Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Page 27

Fréttatíminn - 10.05.2013, Page 27
E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 7 3 6 Símavist Sterkara samband fyrir fyrirtæki KEX klikkar ekki Pétur Marteins og Gunnar kokkur á KEX taka á móti þúsundum erlendra og innlendra ferðalanga í hverjum mánuði. Sumir ferðast yfir hálfan hnöttinn og vantar afslappaða gistingu meðan aðrir koma gangandi í mat, drykk eða á tónleika. Það eru alltaf hundrað hlutir í gangi á KEX og þess vegna þurfa kerfin að vera traust og örugg. IP símkerfið í öruggum höndum Með Símavist geta fyrirtæki leigt IP símkerfi og látið Símann sjá um uppfærslur, rekstur og viðhald á því fyrir fast verð á hvern starfsmann. Vertu með fyrirtækið þitt í öruggri skýþjónustu hjá Símanum og losnaðu þannig við óvænt útgjöld og áhyggjur af rekstri símkerfisins. Hringdu í síma 800 4000 og sérfræðingar Símans aðstoða þig við að finna hagkvæmustu lausnina. Fyrirtæki Með Símavist er fyrirtækið í sterkara sambandi Nánar á siminn.is raun hefði hún sem amma alveg getað hafa verið einhvers staðar dáin, geðveik eða að drekka. „Í staðinn gat ég sagt við ömmustelp- una mína. „Ég hef líka farið í sjúkrabíl!“ Um einmitt þetta snúist gott líf. Lífið er einfaldlega heil góð vika „Eruð þið að fara heim að elda, eða..?“ kallaði ungur, ölvaður og valtur maður til Sigurðar Gíslasonar og konu hans þegar þau gengu heim af dansleik í Vestmanna- eyjum um nótt fyrir skömmu. Þau hlógu að þessu uppátæki enda eru þau bæði þekkt fyrir að lifa og hrærast við matargerð. Sig- urður hugsar til baka þegar algengt var að hann væri í svipuðu ástandi og ungi mað- urinn og gerði hann sér þá ekki grein yfir því hversu stjórnlaus drykkjan var orðin. Hann var þessi hressi og skemmtilegi sem var hrókur alls fagnaðar, nema innra með honum hékksjálfsvirðingin á þræði afneit- unar. Sigurður tók á móti mér í nýuppgerðu húsi þeirra hjóna við Faxastíg og við komum okkur vel fyrir í bjartri stofunni. Hann er enn með skemmtilegri mönnum og með þægilega og heillandi nærveru, nema núna þarf hann ekki vímugjafa til þess. Hamingj- an er víman. Langur aðdragandi „Aðdragandinn að því að hætta að drekka getur stundum tekið mörg ár og miklu lengri tíma en maður getur gert sér grein fyrir. Minn aðdragandi var örugglega fjögur til sjö ár.“ Sigurður fékk stundum þá hugdettu að það gæti verið að hann væri að nota áfengi í óhófi en það var bara svo fjarlægt honum að hætta og hugmyndin því kjánaleg. Samt leið honum oft illa dagana eftir drykkju. Skilgreining Sigurðar á botni alkólista var áður fyrr sú að um væri að ræða róna á Hlemmi eða einhverja sem búnir voru að missa fjölskylduna, bílinn, húsið og drekka allt frá sér. Það var botninn sem hann hélt að þyrfti að ná. Hann komst síðar að því að málið væri ekki endilega svo alvarlegt. Botninn væri í raun þegar það rofar til í huga fólks og það nær að grípa tækifærið sem því fylgir. Þegar það liggur heima í þynnku og byrjar að hugsa með sér að nú kannski sé tími til að hætta. „Síðasta fyll- eríið mitt fyrir sex árum var ekkert verra en önnur fyllerí. Það var bara þessi tíma- punktur þar sem ég sagði við mig: Heyrðu, þetta er orðið asskoti gott. Nú þarftu að gera eitthvað.“ Hann fann hversu tilbúinn hann var og hversu heppinn hann var því að til staðar var fólk sem hjálpaði honum og leiddi í gegnum fyrstu skrefin. Hann segist sífellt læra meira um hversu gott líf fylgir því að vera edrú. Bara eitt hvítvínsglas? Sigurður segir áfengissýki í raun vera marg- slunginn geðrænan kvilla. Almennt vilji fólk skilja geðræna sjúkdóma en geri það sjaldn- ast. Hann segist til dæmis eiga erfitt með að skilja hvernig konan hans getur fengið sér bara eitt hvítvínsglas. Aftur á móti skildi konan hans ekki hvers vegna hann hætti ekki þegar hann var farinn að finna á sér. „Það eru þessi ofnæmisviðbrögð gagnvart áfengi sem lýsa sér þannig að við getum ekki hætt. Líkaminn vill meira og heilinn segir meira og við ráðum ekki við það. Það er bara þannig.