Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Page 20

Fréttatíminn - 10.05.2013, Page 20
VIÐ VEITUM ÍSLENSKU AFREKSFÓLKI VILJASTYRK VIGNIR SVERRISSON ÞRÍÞRAUT Br an de nb ur g viljastyrkur.is K æra dagbók. Annar dagur í brúðkaupsferð okkar Bjarna. Við fórum í sumarbústað tengdapabba á Þing-völlum. Gamlir peningar. Ekkert of nýtt. Byggt í þar- þarþarþarþarsíðasta góðæri. Skilaboðin: Við vorum hér löngu áður en þú skreiðst út úr torfkofanum. Það voru mistök að mæta Bjarna á hans heimavelli. Og það var eins og að hann væri að beita mig einhvers konar sálfræðihernaði. Vöfflur í gær. Pönnsur í dag. Ég réð illa við mig. Ég borðaði fimm á meðan hann slafraði sig í gegnum eina. Ég át tvær í viðbót þegar hann fór á klósettið. Setti Moggann undir diskinn með pönnsunum. Vonaði að hann tæki ekki eftir því að staflinn hafði lækkað. Ég er matargat. Ég er í stjórnarmyndunarvið- ræðum en er farinn að borða pönnsur í laumi. Ég gat ekki hugsað með pönnukökurnar fyrir framan mig.“ Þannig byrjaði dagbók Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir 6. maí síðastliðinn á vef Fréttatímans, frettatiminn.is. Dagbækurnar eru færðar daglega en formaður Framsóknar- flokksins stendur í stórræðum við stjórnarmyndun þessa dag- ana eftir kosningasigur á dögunum. Rétt er að ítreka það sem fram kemur á vefnum að það er ekki Sigmundur Davíð sjálfur sem skrifar dagbækurnar held- ur eru þær spéspegill – til að gera lífið skemmtilegra. Í dagbókum undangenginnar viku mátti meðal annars lesa þetta. Þær eru í heild á frettatiminn.is: 3. maí „Ágæta dagbók. Þetta er flókinn dagur að færa til bókar. Ef ég skil þetta rétt þá var Bjarni Ben. að fá sér kaffi þegar síminn hringdi. Og þar sem hann var með hugann við excel-skjalið sem ég sendi honum þá setti hann bollann upp að eyranu í stað símans. Og hellti yfir sig heitu kaffi. Þá hrökk hann við og rakst í kaffikönnuna svo hún féll fram af borðinu og lenti á hausnum á hundinum. Sem rak skiljanlega upp ýlfur. Bjarni reyndi þá að teygja sig í símann sem lá á borðinu (hann vildi ekki missa af símtalinu ef þetta væri ég) en hann flækti hendina í snúrunni af kaffikönnunni, sem rykktist til þegar hundurinn reyndi að hlaupa burt með kaffikönnuna fasta á milli fótanna. Síminn flaug því úr lófanum á Bjarna, í stórum boga út að vaskinum. Þar stökk hundurinn upp (hann hélt að Bjarni væri að kasta til sín bolta; enda hálf vankaður eftir að hafa fengið kaffikönnuna í hausinn) og greip símann með kjaftinum. Bjarni hafði hrasað, hann hálf lá á gólfinu og horfði á hundinn með símann í kjaftinum og sá að hundurinn hafði gripið símann akkúrat þannig að ein tönnin hafnaði símtal- inu. Það sem hann vissi ekki var að það var Sigurður Ingi sem hafði hringt. Hann hafði misskilið Guðna og haldið að ég væri á fundi með Bjarna og var eitthvað voðalega stressaður yfir að vera að missa af öllu. Hann hringdi í mig en ég svaraði ekki. Var upptekinn við annað. Svo hann greip til þess ráðs að hringja í Bjarna. Og hann var hálf móðgaður yfir að Bjarni skyldi skella á sig. En þá gerðist nokkuð undarlegt. Hundurinn hafði bitið símann þannig að hann hafnaði ekki bara símtalinu heldur sendi síminn þau skilaboð til Sigurðar Inga að Bjarni gæti ekki tekið símtalið vegna þess að hann væri á fundi. En hann myndi hringja síðar. Þetta var einhver svona automatísk stilling hjá Bjarna. Sigurður lagði því sama tvo og tvo og taldi víst að Bjarni væri á fundi með mér. Jafnvel formlegum fundi. Hann hafði ekki hugmynd um að hann var í raun í óformlegu spjalli við hundinn hans Bjarna. Bjarni hafði aftur á móti ekki hugmynd um við hvern hundurinn hafði verið að tala...