Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Síða 26

Fréttatíminn - 10.05.2013, Síða 26
E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 7 3 6 Símavist Sterkara samband fyrir fyrirtæki KEX klikkar ekki Pétur Marteins og Gunnar kokkur á KEX taka á móti þúsundum erlendra og innlendra ferðalanga í hverjum mánuði. Sumir ferðast yfir hálfan hnöttinn og vantar afslappaða gistingu meðan aðrir koma gangandi í mat, drykk eða á tónleika. Það eru alltaf hundrað hlutir í gangi á KEX og þess vegna þurfa kerfin að vera traust og örugg. IP símkerfið í öruggum höndum Með Símavist geta fyrirtæki leigt IP símkerfi og látið Símann sjá um uppfærslur, rekstur og viðhald á því fyrir fast verð á hvern starfsmann. Vertu með fyrirtækið þitt í öruggri skýþjónustu hjá Símanum og losnaðu þannig við óvænt útgjöld og áhyggjur af rekstri símkerfisins. Hringdu í síma 800 4000 og sérfræðingar Símans aðstoða þig við að finna hagkvæmustu lausnina. Fyrirtæki Með Símavist er fyrirtækið í sterkara sambandi Nánar á siminn.is meðal annars voru keyptir í fjar- lægum löndum. Á einn eldhússkáp- anna hafa verið krotuð persónuleg hvatningarorð til að takast á við hvern dag, einn í einu. Missti frá sér elsta soninn Elísabet á þrjá syni, þrjár tengda- dætur og sjö ömmustelpur. Hún er afar stolt af þessu ríkidæmi og hlakkar til þess að vera viðstödd brúðkaup eins sonarins í Aðalvík í júlí. Synirnir ólust ekki allir upp hjá henni: „Ég missti frá mér elsta son minn vegna neyslu minnar og föður hans. Á þeim tíma varð ég rosalega reið út í fjölskyldu mína, félagsmálayfirvöld og þjóðfélagið. Sem alkóhólisti var ég svo frosin því það tók mig átta ár að tengjast sársaukanum við að missa frá mér barn. Ég missti af uppeldi hans.“ Hún segist ekki hafa náð sínum botni við það. „Ég ákvað að fara í meðferð fyrir tuttugu árum. Þá var ég búin að vera edrú í þrjú ár og virk í samtökum fyrir aðstand- endur alkóhólista. Mér fannst ég of merkileg fyrir samtök alkóhólista og var alltaf með tiltækar skýr- ingar á minni hegðun. Ég byrjaði að drekka í kjölfar skilnaðar og fór á karlafar og vissi ekki hvernig ég átti að nálgast karlmenn á annan hátt en að drekka. Ég varð smám saman stjórnlaus af drykkju og síðasta skiptið kom ég heim um morguninn.“ Hún segir að þá hefði fyrrverandi maðurinn hennar, faðir yngri sonanna, hringt til að koma með þá til hennar en hún hefði ekki getað tekið á móti þeim vegna þess að hún var svo drukk- in. „Þetta varð áfall fyrir mig því ég þóttist viss um að hann myndi fara fram á forræði yfir drengj- unum. Ég varð sorgmædd og grét mikið. Ég vildi ekki missa frá mér fleiri börn vegna neyslu minnar. Þá fann ég loks sársaukann sem fylgdi því að drekka frá mér sálina og eiga enga drauma.“ Elísabet segir sársaukann hafa verið svo mikinn að hún hafi íhugað að svipta sig lífi. Áður hafði hún verið á þeirri skoðun að fólk sem hugs- aði þannig væri bara aumingjar og ekki nógu sterkir einstaklingar. Hún segist hafa farið á fund fyrir alkóhólista með hjálp fjölskyldu- vinar og fundist allir þar vera asnar og fávitar. „Nokkrum dögum síðar fór ég loks í meðferð og fann þar hvernig hvert lagið af öðru skrældist utan af mér eins og lauk og þar innst var lítið barn sem átti svo margt óuppgert.“ Botninn var löngu kominn Í æsku var Elísabetu kennt að gef- ast aldrei upp, en hún segir að upp- gjöfin sé einmitt kjarninn í því að verða edrú. Gefast upp fyrir sjálfri sér og sínum hugmyndum og taka inn aðrar hugmyndir og ráð og hjálp frá öðrum: „Þegar ég var í neyslu gerði ég alls konar gloríur, hélt framhjá, týndist, drakk mig dauðadrukkna og enginn vissi hvar ég var. Minn botn hefði átt að vera löngu kominn.