveg hreint fjallbrattur,“ segir Friðrik um Kundera. „Hann er nú kominn yfir áttrætt og kannski farinn að taka því aðeins rólegar en áður en ætli hann sé ekki með eitt­ hvað í smíðum eins og alltaf. Ég veit ekki annað en að hann sé bara í góðum gír.“ Frönsk svíta, eftir Irène Némir­ ovsky, er önnur endurútgáfan sem Friðrik þýðir sem kemur nú út á kilju en henni var vel tekið þegar hún kom út innbundin í fyrra. Kortið og landið kom síðan út í kilju í haust en Frið­ rik hefur áður þýtt Öreindirnar og Áform eftir franska vandræðaskáldið Houellebecq. Þá eru ótaldar sakamálasagan Augu Líru og Mótmælið öll sem komu einnig út á þessu ári. Augu Líru er eftir þær stöllur Evu Joly og Judith Perrignon. „Þetta er spennu­ saga um fjármálaglæpi í samtíman­ um og snertir okkur Íslendinga sennilega nokkuð mikið þótt hún gerist ekki beint á Íslandi. Mótmælið öll er svo lítið kver eftir Stéphane Hessel, 95 ára uppreisnarsegg.“ Í Mótmælið öll hvetur Hessel lesendur sína til þess að vera virkir borgarar og mótmæla hástöfum þeg­ ar þeim ofbýður ranglæti heimsins. Friðrik segir hittast svona skemmtilega á að hann eigi þessar fimm þýðingar í Bókatíðindum þessa árs þótt honum sé að sjálfsögðu alls ekki mikið í mun að moka út sem flestum titlum. „Magnið er auðvitað ekki aðal­ atriðið heldur gæðin þannig að það er ekkert kappsmál að koma sem flestum bókum út heldur að þetta sé almennilegt. En það hittist svona skemmtilega á núna að þarna eru fimm titlar saman komnir þótt þeir spanni langan tíma eða þau 26 ár sem liðin eru frá því að Óbærilegur léttleiki tilverunnar kom fyrst út.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Magnið er auðvitað ekki aðalatriðið heldur gæðin.  Friðrik raFnsson Með FiMM þýðingar í BókatíðinduM Kundera er fjallbrattur „Það er gaman að eiga þátt í að koma klassahöfundum á framfæri við íslenska lesendur. Og þegar móttökurnar eru góðar eins og þær hafa nú verið þá er það bara afskaplega skemmtilegt,“ segir þýðandinn Friðrik Rafnsson sem er alltaf með eitthvert franskt góðgæti í pottunum. Friðrik Rafnsson er afkastamikill þýðandi og hefur síðustu áratugi unnið ötullega að því að kynna franskar bókmenntir fyrir íslenskum lesendum. Það kann að segja sitthvað um afköstin að hann á fimm þýðingar í Bókatíðindum ársins. Þar á meðal er nýjasta bók Michel Houellebecq, Kortið og landið, og enn ein endurútgáfa hinnar sívinsælu Óbærilegur léttleiki tilverunnar eftir gamlan kennara Friðriks frá Parísarárum hans, Milan Kundera. Hlæðu af þér hausinn um jólin Skemmtilegustu skopmyndateiknarar landsins leggja til teikningarnar – og þú semur brandarann. Þannig er SKRÍPÓ, hrikalega fyndið nýtt íslenskt spil sem fjölskyldan mun liggja í hláturskasti yfir. Í SKRÍPÓ eru jafnvel fáránlegustu myndatextarnir sprenghlægilegir ... SKRÍPÓ INNIHELDUR 150 FRÁBÆRAR TEIKNINGAR EFTIR HUGLEIK DAGSSON, HALLDÓR BALDURSSON, LÓU HLÍN HJÁLMTÝSDÓTTUR OG SIGMÚND Eftir höfunda Fimbulfambs F J Ö R U G T S P I L F Y R I R A L L A F J Ö L S K Y L D U N A „Skrípó er frábært spil …“ S P I L A V I N I R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.