“ 4. maí „Kæra dagbók. Það hvolfdist aftur yfir mig í dag þessi efi. Hvers vegna ætti ég að vilja verða forsætisráðherra. Á Íslandi. 2013. Er þetta ekki mesta skítadjobb í heimi? Hvað heitir grey mað- urinn sem er forsætisráðherra á Kýpur? Hver veit það? Ég efast um að hann viti það sjálfur. Þegar ég vaknaði í morgun var sú hugsun í höfðinu á mér að gera samning við Bjarna. Um að við gerðum okkur upp persónulegan ágreining. Svo mikinn að við gætum ekki setið saman í ríkisstjórn. Við myndum þá gera einhvern annan að forsætisráðherra. Bjarni hefði örugglega gaman af því að sjá Hönnu Birnu brenna í þessu djobbi. Ég hef engan sem ég þarf að losna við. Ekki eftir að Gummi Stein- gríms fór. Gamla liðið var allt farið áður en ég kom. Núna er það byrjað að skríða upp úr gröfum sínum. Finnur lykt af kjöt- kötlunum. Ég er ekki viss um að það sé skemmtilegt að vera ráðherra. Þurfa þeir ekki að mæta á hverjum degi í vinnuna? Og helst að stimpla sig fyrstir inn. Ég hef aldrei verið góður í því. Þess vegna entist ég þessi fjögur ár í þinginu. Ég þurfti ekki að mæta nema mig langaði sérstaklega til þess. Eins og í Oxford. Ég hef líka aldrei verið fjögur ár í sama djobbinu. Hvernig á ég að geta tollað í starfi forsætisráðherra í fjögur ár? 2017. Það er rosalega langt þangað til. Miðað við breytingarnar á mínu lífi síðustu fimm ár gæti ég verið orðinn krónersöngv- ari í Las Vegas eftir önnur fimm ár. Ég sé mig ekki alveg fyrir mér að vera enn að glíma við skuldavanda heimilanna 2017. Og það skuldavanda annars fólks. Það eru engar skuldir á mínu heimili. Ekki gera vandamál annarra að þínum vanda. Þetta sagði maður við mig fyrir löngu. En hvað er ég að gera? Borga skuldir annarra? Til hvers? Til að þurfa að mæta í vinnuna klukkan sjö alla daga næstu fjögur árin? Stýra ríkisstjórnar- fundum? Fullu herbergi af hörundsáru fólki með risa egó?“..... „....Jæja, ég ætla að fara að sofa. Ég fer í sveitina með Bjarna á morgun. Fjórir karlar í bíl á leið í sumarbústað að tala um pólitík. Sorglegt. Svo sorglegt.“ 5. maí „Kæra dagbók. Þetta var langur dagur. Einn langur fundur. Um skuldir og skatta. Á leiðinni heim reyndi ég að hugsa um ímynd og stíl. Því það skiptir líka máli. Það er hægt að búa til ágætan stjórnarsáttmála, manna ríkisstjórnina sæmilegu fólki en klikka svo á PR-inu. Við verðum að klára að mynda stjórn ina úti á landi. Halda fyrsta blaðamannafundinn kannski á Bifröst. Bifröst. Það er fínt nafn á ríkisstjórn, Brú frá vanda yfir í lausn. Og svo þarf ég að gera eitthvað við sjálfan mig. Það eru allir orðnir eitthvað svo mannlegir. Bjarni var einlægur. Katrín er sæt. Gummi er skemmtilegur. Birgitta er tilfinningasöm. Árni Páll er reyndar bara sleginn út af laginu. En ég er ekkert af þessu...