Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 10.05.2013, Qupperneq 24
Þ ingmaðurinn Róbert Marshall er eiginmaður og fimm barna faðir. Við mæltum okkur mót á skrifstofu hans við Aust- urstræti á fallegum vordegi. Æðru- leysisbænin hangir innrömmuð á einum veggja skrifstofunnar. Róbert segist hafa sett hana þar og að skila- boðin eigi vel við í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur. Þetta sé ekkert endilega einhver alkabæn. Viðmót Róberts er vinalegt og einkennist af hlýju og yfirvegun. Slíka eiginleika hefur fólk gjarnan sem líður vel í eigin skinni. Hann er búinn að vera edrú í rúm fjögur ár og hefur fengið tækifæri til þess að líta inn á við og endurskoða líf sitt. Hann segist lánsamur að eiga sinn bakgrunn tengdan alkóhól- isma og vita hvert grýttur vegur- inn getur leitt; hvar hörmungar- sagan endar hjá flestum. Faðir hans missti tök á eigin lífi vegna sjúkdómsins og sambandið við fjölskylduna rofnaði. Róbert segir að útfærsla á sjúkdómnum sé mis- munandi. „Hugmyndir okkar allra um þetta orð, alkóhólisti, litast af einhverri staðalímynd sem er að þetta sé göturóni og einhver sem er búinn að missa allt sitt, einhver sem er alltaf fullur eða breytist í skrímsli þegar hann drekkur og svo framvegis.“ Hann bætir við að vegna þessara algengu hugmynda sé svo margt fólk sem þjáist í mik- illi einsemd og átti sig ekki á því að það er að glíma við sjúkdóm en ekki varanlega óhamingju. „Þess vegna er svo mikilvægt að tala um þetta. Alkóhólismi er bölvaldur og samfélagsmein sem verður ekki leyst í einsemd eða kyrrþey.“ Uppræta þarf fordóma Róbert segir mikla fordóma ríkja gagnvart orðinu alkóhólisti. Eitt- hvað ógurlegt sé skrifað inn í það hugtak. Á bakvið meininguna liggi orðið fyllibytta eða eitthvað slæmt. „Meira að segja erum við alkóhólistar margir smeykir við að nota þetta orð vegna þess að við óttumst það að það setji okkur í slæmt ljós. Eitthvað sem mun bitna á okkur með einhverjum hætti.“ Hann segir að ánetjast sé gott orð sem notað sé um fíkniefni og áfengi. Að ánetjast sé dregið af því að flækjast í net; þegar fiskar festast í neti. Það sé eitthvað sem enginn ætli að gera. „Þú ferð bara einhvern veginn utan í þetta og áður en þú veist af ertu flæktur og fastur!“ Hann segir að sem betur fer sé leið úr út netinu og gott líf. Hér á landi séum við svo heppin að hafa risastórt edrúsamfélag fólks. Mjög margir hafi kosið sér edrú lífs- stíl. Ýmist með því að hafa aldrei byrjað, hafa hætt eða farið í merð- ferð. Bara örlítið brot af þeim fjölda hafi verið á götunni. „Þetta eru aldraðar frænkur okkar, ömmur, afar, iðnaðarmenn, lögfræðingar og verkafólk, unglingar og nánast börn,“ segir Róbert og leggur áherslu á að taka þurfi af alkóhól- isma þennan slæma stimpil því um sé að ræða útbreitt vandamál sem margir glími við. „Við þurfum að uppræta fordómana í sjálfum okk- ur, stíga inn í þann ótta. Mjög gott líf er í boði og batinn felst í fram- kvæmd og viðurkenningu á vand- anum og að taka þurfi á honum. Sá sem glímir við sjúkdóm verður að skilgreina sig sem sjúkling. Hann verður að segja: Ég er alkóhólisti“. Flestir urðu frekar hissa Eins og áður hefur komið fram náði Róbert sínum botni fyrir rúm- um fjórum árum. Hann segist hafa drukkið óvenjumikið vikuna sem hann hætti. Sullað í víni nær því á hverju kvöldi. „Eftir síðasta fyll- eríið vaknaði ég með þá hugsun, án þess að sú hún hefði nokkurn tímann verið mótuð: Bingó! Þú ert alkóhólisti! Það er engin önnur skýring á þessu. Þess vegna ertu svona. Þú verður að hætta!“ Hann útskýrir tilfinninguna sem hann fékk sem andlega vakningu og hann hafi farið beint í að leita sér aðstoðar hjá ráðgjafa, í miðri kosn- ingabaráttu til Alþingis árið 2009. Nokkrum mánuðum síðar fór hann í göngudeildarmeðferð hjá SÁÁ, mætti fjórum sinnum í viku og var þrjá tíma í senn við fyrirlestra og fræðslu. Spurður um viðbrögð þeirra sem þekktu hann segir Ró- bert flesta í kringum sig hafa orðið frekar hissa á því að hann skyldi segjast vera alkóhólisti. Þeim hafi ekki fundist hann vera það. Einnig hafi þeir verið hissa á því að hann skyldi hætta að drekka því það væri stór ákvörðun! Róbert segir Alþingi vera góðan vinnustað semhafi sýnt aðstæðun- um sem hann var í fullan skilning. Þar sé góð aðstaða til íþrótta- iðkunar og gott mötuneyti, sem hjálpi þegar breyta eigi um lífsstíl. Hann segir tiltölulega hátt hlut- fall þingmanna hafa verið edrú á Eignuðust nýtt líf með því að fara í meðferð Í umræðunni um áfengis- og vímuefnanotkun er oft talað um botn og gæfu þeirra sem finna hann. Sumir spyrna í hann af krafti en aðrir eru hífðir upp og leiddir áfram, skref fyrir skref. Vonin er aflið sem sameinar þá sem standa í