Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 10.05.2013, Blaðsíða 16
Þú getur tekið þátt í að uppræta ofbeldi gegn konum Hryllilegur pistill O kkur er eðlislægt að bægja frá okkur því sem er óþægilegt. Líf-ið er svo miklu einfaldara þegar við hugsum bara um það sem er gott. Ég vara þig núna við: Það verður erfitt að lesa þennan pistil. Einhverjum finnst það kannski fjarstæðukennt en einmitt núna eru konur í Indlandi að reyna að finna lífsgleðina eftir að sýru var hellt yfir andlit þeirra. Sumar þeirra misstu sjón, aðrar málið. Allar eru þær svo afskræmdar að börn óttast þær, enginn vill ráða þær í vinnu og því síður giftast þeim. Sumum þessara kvenna hefur tekist að finna andlegan styrk til að vinna á sorginni og brosa á ný. Tvær íslenskar kvikmyndagerðarkonur segja frá því hér í Fréttatímanum að þær eru að vinna heimildamynd um þessar konur og hvernig þær heilluðust af gleði þeirra. Heimsbyggðin hefur beint kastljós- inu að Indlandi að undanförnu í kjölfar hrottalegrar hópnauðgunar í strætis- vagni í Nýju-Delhi þar sem konan lést síðar af áverkunum. Við höfum lesið fréttir um að fjögurra ára telpu hafi verið nauðgað og henni síðan fleygt eins og hverju öðru rusli nálægt líkbrennslu. Hún dó í lok apríl. Þegar þú lest þessar línur er fimm ára stúlka á sjúkrahúsi á Indlandi eftir nauðgun. Henni var rænt og hún hafði verið pyntuð í tvo sólarhringa þegar hún fannst grátandi í læstri íbúð. Eigandi íbúðarinnar hefur verið handtekinn. Hann segist hafa flúið því hann hélt að stúlkan væri dáin. Roskin kona sem ég ræddi við um þessa hræðilegu atburði nýverið sagði að Indverjar væru algjörir villimenn. Það væri bara greinilegt. Ég benti henni á að það væri einfaldlega þannig að þessi morð á sál og líkama rötuðu núna í fréttir í Indlandi í stað þess að vera áfram þaggaðir niður. En þeir eiga sér stað víða um heim. Því get ég lofað þér. Sautján ára stúlka fannst látin á bygg- ingarsvæði í Jóhannesarborg fyrr á þessu ári. Nokkrir menn höfðu nauðg- að henni og limlest. Suður-Ameríka er samt ekki heldur sér á báti þegar kemur að voðaverkum gegn konum. Í nýjum fréttum frá Bandaríkjum lesum við um þrjár konur sem var haldið föngnum í áratug sem kynlífsþrælum Castro-bræðranna þriggja sem eru á sexugsaldri. Ein konan eignaðist dóttur í ánauðinni. Litla stúlkan er sex ára gömul en lögreglan óttast að bræðurnir hafi gert konurnar oftar óléttar. Evrópa er ekki undanskilin. Við mun- um öll enn eftir stúlkunni sem Wolfgang Priklopil rændi tíu ára gamalli og hélt fanginni í sérútbúnum klefa í kjallara húss hans í nágrenni Vínar. „Skrímslið frá Amstetten“ var hann kallaður, Joseph Fritzl sem beitti dóttur sína kynferðisofbeldi frá því hún var ell- efu ára gömul, læsti hana ofan í kjallara í á þriðja áratug og eignaðist með henni sjö börn sem sum höfðu aldrei á ævinni farið út úr kjallaranum þegar upp komst um Fritzl. Þú heldur kannski að þú getir ekki gert neitt í þessu. Kannski treystir þú þér ekki til að gera heimildamynd. Ef svo er getur þú allavega gengið í Systra- lag UN Women. Með því að láta upp- hæð að eigin vali renna til Systralagsins tekur þú þátt í að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum í víða um heim. Minna má það ekki vera. Þegar þú lest þessar línur er fimm ára stúlka á sjúkrahúsi á Indlandi eftir nauðgun. Legugreining Frí legugreining Heilsurúm Stillanleg rafmagnsrúm Rúmgott er eini aðilinn á Íslandi sem býður upp á legugreiningu. 20-50% afsl. af öllum heilsurúmum Þér er boðið í fría legugreiningu Betri svefn - betri heilsa Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus), Kópavogi • sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 • www.rumgott.is Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is sjónarhóll 16 viðhorf Helgin 10.-12. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.