„ „En ég er ekki nörd eins og Jón Gnarr. Jón er nörd af því hann varð fyrir einelti. Var lesblindur með athyglisbrest. Gott ef hann stamaði ekki líka. Hann er búinn að skrifa nokkrar bækur um þetta. Á meðan hann er borgarstjóri. Skrítið hvað hann er upptekinn af sjálfum sér. Leggst í endurminningar- skrif á meðan hann er í embætti. Vanalega fer fólk að lifa í for- tíðinni þegar það er komið á eftirlaun. Jón hefur meiri áhuga á komast að því hvaðan hann kom en hvert borgin er að fara. Ég get ekki gert eins og Jón. Hvað á ég að gera? Tattúera á mig skjaldarmerkið á bringuna? Klæða mig eins og Valgerður Sverrisdóttir í gay-pride? Mæta sem svarthöfði við þingsetn- ingu? Nei. En ég verð að gera eitthvað? Verst að það er ekkert að mér. Ég get ekki viðurkennt upp á mig neinn sjúkdóm. Ég er ekki einu sinni með glútein-ofnæmi.“ 6. maí „Kæra dagbók. Annar dagur í brúðkaupsferð okkar Bjarna. Við fórum í sumarbústað tengdapabba á Þingvöllum. Gaml- ir peningar. Ekkert of nýtt. Byggt í þarþarþarþarþarsíðasta góðæri. Skilaboðin: Við vorum hér löngu áður en þú skreiðst út úr torfkofanum. Það voru mistök að mæta Bjarna á hans heimavelli. Og það var eins og að hann væri að beita mig ein- hvers konar sálfræðihernaði. Vöfflur í gær. Pönnsur í dag. Ég réð illa við mig. Ég borðaði fimm á meðan hann slafraði sig í gegnum eina. Ég át tvær í viðbót þegar hann fór á klósettið. Setti Moggann undir diskinn með pönnsunum. Vonaði að hann tæki ekki eftir því að staflinn hafði lækkað. Ég er matargat. Ég er í stjórnarmyndunarviðræðum en er farinn að borða pönnsur í laumi. Ég gat ekki hugsað með pönnukökurnar fyrir framan mig. Bjarni talaði um lækkun tekjuskatts og ég velti fyrir mér hvað yrði með kaffinu á morgun. Vöfflur, pönnukökur og hvað svo? Skonsur, klattar, lummur? Með rúsínum og miklum sykri. Sætabrauðsstjórnin? Sætabrauðsdrengurinn. Hvernig fór fyrir honum? Át refurinn hann ekki á endanum? Hann þóttist ætla að ferja hann yfir ánna en gleypti hann. Sætabrauðsdrengurinn var nýbakaður og rogginn. Óreyndur og vitlaus. Ætti ég að krefjast þess að við hittumst næst hjá mér? Bústaðurinn hans pabba er bara svo ógeðslega nýríkur eitthvað...“ „Nýir peningar geta aldrei unnið gamla peninga.“ 7. maí 2007 „Kæra dagbók. Þetta er búið að vera... Nei! Hvað geri ég? Skrif- aði ég 2007? Guð blessi Ísland, hvað er ég að hugsa? Ég er ekki búinn að vera með Bjarna nema í þrjá daga og ég er farinn að halda að það sé 2007. Auðvitað er 2013. Sjö er happatala. 13 ekki. En þetta hefur semsagt verið erfiður dagur. Ég vaknaði þreyttur. Hitti Bjarna í hádeginu. Hann vildi fara að negla niður samkomulag um hitt og þetta. Ég held að Valhöll vilji fá eitt- hvað fast í hendi. Mitt lið er bara kátt með að ég sé í viðræðum. Mér líður líka betur þar. Ég fæ mig ekki til að samþykkja neitt endanlega...“ „Annar dagur í brúðkaupsferð okkar Bjarna“ „Kæra dagbók. Þetta er búið að vera... Nei! Hvað geri ég? Skrifaði ég 2007? Guð blessi Ísland, hvað er ég að hugsa? Ég er ekki búinn að vera með Bjarna nema í þrjá daga og ég er farinn að halda að það sé 2007. Auðvitað er 2013.“ Vöfflur í gær. Pönnsur í dag. 20 dagbækur Helgin 10.-12. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.