“ Hann segir að manneskjan sé tilbúin að leggja ótrúlega mikið á sig er varðar tilraun- ir með áfengi, því henni þyki dálítið vænt um það. Eitthvað sem hún myndi ekki gera með neitt annað ofnæmi. „Við prófum að drekka öðruvísi, pössum að vera ekki svöng þegar við dettum í það. Við förum í margra ára til- raunastarfsemi með drykkju en alltaf endar það á sama veg.“ Hann segir dæmið einfald- lega ekki ganga upp. „Ef manneskja er með ofnæmi fyrir til dæmis hnetum eins og fyrir áfengi, þá gerir hún ekki gera allar þessar tilraunir með að fá sér eina og eina hnetu, prófa valhnetur í staðinn fyrir furuhentur eða vera södd áður en hún fær sér hnetur.“ Viðurkenning á vandanum stærsti sigurinn Sigurður segist hafa haft örlitlar áhyggjur af almenningsálitinu áður en hann tók ákvörðun um að hætta að drekka áfengi. En það var þá aðallega út frá honum sjálfum. „Ég dæmdi fólk svolítið sem hætti að drekka. Það hlyti eitthvað svakalegt að hafa komið upp á. Það hlyti að hafa verið komið í gríðarlegt óefni hjá því fólki. Á meðan var ég kannski bara mannanna verstur.“ Stærstu skrefin og það besta sem Sigurður segist hafa gert var að viðurkenna vandann. Hann skilur reyndar vel þá sem vilja vera í felu- leik með drykkjuvanda af ótta við almenn- ingsálitið. En ef spáð sé í það þá skiptir þetta álit litlu sem engu máli. Margir hafi hætt að borða hvítt hveiti, drekki ekki mjólkur- afurðir og annað. „Það er almennt viður- kennt að áfengi gerir okkur ekkert rosalega gott, hvort sem við erum veik fyrir því eða ekki. En að viðurkenna að maður sé hættur drykkju er ekki eins meðtekið því það er eins og að maður sé að missa af einhverju rosalegu.“ Hann segir að í því liggi í raun mesti misskilningurinn. Stærsti sigurinn hjá Sigurði var í raun viðurkenning á því að þetta var orðið vandamál hjá honum og ákveða innst inni að ef einhverjum fyndist eitthvað um það yrði sá hinn sami bara að eiga það við sig. Taldi óhugsandi að geta skemmt sér Sigurður segir að honum hafi mest komið á óvart að geta farið edrú í fjölskylduboð, í partý, á ball eða lifa eðlilegu skemmtanalífi: „Áður hellti ég bara vel í mig, varð kjána- legur og gerði einhvern skandal.“ En hann komst að því að smám saman fór hann úr þeim gír að fara niður í bæ eða á djammið. Hann fór að umgangast öðruvísi hugsandi fólk. Hann segir vinahópinn kannski ekki hafa breyst mikið, en hjá sumum geti hann breyst heilmikið til hins betra ef fólk er í mikilli neyslu. Sigurður segist afar sáttur við lífið í dag og að það sé mun einfaldara en áður: „Vikan hefur lengst, víðsýnin aukist og maður fer að hafa áhuga á öðrum hlutum, sjá þá í nýju ljósi og fær löngun til að betrumbæta sig. Ég hélt að lífið yrði eins og soðin ýsa alla mánudaga og að allir dagar yrðu mánu- dagar. Núna er þetta orðin bara ein góð vika. Hvorki einhver svaka spenningur fyrir helginni eða depurð á mánudegi.“ Sveiflu- kennda líðanin hafði áður einhvern veginn algjöran forgang. Hún stjórnaði því líka hvaða fólk hann vildi umgangast: „Ég var þannig að ég nennti ekki að hitta fólk sem fékk sér ekki í glas. Það hlyti að vera ógeðs- lega leiðinlegt. En ég komst að því að það var mjög skemmtilegt fólk.“ *Þessi grein er verklegur hluti lokaverkefnis til MA gráðu í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Sigurður Gíslason matreiðslumeistari hætti að drekka fyrir sex árum. Stærsti sigur hans var að viðurkenna vandann. Ljósmynd/Olga viðtal 27 Helgin 10.-12. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.