Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Side 62

Fréttatíminn - 10.05.2013, Side 62
B ítlaæðið æddi ekki fram hjá Ís-landi og áhrif hljómsveitarinnar bárust alla leið til Flateyrar þar sem unga fólkið áttaði sig á að til væru fleiri og öðruvísi stjörnur en sjómenn. Nokkrir ungir menn í plássinu tóku sig til, fjárfestu í hljóðfærum og byrjuðu að glamra án þess að kunna nokkurn skap- aðan hlut. Eftir miklar æfingar stigu þeir síðan á svið byltingarárið mikla 1968 og hljómsveitin Æfing varð til. „Við vorum aldrei besta band í heimi en við kunnum að skemmta okkur og öðrum,“ segir Siggi Björns. „Það skipti engum togum að bandið lagði ballamarkaðinn á Vestfjörðum undir sig og drottnaði yfir honum næstu tuttugu árin.“ Siggi steig fyrst á svið með Æfingu árið 1971 aðeins fjórtán ára gamall en stóri bróðir hans var í sveitinni. „Æfingarárin einkenndust af frelsi, mikilli vinnu, drykkju, slagsmálum og kappökstrum,“ segir Siggi. „Þetta var í þá daga þegar skipin voru úr tré og karlarnir úr stáli og stemningin fylgdi Æfingu sama hvar hún tróð upp.“ Til eru ótal sögur af yfirfullum félags- heimilum þar sem fólk skreið meðal annars inn um klósettglugga til þess að komast að eftir að allt var orðið fullt. Enda var þetta í þá daga þegar ekki tíðkaðist að svipta hús öllum leyfum fyrir að vera skemmtileg, eins og Siggi orðar það. Siggi segir Æfingu hafa starfað með hléum en hún hafi þó aldrei lognast alveg útaf. „Málið er svo að við komum saman til þess að minnast Danna tromm- ara, Kristjáns Jóhannessonar, sem hafði látist rúmu ári fyrr. Þá birtist bara svo mikið af fólki til að hlusta á okkur, alls konar lið sem maður hafði ekki séð í áratugi. Þá varð mér ljóst félagslegt gildi hljómsveitarinnar og ég fór að semja lög og athuga hvort ég ætti eitthvað í skúff- unum sem ætti við. Við ákváðum svo að henda í plötu í tilefni af 45 ára afmæli sveitarinnar.“ Æfingarmenn fengu Fjallabróðurinn Halldór Gunnar Pálsson til liðs við sig og hafa skemmt sér konunglega. „Hann er snillingur, mikið ljúfmenni og fær tón- listarmaður þannig að þetta er búið að vera helvíti skemmtilegt ferli. Við eigum eftir að gera eitthvað meira. Hann losnar ekkert við mig á næstunni,“ segir Siggi sem hefur búið í Þýskalandi í tíu ár en kemur á æskuslóðirnar um hvítasunn- una en Æfing treður upp á Flateyri laugardaginn 18. maí. Siggi hvetur alla Flateyringa, hvar sem þeir eru staddir, til þess að drífa sig heim í tæka tíð og upplifa stemninguna sem var í þorpinu í þá daga þegar allt gekk vel og hver dagur var öðrum betri. „Textarnir fjalla mikið um stemninguna á þessum árum,“ segir gullaldarpopparinn Siggi Björns og er hvergi nærri hættur. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  Æfing Hressir ellismellir frá flateyri Vorum aldrei besta band í heimi Flateyri varð ekki útundan þegar bítlaæðið gekk yfir heimsbyggðina. Nokkrir ungir menn í þorpinu drukku í sig söngva fjórmenninganna frá Lifrarpolli, keyptu sér hljóðfæri án þess að kunna nokkuð fyrir sér. Þeir köstuðu síðan upp á hver ætti að spila á hvaða hljóðfæri og hljóm- sveitin Æfing var til. Siggi Björns hefur verið aðalsprautan í bandinu síðustu áratugi og til þess að fagna 45 ára afmæli sveitarinnar, sem tryllti lýðinn fyrir vestan á árum áður, hefur hann gefið út plötu með félögum sínum. Flateyringum og nærsveitarmönnum til ómældrar ánægju. Æfingar- árin ein- kenndust af frelsi, mikilli vinnu, drykkju, slags- málum og kapp- ökstrum. Æfing eins og hún er í dag. Skipuð Árna Benediktssyni, einum stofnendanna, Jóni Ingiberg Guðmundssyni, Sigga Björns, Ás- birni Þ. Björgvinssyni og yngsta meðlimnum Halldóri Gunnari.Listamaðurinn Atli Viðar Engilbertsson sýnir verk sín, sem hann vinur meðal annars úr pappa, á