Fréttatíminn - 10.05.2013, Side 8
Krabbameinsfélagið
Aðgát skal höfð í nærveru sólar
Örráðstefna
í samstarfi við Krabbameinsfélag Reykjavíkur
fimmtudaginn 16. maí frá kl. 16:30-18:00
16:30-16:40 Ráðstefnan sett
Guðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdarstjóri
Krabbameinsfélags Reykjavíkur
16:40-16:55 Forvarnir og húðkrabbamein
Dr. Bárður Sigurgeirsson
húðsjúkdómalæknir
16:55-17:10 Meðferð sortumeina
Gunnar Bjarni Ragnarsson
krabbameinslæknir
17:10-17:25 Faraldsfræði sortumeina á Íslandi
Laufey Tryggvadóttir framkvæmdarstjóri
Krabbameinsskrár
17:25–17:40 Saga aðstandanda
Vala Smáradóttir aðstandandi
17:40-18:00 Umræður og ráðstefnu slitið
Allir velkomnir - ókeypis aðgangur
Fundarstjóri: Helga Möller, söngkona og kylfingur
Skógarhlíð 8, 105 Rvk., 540 1900, www.krabb.is
V ilji Íslendingar stefna að því að auka hagvöxt þannig að þjóðin komist á ný í hóp
þeirra þjóða sem búa við bestu lífs-
kjör er eitt af því sem þarf að gera
að ráðast í stórfellda endurskoðun á
skólakerfinu. Þetta kemur fram til-
lögum sem verkefnastjórn Samráðs-
vettvangs um aukna hagsæld hefur
kynnt en samráðsvettvangurinn er
skipaður helstu stjórnmálaleiðtog-
um og forsvarsmönnum atvinnulífs-
ins og var settur á laggirnar í janúar
á þessu ári.
Þessi samráðsvettvangur lítur
fram til ársins 2030 og settur þau
metnaðarfullu markmið að meðal-
hagvöxtur nemi 3,5% á ári fram til
þess tíma. Takist það ætti Ísland að
færast upp í 4. sæti í samanburði
OECD ríkja hvað varðar verga lands-
framleiðslu á mann árið 2030. Miðað
við óbreytta spá OECD yrðum við
í 15. sæti listans. Ríki hins vegar
stöðnun færum við niður í 28. sæti,
langt undir meðaltal OECD og í fé-
lagsskap þjóða eins og Grikkja, Ítala,
Pólverja og Ungverja.
Starf samráðsvettvangsins bygg-
ist á grunni frægrar skýrslu sem
ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann
fyrir íslensk stjórnvöld á síðasta
ári. Í tillögunum sem samráðsvett-
vangurinn hefur til umfjöllunar er
fjallað um flesta þætti atvinnu- og
efnahagslífsins en við látum hér
nægja að staldra við það sem segir
um skólakerfið.
Miklir peningar, lítill árangur
Framlög Íslendinga til menntamála
teljast há í alþjóðlegum samanburði.
Norðurlöndin nota að meðaltali 6,8%
af sinni landsframleiðslu í mennta-
mál en hér á landi eru framlögin 8,1%
af VLF, vergri landsframleiðslu.
Þegar kemur að því að mæla ár-
angurinn stöndum við hins vegar
halloka gagnvart nágrannalöndun-
um.
Sú ályktun byggist annars vegar á
því að aðeins 44% af þeim sem hefja
nám í framhaldsskóla á Íslandi ná að
ljúka fjögurra ára námi og útskrifast.
Á Norðurlöndunum er meðaltalið
65% af hverjum árangri.
Hinn mælikvarðinn sem byggt er
á er sá að námsárangur íslenskra
grunnskólanemenda er lægri en
meðaltalsárangur Norðurlandanna
í svonefndum PISA-greinum.
Í tillögunum segir að bestu tæki-
færin til þess að ná aukinni fram-
leiðni og auknum árangri séu á
grunnskólastiginu. Íslendingar
nota meira fé til grunnskólans en hin
Norðurlöndin – framlög okkar eru
22% yfir meðaltali Norðurlandanna.