slíkum sporum; vonin um betra líf. Um átjánhundruð manns fara árlega í með- ferð á sjúkrahúsinu Vogi og þeir einstaklingar eru þversniðið af þjóðfélaginu. Gríma margra fellur þegar þangað er inn komið og hjálpin er til staðar fyrir þá sem vilja þiggja hana. Olga Björt Þórðardóttir ræddi við tvo karla og eina konu sem þekkja þessi mál af eigin raun og voru reiðubúin að segja sína sögu í von um að draga úr fordómum í garð alkóhólista. síðasta kjörtímabili, örugglega tíu til tólf prósent. Í stjórnmálum sé stundum spurt hvort fólk hafi það betra en fjórum árum áður. Það sé ótvírætt þannig hjá sér. „Lífið hefur tekið miklum breytingum til batnaðar. Samt var ég sú tegund af drykkjumanni sem fullt af fólki lítur á að stundi eðlilega drykkju í okkar samfélagi. Það er að segja að eiga alltaf bjór í ísskápnum, rauðvínsbelju í eldhúsinu og fá sé endrum og eins. Svo er lífið meira og minna farið að snúast um þetta.“ Hann segir að neysla fjórum sinnum í viku eða oftar sé dagdrykkja. Á endanum þrói fólk með sér áfengissýki. Börn alkóhólista í hættu Þegar umræðan fer að snúast um drykkjuvenjur og vinnustaði segir Róbert að á mörgum vinnustöðum í mörgum smærri samfélögum úti á landi og einnig í höfuðborginni sé gengið út frá því að allir drekki og að allir munu á endanum byrja að drekka; að það sé eitthvað óeðlilegt að gera það ekki. Hann segist vera dálítið upptekinn af því að landar sínir eigi að búa til samfélag þar sem hægt sé að bjóða upp á það sem raunverulegt val að vera edrú. Að ekki sé sjálfgefið að allir drekki. „Börn alkóhólista eru í mikilli hættu. Það er búið að sanna að alkóhólismi er arfgengur sjúkdómur og því þarf ekki að velta því mikið fyrir sér. Við vitum svo mörg dæmi þess að slík börn taka mikla áhættu með því að byrja að nota áfengi,“ segir Róbert. Vinanetið mikilvægt Breyttum hugsunarhætti fylgir oftast lífsstílsbreyting og margir mikla fyrir sér og óttast slíka breytingu og nýtt mynstur. Róbert segir margt hafa komið á óvart fyrsta árið sem hann var edrú. Eins og til dæmis að það er fullt af fólki á árshátíðum sem ekki sé svo mjög drukkið. Í raun bara lítill hluti sem sé ofurölvi. „Ég tók ekki eftir því af því að ég var einn þeirra.“ Róbert segist hafa eignast nýja vini í gegnum það að vera edrú. Mjög mikilvægt sé að eignast net vina sem hafi svipaðar áherslur í lífinu og maður sjálfur. „Það hefur skipt mig meira máli en ég gat ímyndað mér. Ég átti töluvert af edrú vinum fyrir sem lýstu mér leiðina og þau bönd hafa styrkst.“ Hann segir vináttuna vera öðruvísi en hann átti til dæmis með þeim sem hann drakk með áður. Hann hittir þá ekki lengur að kvöldi til á bar því honum finnist það einfald- lega ekki gaman. Aftur á móti sitji hann oft lengi við í matarboðum og jafnvel þar sem vín sé haft um hönd en hann sæki ekki þangað sem fólk sé gagngert komið til þess að drekka og verða fullt. Ef það sé tilgangur samkomunnar, þá líði honum ekki vel. „Maður hafði gaman af þessu þegar maður var ungur á þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum. Fólk sem er hauslaust af drykkju á slíkum samkomum finnst mér ekki mjög virðulegt,“ segir Róbert og brosir kíminn. En ef það væri nú hægt að leysa drykkjuvandamál á auðveldari og einfaldari hátt? „Ef ég gæti drukkið eins og venjulegt fólk og það væri til ein- hver pilla, lausn eða slíkt sem yrði þess valdandi að ég gætu drukkið eðlilega, myndi ég samt ekki gera það. Mig langar ekki til þess. Það er ekkert í mér sem fær mig til þess að vilja umgangast áfengi á einhvern heilbrigðan hátt. Mér finnst það ekkert heilbrigt.“ Uppgjöf er lykillinn að bata Í hvítmáluðu bakhúsi við Fram- nesveg býr rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Húsið minnir dálítið á hana. Á því eru skellur og sprungur eftir veður og vinda og það ber ein- kenni langrar og merkilegrar sögu. Fyrst og fremst er það þó heillandi og vinalegt, umkringt háum trjá- gróðri sem minnir á afkomendur sem flust hafa að heiman en ræturn- ar þó nálægt svo að hægt sé fylgjast með þeim vaxa og dafna. Elísabet tekur á móti mér með skvísutagl í hárinu og segist ætla að klæða sig í hvít föt því sá litur sé góður fyrir sálina. Ég dreypi á grænu tei með drottningarhungangi á meðan og horfi í kringum mig. Litagleðin er allsráðandi þarna inni og margir persónulegir munir hanga uppi sem Þingmaðurinn Róbert Marshall og rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir hættu að drekka áfengi og hafa í kjölfarið endurskoðað líf sitt. Þau eru ánægð með lífið og tilveruna í dag og vilja tala um alkóhólmismann sem sé mikið samfélagsmein. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 10.-12. maí 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.