sýningunni List án landamæra á Akureyri en hann er listamaður þessarar hátíðar þetta árið. List án landamæra er árlegur við- burður sem miðar að því að kynna verk fólks með fötlun og koma á samstarfi milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. „Ég er ekki fatlaður lengur en glímdi við andlega röskun,“ segir Atli Viðar sem var mjög þunglynd- ur. Hann segist ekki síst hafa unnið sig upp úr þunglyndinu með tíðum greinaskrifum í Morgunblaðið og víðar um meðal annars geðheil- brigðismál og pólitík. Hann sinnti list sinni, myndlist og tónlist, þegar hann átti góð tíma- bil í þunglyndinu en er nú kominn á fleygiferð og lætur ekkert aftra sér. „Ætli það megi ekki segja að ég notist mest við hráefni sem aðrir líta á sem rusl en ég vinn mikið með pappa.“ Atli Viðar sýnir meðal annars forláta pappakórónur á sýningunni í Síðuskóla en þar getur einnig að líta forláta gítar sem í raun sameinar tvö helstu áhugamál hans. „Ég var búinn að búa til pappa- gítar sem leit út eins og rafgítar en vildi fara alla leið og geta látið heyr- ast í honum. Ég átti gamlan rafgítar sem ég tók og breytti útlitinu á honum í þessum anda.“ Atli Viðar segist fikta við gítar- spil en trommur séu hans hljóð- færi og hann hefur trommað síðan í æsku. „Ég er búinn að semja hell- ing af tónlist og hef sett eitthvað af því á netið en er ekki enn búinn að gefa út plötu, hvað sem síðar verður.“ Atli Viðar segist ekki hafa skrif- að blaðagrein lengi en þau skrif hans hafi þróast út í leikritaskrif. „Það er gaman að segja frá því að Leikfélag Akureyrar stefnir að því að setja saman með mér dagskrá næsta haust.“ -þþ  eyþór ingi Hress í malmö Læri kannski að syngja seinna Undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefst á þriðjudagskvöld þegar fyrri forkeppnin fer fram. Eyþór Ingi, fulltrúi Íslands, stígur á svið í seinni forkeppninni á fimmtudagskvöld og freistar þess að syngja sig í aðal- keppnina með laginu Ég á líf eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson. Eurovisiongeggjararnir á vefsíðunni Esctoday eru mættir til Malmö og þeir náðu tali af Eyþóri eftir fyrstu æfingu. Okkar maður var hress og sagðist aðspurður aldrei hafa lært söng en kannski kæmi að því að hann myndi gera það síðar. Hann sagðist einfald- lega hafa komist þangað sem hann er með æfingunni og að hann reyndi að endurtaka sig aldrei. Fari allt að óskum mun hann þó í það minnsta syngja lagið tvisvar fyrir framan sjónvarpsvélarnar og ætla má að þjóðin muni meira eða minna öll sitja límd við skjáinn þegar Eyþór tekur lagið á fimmtudaginn en keppnin nýtur hvergi í heiminum meiri vinsælda en á Íslandi. Samkvæmt rafrænum mælingum horfðu 92,3% þjóðarinnar á Jóhönnu Guðrúnu flytja Is it True? árið 2009 sem er Íslandsmet en samkvæmt mælingum síðustu fimm ára jaðrar við að Íslend- ingar eigi heimsmet í Eurovision-glápi. Ríkissjónvarpið tekur vitaskuld mið af þessu og byrjar Eurovision- veislu sína um helgina með tvöföldum skammti af þættinum Alla leið á föstu- dags- og laugardagskvöld. Leiðin til Malmö, tveir þættir um undirbúning og ferð íslenska hópsins til Svíþjóðar, verða sýndir á mánudags- og miðvikudags- kvöld og á föstudagskvöld hita Euro- visionstjörnurnar Friðrik Ómar, Regína Ósk og Selma Björnsdóttir upp fyrir stóru stundina á laugardagskvöld með því að syngja helstu Eurovisonperlur sögunnar í þættinum Saga Eurovison. Örlygur Smári, höfundur Ég á líf, smellti þessari mynd af Eyþóri Inga og föruneyti hans á fyrstu æfingunni í Malmö.  atli Viðar skrifaði sig upp úr þunglyndi Skapar list úr pappa Atli Viðar í góðri sveiflu með breytta rafgítarinn sem er orðinn að sannköll- uðu listaverki. 62 dægurmál Helgin 10.-12. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.