“ Hún segist hafa fengið bréf frá vinum sínum og fjölskyldunni sem höfðu miklar áhyggjur af henni. Hún hefði bara ekki hlustað á það. „Brynja og varnir sjúkdómsins alkóhólisma eru svo sterkar. Ég taldi bara að þau væru að ofsækja mig, væru á móti mér, eða reyna að breyta mér og stjórna mér.“ Í samskiptum við veika alkóhólista segist hún hafa gert sér grein fyrir að viljinn að gefast upp verði að vera til staðar til að hægt sé að hjálpa. „Ég veit alveg í dag að ég get ekki labbað upp að drukkinni manneskju og sagt: Á ég ekki að hringja fyrir þig inn á Vog? Eigum við ekki að koma þangað núna?“ Elísabet segir mikilvægt að átta sig á því að botninn liggur mis- djúpt hjá fólki. „Ég frétti af því að ein kona, svona líka frábær hús- móðir, fann sinn botn þegar hún pantaði pítsu fyrir börnin. Svo er kannski botninn hjá einhverri annarri að selja sig. Þetta er svo rosalega einstaklingsbundið.“ Þegar sonur hennar var í unglinga- meðferð var talað um að hækka botninn af því að unglingum finn- ist allt í lagi að drekka af því að þeir séu ekki búnir að missa húsið eða makann. Hún tekur fram að ef einhverjum finnst hann vera á botninum þá vilji hún segja við viðkomandi: „Biddu um hjálp og leyfðu öðrum að hjálpa þér. Leyfðu einhverju að hafa áhrif á þig; einhverju góðu og nýju. Leyfðu þessu bara að gerast. Þú missir ekki hausinn og það gerist ekkert hræðilegt.“ Tilfinningin fyrir deginum Elísabet segir mikið kraftaverk liggja að baki hugsuninni um einn dag í einu. Þegar hún staglaðist á fundum fyrir alkóhólista á því að hún hefði vaknað klukkan átta, burstað tennurnar, fengið sér kaffi og kíkt í blöðin hélt hún að öllum hlyti að þykja það hræðilega leiðin- legt. En sú hafi ekki verið raunin: „Ég er ekki þarna fyrir aðra. Það sem gerðist var að ég talaði um einn dag í einu og fékk þá tilfinn- ingu fyrir deginum. Og þvílík gjöf sem það var! Bara heill dagur, með morgni og kvöldi.“ Hún segir að með því að verða edrú hverfi vandamálin ekki og verkefni hætti ekki að koma. Lífið hætti ekkert. „Ég fæ áhyggjur af börnunum, þarf að hjálpa vinum mínum, lendi í ástarsorg, tekju- missi og verð fyrir vonbrigðum. Stóri munurinn er bara sá að ég er edrú að takast á við þetta allt.“ Í október 2012 átti Elísabet tutt- ugu ára edrúafmæli en segist hafa fengið sína svæsnustu vínlöngun skömmu síðar. Það hafi varað í eitt kvöld. Hún hafði átt í erfið- leikum í nokkra mánuði vegna skilnaðar og því hugsað með sér að það væri kjörið að byrja a að drekka á ný. Það myndi leysa öll hennar vandamál og það sem hún var að kljást við. En um sama leyti fæddist nýjasta ömmustelpan. „Ég ákvað að láta hana hafa góð áhrif á mig og staðfesta edrúmennsku mína. Maður hefur alltaf val.“ Fyrir skömmu fékk fimm ára ömmus- telpa Elísabetar bráðaofnæmiskast og þurfti að leggjast inn á sjúkra- hús. Hringt hefði verið í ömmuna til þess að leyfa henni að fylgjast með. Þá hefði hún verið mjög áhyggju- full og átt erfitt með að hringja ekki í lækninn til að reyna að stjórna því að allt færi vel. Elísabet segir að það hefði tekið hana að nokkra klukkutíma að átta sig á því að hún var edrú þegar sú litla hringdi síðar sama dag og sagði: „Amma, ég fór í sjúkrabíl!“ Elísabet segir að í 26 viðtal Helgin 10.-12. maí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.