Hins vegar eru framlögin til fram-
haldsskóla og háskóla lægri hér en
meðal Norðurlandanna.
Litlar og óhagkvæmar einingar
Há framlög til grunnskólastigsins
fara að hluta til í það að fjármagna
óhagkvæmar rekstrareiningar,
bæði á grunn- og framhaldsskóla-
stigi. Lagt er til að framhalds-
skólum verði fækkað úr 33 í 8.
Af 173 grunnskólum hér á landi eru
56 skólar með færri en 100 nem-
endur. Laun grunnskólakennara
á Íslandi eru hins vegar 26% lægri
en meðallaun grunnskólakennara á
Norðurlöndunum.
„Fámennir skólar eru óhagkvæm-
ir í rekstri og auka þörf fyrir önnur
störf en kennslustörf,“ segir í grein-
argerðinni. Íslenskir kennarar nýti
hlutfallslega lítinn hluta af vinnu-
tíma sínum í kennslu sem dragi úr
framleiðni þeirra og geri að verkum
að erfitt er að hækka laun kennara.
Á Íslandi fer um 34% af vinnutíma
kennara í kennslu, í Danmörku er
þetta hlutfall 39% en 44% í Noregi.
Meðaltalið innan OECD er 51%.
Skýrsluhöfundar telja að auka
megi framleiðni grunn- og fram-
haldsskólastigsins um fjórðung með
nokkrum aðgerðum. Þar er efst á
blaði að stækka grunnskólaeining-
arnar. Ávinninginn af því að auka
kennsluhlutfall kennara og fjölga í
bekkjum eigi síðan að nýta að fullu
til að hækka laun kennara.
Kennarar hafi B.Sc í sérgrein
Þá segir að efla þurfi og auka áherslu
á gæði menntunar, einkum á sviði
raungreina og nýsköpunar. Meðal
annars eigi kennarar í grunnskólum
að hafa B.Sc. gráðu í sérgreinum.
Einnig þurfi að fjölga kennslustund-
um í raungreinum og nýta helming
allra kennslustunda í raungreinar og
lestur líkt og Finnar gera en nú fara
39% kennslustunda í þessar greinar.
Þá þurfi að koma á fót árangursmati í
kennslu, endurvekja samræmd próf
og auka samkeppni milli skóla.
Eins er talið brýnt að stytta náms-
tíma, bæði í grunnskólum og fram-
haldsskólum. Lagt er til að nám á
hvoru skólastigi verði stytt um eitt
ár.
Fyrirkomulagið hér á landi bygg-
ist á því að íslenskir nemendur út-
skrifist tveimur árum seinna úr
framhaldsskóla en jafningjar þeirra
í Evrópu. Hér útskrifast fólk venju-
lega 20 ára úr framhaldsskóla en 18
ára í Evrópu.
Einnig er brottafall úr framhalds-
skóla mun meira hér en í öðrum
löndum. Um 30% Íslendinga ljúka
ekki neinu námi í framhaldsskóla.
60% af brottfallinu á sér stað á fjórða
námsári. Hjá háskólanemum verð-
ur hins vegar mestallt brottfallið í
upphafi námsins. Íslendingar eru
almennt mun lengur í háskólanámi
en ungt fólk í Evrópu. Meðalaldur
íslenskra háskólastúdenta er 28 ár
en í Evrópu er meðalaldurinn 23 ár.
Íslendingar útskrifist 18 ára úr
framhaldsskóla
Í greinargerðinni segir að mikill
ávinningur væri af því að íslenskir
nemendur útskrifuðust á sama tíma
úr framhaldsskóla og jafnaldrar
þeirra í nágrannalöndunum. Með
því að stytta grunnskólann um eitt
ár og framhaldsskólann um eitt ár
mætti uppskera margvíslegan ábata.
Talið er að með styttingu námstím-
ans mætti lækka brottfall úr fram-
haldsskólum um allt að 60%, og auka
þannig menntunarstig sem mundi
skila sér í því að fleiri nemendur hefji
háskólanám. Nái breytingin fram
að ganga mundi landsframleiðsla
aukast um það bil 3-5% vegna þess
að tveir árgangar bætist við vinnu-
markaðinn fyrr en ella.
