Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 13

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 13
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -0 5 2 2 NÝSKÖPUN EYKUR VERÐMÆTI Arion banki styður við nýsköpun í atvinnulífinu Fjölmörg fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka hafa nýsköpun að leiðarljósi í sinni viðskiptaþróun og eru að ná eftirtektar- verðum árangri. Við bjóðum þér á námskeið Mörg framsæknustu fyrirtæki heims nota Business Model Canvas við að þróa starfsemi sína og efla nýsköpun. Við bjóðum þér á námskeið um Business Model Canvas í höfuðstöðvum Arion banka 30. maí nk. kl. 9–10.30. Skráning og nánari upplýsingar á arionbanki.is. NEYÐARLÍNAN 112 NÝTT SNJALLSÍMAFORRIT EYKUR ÖRYGGI FERÐAFÓLKS Bjarni Benediktsson „Bjarni gerði margt ágætlega í þessari kosningabaráttu, hann er frambærilegur en þarf að slípa til hvernig hann talar. Hann nær ekki alveg nógu vel til fólks en sýndi í nokkur skipti að hann getur það alveg, sérstaklega gekk honum það vel í frægu viðtali við RÚV. Þegar hann leyfir sér að vera svolítið ófullkominn þá nær hann vel til fólks og þarf að leyfa sér það oftar. Ég held að hann geti náð mjög mikilli tengingu við fólk ef hann fer að hugsa þetta markvisst. Einlægur og geislandi getur hann verið hrífandi en lengi vel í kosningabaráttunni var hann það ekki. Einlægnin er hans sterkasta vopn, jafnvel í meiri mæli en hjá öðrum. Þegar Katrín Jakobsdóttir er einlæg þá bætir hún litlu við, því menn eiga engu öðru en venjast frá henni. En Bjarni getur litið á þetta sem markvissa leið. Ástæðan fyrir því að útkoma Bjarna varð ekki betri en raun bar vitni - þetta var næstlélegasta útkoma flokksins í þingkosningum - er kannski fyrst og fremst sú að það brunnu mál úr fortíðinni á Bjarna, líkt og á Árna Páli. Fólk var hugsandi eftir landsfundinn um hluti eins og þá hvort Sálfstæðisflokkurinn ætlaði virkilega að fara að taka upp trúargildi eins og bandaríska teboðshreyfingin. Sjálfstæðismenn náðu aldrei að svara þessu. Bjarni átti að taka þessi mál upp og tala um þau opinskátt og viðurkenna umræðuna. Þegar fólk skynjar að leiðtoginn hefur styrk til að tala um vandamálin, þau pirra hann ekki og hann vill tala um þau; þann daginn byrjar leiðtogi að yfirstíga vandann og vinna ný lönd. Bjarni brást pirraður við þegar talað var um þátt sjálfstæðis- manna í hruninu í stað þess að taka umræðuna og sýna fólki að flokkurinn væri að vinna fyrir almenn- ing en ekki gamlar klíkur. Fólk skynjaði að það var eitthvað óhreint þarna og var kannski í vafa um hvort Bjarni væri að stjórna eða hvort gamlar klíkur væri að voma yfir. Það ætti að vera auðvelt fyrir hann að tala um þessi mál og viðurkenna að það eru margir gamlir kallar í Sjálfstæðisflokknum sem eru vanir að stjórna en þurfa að átta sig á að það er ný kynslóð að taka við. Almenningur gerir ekki mjög miklar kröfur til leiðtoga, þeir þurfa ekki að vera fullkomnir og krafan er ekki sú að þeir megi ekki tengjast neinu neikvæðu heldur fyrst og fremst að þeir sýni viðleitni, horfist í augu við hlutina og séu á réttri leið.“ Guðmundur Steingrímsson „Ein af stóru spurningunum, sem mér finnst ósvarað, er af hverju fékk Björt framtíð svona mikið fylgi? Ég get ekki greint að það sé neitt sem tengist forsvarsmönnunum beint; það er erfitt að sjá að þeir séu persónulega með sterka ímynd sem er ástæða fyrir fylginu. Það eina sem ég get greint út frá ímyndarfræðum er að Björt framtíð var heppin með tímasetningu, kom fram þegar andúð á gömlu flokkunum var í hámarki og fólk var leitandi að nýjum valkosti og áður en flóðið af nýjum framboðum kom fram. Ég held að aðstæður og tímasetningin vegi þyngst enda kom í ljós að fylgið dalaði þegar nær leið kosningum og fram komu fleiri val- kostir til þess að veita neikvæðum tilfinningum í garð flokkakerfisins farveg. Björt framtíð bætti reyndar aðeins við sig á lokasprettinum. Að hluta til held ég að þau geti þakkað Árna Páli fylgisaukningu síðustu dagana. Árni Páll náði ekki að gefa fólki nógu góða tilfinningu og það ýtti undir að kjósendur færu í auknum mæli af Samfylkingunni yfir á Bjarta framtíð.