Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Page 2

Fréttatíminn - 10.05.2013, Page 2
Pétur Gunnarsson petur@ frettatiminn.is Er ofnæmið að trufla? Cetirizin- ratiopharm Fljótt að virka Við einkennum frá augum og nefi Við einkennum langvarandi ofsakláða Notkunarsvið: Cetirizin-ratiopharm inniheldur cetirizin tvíhýdróklóríð, ofnæmislyf fyrir fullorðna og börn frá 6 ára aldri; til að draga úr einkennum frá nefi og augum vegna árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs; til að draga úr einkennum langvarandi ofsakláða. Frábendingar: alvarlegur nýrnasjúkdómur, ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju öðru innihaldsefni Cetirizin-ratiopharm eða fyrir hydroxyzini eða píperazín afleiðum. Varúð: Einstaklingar með skerta nýrnastarfsemi, með flogaveiki eða sem eiga á hættu að fá krampa skulu láta lækninn vita áður en lyfið er notað. Hætta þarf töku lyfsins þremur dögum áður en farið er í ofnæmishúðpróf. Meðganga og brjóstagjöf: Forðast skal notkun lyfsins. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára: Ráðlagður skammtur er 10 mg, ein tafla, á dag. Börn 6 til 12 ára: Ráðlagður skammtur er 5 mg, hálf tafla, tvisvar á dag. Sjá frekari upplýsingar í fylgiseðli. Algengar aukaverkanir: Þreyta, munnþurrkur, ógleði, niðurgangur, svimi, höfuðverkur, syfja, kokbólga og nefkvef. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Júlí 2012. Nú 100 töflur án lyfseðils! Hreinsunarstarf gekk vel í Bláfjöllum Þ að er stór hópur hér á Seltjarnar-nesinu kominn í kraftlyftingarnar. Þar á meðal eru framakonur með börn og buru sem hafa orðið alveg heill- aðar af þessu sporti,“ segir María Björk Óskarsdóttir, viðskiptafræðingur og rit- höfundur með meiru. María er einn skipuleggjenda fyrsta Ís- landsmeistaramótsins í klassískum kraft- lyftingum sem haldið verður í íþróttahúsi Seltjarnarness á morgun, laugardaginn 11. maí klukkan 10. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í klassískum kraftlyftingum hér á landi. „Munurinn á klassískum kraftlyftingum og þeim hefðbundnu er að við keppum „á kjötinu“, án alls aukabún- aðar eins og sérstakra bróka og bola,“ segir María. Mótið verður fjölmennasta kraftlyft- ingamót sem haldið hefur verið á Íslandi. Fimmtíu keppendur eru skráðir til leiks, sá yngsti er 15 ára strákur en sá elsti er 48 ára kona. Sjálf er María Björk 45 og að keppa á sínu fyrsta móti eins og margir keppenda. „Ég byrjaði fyrir fjórum árum. Þá fór ég til einkaþjálfara til að koma mér í gott form og lenti hjá Ingi- mundi Björg- vinssyni sem er ótrúlega flottur kraft- lyftingakappi. Þá vaknaði áhuginn og ég fór bæði að stunda ólymp- ískar lyftingar og klassískar lyftingar og náði góðum árangri. Svo eignaðist ég fjórða barnið inni á milli. Ég hélt áfram að lyfta alla meðgönguna en öllum æf- ingum var stillt í hóf. Nú er ég búin að æfa markvisst síðan síðasta haust og er til í slag- inn þó ég sé líka stressuð.“ Karlmaður í varðhaldi grunaður um morð Karlmaður situr í gæsluvarðhaldi á Egilsstöðum, grun- aður um að hafa orðið Karli Jónssyni frá Galtastöðum að bana aðfaranótt þriðjudags. Karl var með mörg stungusár og blæddi honum út. Rannsókn málsins er í fullum gangi hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Búið er að ræða við fjölda manns sem býr í sama fjölbýlishúsi og mennirnir tveir, sem voru nágrannar. Mað- urinn sem situr í varð- haldi hefur ekki játað aðild að láti Karls. Hann situr í varðhaldi til 21. maí og búið er að taka eina formlega skýrslu af honum. Lögregla hefur lagt hald á ýmsa muni og verið er að rannsaka hvort einn þeirra sé morðvopnið. -eh Hjörtur hjálpar hjartveikum börnum Nýtt hjartaóm- skoðunartæki hefur formlega verið tekið í notkun á Barnaspít- ala hringsins. Tækið kallast Hjörtur og var safnað fyrir tækinu í þjóðarátakinu Á allra vörum árið 2011. Í tilkynningu frá Neist- anum, styrktarfélagi hjartveikra barna, segir að tækið geri læknum kleift að greina hjartagalla í fæddum og ófæddum börnum bæði fyrr og betur. Með Hirti er hægt að skoða hjartað í þrívídd og eru myndgæði meiri en áður hefur þekkst. Þá eykst hagræði við gagnavinnslu og hægt verður að skoða gögn úr tækinu hvar sem er, innan sem utan spítalans. -eh Samkeppni um háskólasvæðið Jón Gnarr borgarstjóri og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um að borgin og háskólinn standi saman að samkeppni um framtíðarskipulag háskólasvæðisins. Áætlað er að sam- keppninni ljúki síðar á árinu og gert er ráð fyrir að í framhaldinu verði gert rammaskipulag af háskólasvæðinu sem verður hluti af staðfestu aðal- skipulagi borgarinnar. Í samkeppninni er jafnframt gert ráð fyrir að tekið verði mið af stefnumótun borgarinnar og Háskóla Íslands á sviði umhverfis-, auðlinda- og samgöngu- mála og