Í tillögunum er líka rætt um mál-
efni háskólanna og athygli beint að
mikilvægi þess að fjölga þeim sem
útskrifast úr námi í raungreinum
og verkfræði á háskólastigi. Hlutfall
þeirra er lægst á Íslandi af Norður-
löndunum. Hins vegar ljúka um 40%
allra þeirra sem útskrifast úr háskóla
hér á landi námi í lögfræði, viðskipta-
fræði og félagsvísindum og er það
langtum hærra hlutfall en á öðrum
Norðurlöndum. Þetta bil hefur farið
vaxandi og hlutfall raungreina lækk-
andi undanfarin ár en á sama tíma
hefur lögfræðingum, viðskiptafræð-
ingum og félagsvísindafólki fjölgað
mikið í samræmi við aukið framboð
á slíku námi í nýlegum háskólum.
Of margir háskólar og rann-
sóknarstofnanir
„Skortur á raunvísinda-og tækni-
menntuðu fólki er helsti þröskuld-
urinn í vegi aukins hagvaxtar á kom-
andi árum,“ segir í greinargerðinni.
„Fjölga þarf einstaklingum sem velja
raunvísinda- og tæknimenntun um
að lágmarki 82% næstu árin eða úr
1100 í 2000 manns til að mæta þörf
íslensks atvinnulífs.“
Vakin er athygli á því að framlög
ríkisins til rannsókna og þróunar séu
illa nýtt á Íslandi og að þar sé fimm-
tán milljörðum króna dreift á milli
sjö háskóla, 14 opinberra rann-
sóknarstofnana og 190 þekkingar-
setra. Mikill fjöldi og takmörkuð
samvinna mennta- og rannsóknar-
stofnana dragi úr slagkrafti rann-
sóknarstarfsins og það missi marks
vegna þess hve framlögin dreifist á
marga aðila. Ekki eru settar fram
jafnmarkvissar tillögur um aðgerð-
ir í málefnum háskóla og annarra
skólastiga en hins vegar er bent á að
á árinu 2007 hafi Danir náð miklum
ávinningi fram með því að fækka há-
skólum þar í landi úr 12 í átta og sam-
eina níu af fjórtán rannsóknarstofn-
unum undir háskólastofnanir. „Við
leggjum til samþættingu háskóla
og rannsóknastofnana sem byggja á
sömu áherslum,“ segir í tillögunum.
Stórfelld endurskoðun á skólakerfinu hér á landi er
boðuð í tillögum til samráðsvettvangs sem skoðar
leiðir til þess að auka hagsæld Íslendinga fram
til ársins 2030. Lögð er áhersla á að stytta nám
í grunnskóla og framhaldsskóla um samtals tvö
ár og draga þannig að miklu leyti úr miklu brott-
falli íslenskra framhaldsskólanema. Fækka þurfi
skólum og stækka þá. Íslendingar eru tveimur
árum eldri þegar þeir ljúka framhaldsskóla en aðrir
Evrópubúar og íslenskir háskólastúdentar eru að
meðaltali fimm árum eldri en stúdentar í Evrópu.
Hagsæld samráðsVettVangur leitar nýrra leiða
Skólakerfið þarf róttækan uppskurð
Lágt hlutfall kennslutíma kennara hérlendis dregur úr framleiðni þeirra og gerir launahækkanir erfiðari
Hlutfall vinnutíma kennara sem fer í kennslu
51%
44%
39%
34%
Laun kennara í þús. bandaríkjadollara
25
43
29
29
33
Ø 34
-26%
Pétur
Gunnarsson
petur@
frettatiminn.is
FJÖLBREYTT OG SKEMMTILEG
NÁMSKEIÐ FYRIR 7–16 ÁRA
Unit
y 3DTæknistelpur
Min
ecra
ft
Tölvutætingur
iPad f
orritun
Vefsmíði
Tölv
ulei
kjaf
orri
tun
skema.is
8 fréttir Helgin 10.-12. maí 2013