“ Hvernig leiðtogi er Guðmundur Steingrímsson? „Framan af áttuðu sig ekki allir á hvort hann væri leiðtoginn eða Heiða Kristín Helgadóttir, eða jafnvel Róbert Marshall. Það var engin hrein leiðtogaímynd. Það var fyrst síðustu tvær vikur baráttunnar sem fólk áttaði sig almennt á að Guðmundur væri leiðtoginn á landsvísu. Guðmundur er þess vegna ennþá með frekar hlutlausa ímynd, hann hvorki hrífur fólk né skapar neikvæða ímynd þegar hann talar. Hann fær prik fyrir það að hann gerði ekkert sem hafði neikvæð áhrif í kosn- ingabaráttunni, hélt sjó og komst hjá því að gera sérstök mistök. En Guðmundur þarf sterkari ímynd, hún er ennþá stráksleg. Það er ennþá svolítið háskóla- og Röskvuyfirbragð yfir honum. Hann þarf að þroskast sem leiðtogi og fá meiri þungavikt til að fólk trúi að hann geti stýrt og stjórnað. Það er mikilvægt fyrir leiðtoga að kunna að koma fyrir sig orði, ég tala ekki um ef þeir eru hrífandi og hnyttnir. Þetta er ekki öllum gefið en það er hægt tileinka sér þetta upp að ákveðnu marki. Guðmundur hefur ákveðna for- gjöf vegna pabba síns og afa sem báðir voru forsætisráðherrar. Ennþá er lítið farið að reyna á þetta. Ef Guðmundur kann að nýta sér þetta gæti það hjálpað til en því aðeins að ímyndin sé sterk að öðru leyti. En ef ímyndin er ekki í lagi gæti samanburðurinn orðið neikvæður.“ Katrín Jakobsdóttir „Katrín gerði margt mjög vel. Aðalgallinn fyrir VG var sá að hún kom svo seint fram sem formaður. Hún hefur þá náðargáfu að vekja traust og góða tilfinningu. Hún hefur góða nærveru og það er gott að hlusta á hana, það geislar af henni og hún kann vel að koma fyrir sig orði, er hrífandi þegar hún talar og án þess að vera með mesta hávaðann kemur hún stundum með veigamestu setningarnar; hún kann að tala í þungavikt, það kemur ekki frá henni nein froða, hún talar og fólk hlustar og hún virkar vel á fólk langt út fyrir sinn flokk. Það vantar ennþá svolítið á hennar þungaviktarímynd en líklega fyrst og fremst hjá þeim sem eru ósamála henni. Ég hef trú á að hún geti öðlast það sem á vantar. Það eru enn á ferð gömul gildi karl- rembu, sem eru sem betur fer á útleið úr samfélaginu; til marks um þau var þegar Davíð Oddsson talaði um Katrínu sem “gluggaskraut”. Ég held að það hafi alls ekki hitt í mark enda er ekkert í hennar ímynd sem tengist yfirborðsmennsku. Al- veg óháð stjórnmálaskoðunum tengir fólk hana ekki við það. Ég held að fleiri og fleiri séu að uppgötva að það er jafnvel enn meira í Katrínu spunnið en menn hugðu í byrjun. Það má segja að hún hafi mesta náttúrutalentinn af stjórnmálaleiðtogunum; hún og reyndar Sigmundur Davíð.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson „Sigmundur hefur töluvert af náttúrutalent og hefur margt til brunns að bera sem leiðtogi. Hann hefur áheyrilegan talanda og er viðkunnanlegur; hefur mikla mál- greind, kann að koma fyrir sig orði og halda ró sinni. Hann verður jafnvel enn rólegri þegar hann talar um erfið mál sem vekur traust. Sjónvarpsreynsla hjálpar honum áreiðan- lega en þetta er samt ákveðin náðargáfa sem ekki er hægt að búa til úr engu þótt hægt sé að styrkja hana mikið. Guðmundur Steingrímsson getur til dæmis átt talsvert inni með því að bæta sig á þessu sviði. Þannig að ég tel að sá þáttur sé í góðu lagi hjá Sigmundi að flestum finnst hann aðlaðandi þótt margir hafi hlutlausari eða neikvæðari mynd gagnvart því – og ég gæti trúað að fleiri konur en karlar væru í þeim hópi. Hvað varðar það hvort hann hafi þá þungavikt sem þarf til að stýra þjóðarskútu þá tel ég að hann hafi jákvæða ímynd að því leyti og að fólk trúi að hann geti það. Hann er hins vegar óskrifað blað að því leyti og á ekki mikla inneign þannig að hann má ekki misstíga sig mig mikið án þess að ímyndin geti þróast á annan veg.“ fréttaskýring 13 Helgin 10.-12. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.