einnig haft til hliðsjónar markmið Háskóla Íslands og Norræna hússins um friðland í Vatnsmýri sem náttúruperlu í borg. Þá á að gera ráð fyrir allt að 400 nýjum stúdenta- íbúðum á háskólasvæðinu og bættri nýtingu vestan Suðurgötu í samræmi við aldarafmælisyfirlýsingu Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar. -eh  Ferðalög ari TrausTi guðmundsson á leið í skemmTi- og skoðunarFerð Til suðurskauTslandsins Þetta verður „impróviserað“ frá degi til dags Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísinda- maður og forsetaframbjóðandi, er á leið til Suðurskautslandsins. Ferðamátinn verður annar en hjá Vilborgu Önnu Gissurar- dóttur, sem fór gangandi Suðurpólinn. Ari Trausti fer með skemmtiferðaskipi og mun sigla í kringum suðurskautslandið, virða þar fyrir sér fugla og sjávarspendýr, ganga á fjöll og sinna fararstjórn fyrir íslenska ferðafélaga í hópferð á vegum Bændaferða. „Ég hef aldrei áður komið til Suður- skautslandsins,“ segir Ari Trausti, sem hefur farið víða og stóð á tindi Hengilsins þegar Fréttatíminn hringdi í hann. Þang- að var hann kominn eftir göngu með vini sínum, sem er sendiherra Ítala á Íslandi. Ari Trausti segir að það verði skemmti- legt að koma á Suðurskautslandið en þangað verður siglt með skemmtiferða- skipi frá syðsta odda Argentínu. Alls verð- ur skipið 9-10 daga á sjó. „Þetta verður „impróvíserað“ frá degi til dags og fólk fer í land þar sem aðstæður á ísnum leyfa,“ segir Ari Trausti. Það verður hávetur á Íslandi en sumar á Suðurskautslandinu í janúar: „Þarna verður lífið að blómstra, selirnir að kæpa og mörgæsirnar á fullu við að unga út og töluvert af hvölum og það líf, sem þarna er, blómstrar akkúrat á þessum tíma,“ segir Ari Trausti, sem vonast til að geta líka farið á kajak og gengið á fjöll meðan á ferðinni stendur. Lífið er löngu farið að ganga sinn vana- gang hjá Ara Trausta eftir forsetafram- boðið í fyrra, hann sinnir jarðvísindum og umhverfismálum, er að leggja lokahönd á bók um sín ferðalög og undirbýr tökur á vísindaþáttum fyrir sjónvarp. Ari Trausti fer með hóp Ís- lendinga á skemmtiferðaskipi til Suðurskautslandsins. Ljósmynd/ Ragnar Th. Sigurðsson  kraFTlyFTingar 45 ára Fjögurra barna móðir keppir í kraFTlyFTingum Ég hélt áfram að lyfta alla með- gönguna en öllum æfingum var stillt í hóf. Maður þarf ekki að vera þungur til að geta lyft þungu Fyrsta Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum verður fjölmennasta kraftlyfingamót sem haldið hefur verið á Íslandi. Áberandi margar konur keppa í öldungaflokki. Einn skipuleggjenda þurfti að breyta æfingum sínum þegar hún gekk með sitt fjórða barn. Hefurðu einhverja skýringu á því af hverju lyft- ingar njóta sífellt meiri vinsælda? „Fólk er bara að uppgötva hversu góðar, alhliða æfingar þetta eru. Það á sérstaklega við um klass- ískar kraftlyftingar. Fólk hefur haft þá ímynd að kraftlyftingar séu bara fyrir stóra menn og miklar konur en maður þarf ekki að vera þungur til að geta lyft þungu.“ Keppt er í þremur greinum, hnébeygju, bekk- pressu og réttstöðulyftu. María hefur sett sér þau markmið að lyfta 90 kílóum í hnébeygju, 110 í rétt- stöðulyftu og 55 í bekkpressu. „En svo eru aðrir sem stefna mun hærra,“ segir hún. María Björk hefur síðustu misseri unnið að verk- efninu Nýttu kraftinn ásamt Sigríði Snævarr sendi- herra. Þær hafa starfað með fjölda atvinnuleitenda og hvatt þá áfram. „Það er ýmislegt sem maður nýtir kraftinn í. Kraftlyfingarnar hjálpa, ég kæmist ekki í gegnum daginn án þess að búa mér til orku.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is María Björk Óskars- dóttir starfar sem við- skiptafræðingur og er annar aðstandenda Nýttu kraftinn. Hún keppir á Íslandsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum í íþróttahúsi Seltjarnar- ness á morgun, laugardag, klukkan 10. Öllum er frjálst að fylgjast með mótinu. Hreinsunarstarf vegna mengunarslyssins á vatnsverndarsvæðinu í Bláfjöllum í fyrradag hefur gengið vel. 600 lítrar af dísilolíu runnu niður á vatnsverndarsvæðið. Óhappið varð þegar verið var að flytja olíuna frá plani við Blá- fjallaskála að Þríhnúkagíg. Tankur, sem flytja átti hana í með þyrlu, losnaði úr krók, féll til jarðar og brotnaði og innihaldið rann út. Slökkvilið með mengunarvarnarbúnað var kallað á vettvang og grafa og vörubíll til að leitast við að fjarlægja mengaðan jarðveg. Sam- kvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur var kalda vatnið í krönum Reykvíkinga í góðu lagi, þrátt fyrir óhappið. Í fyrradag voru fjarlægðir 25-30 rúmmetrar af olíumeng- uðum jarðvegi á svæðinu. Í gær var unnið að frekari hreinsun og var búist við því að það næðist að hreinsa mestalla olíuna upp. 2 fréttir Helgin 10.-12. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.