Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Síða 68

Fréttatíminn - 10.05.2013, Síða 68
KYNNING 4 hjólreiðar Helgin 10.-12. maí 2013 N afn verslunarinnar TRI er dregið að hluta til af íþróttagreininni þríþraut, eða triathlon. TRI er sérverslun með reiðhjól, hlaupa- og sund- vörur, en einnig er allt til fyrir þríþrautarmanninn,“ segir Ólafur Baldursson, annar eigandi versl- unarinnar. TRI selur til að mynda CUBE reiðhjól sem eru þýsk gæðahjól og hafa verið framleidd í 18 ár og verið markaðsleiðandi í sínu heimalandi. „Vöruúrval okkar af CUBE reiðhjólum er gríðarlega mikið og það ættu allir að geta fundið sér hjól við hæfi þar sem úrvalið er um 67 tegundir og allar stærðir. Þá njóta „Racerar“ og þríþrautarhjól mikilla vinsælda hjá okkur og er það oft þannig að fólk er að kaupa sér „Racer“ sem hjól númer tvö eða þrjú því það vill komast hraðar yfir og lengra á styttri tíma,“ segir Ólafur. En selur verslunin einnig venju- leg hjól fyrir börn og fullorðna? Já, auðvitað gerum við það. Við seljum barnahjól frá 12” og upp í 26” og svo erum við með mikið úr- val af 26” og 29” fjallahjólum hvort sem eru tveggja eða eins dempara hjól. Svo eru Hybrid-hjólin okkar ein vinsælustu hjólin í búðinni.“ Ekki bara reiðhjól Ólafur segir reiðhjól ekki vera það eina sem selt er í TRI. Mikið úrval er til að mynda af hlaupa- og sund- vörum. „Við höfum lagt mikið upp úr góðu úrvali af hlaupaskóm og fatnaði frá Brooks, NIKE, Zoot og Craft. Við seljum „racerskó“ sem eru léttir keppnisskór, æf- ingaskó sem henta öllum hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna, utanvegaskó sem eru notaðir mest fyrir svokölluð „Trail-hlaup“ (eins og Laugarveg- inn) og svo auðvitað þríþrautarskó sem eru sérstaklega gerðir til að komast hratt í skóna, og hlaupa hratt í þeim. Þá erum við með nánast allt til æfinga og leikja í sundi. Við seljum til að mynda ein vinsælustu sjósundsgleraugun í dag sem heita Aquaspire. Þá erum við með mikið úrval af hjólfatnaði og öðrum aukahlutum fyrir hjól og hlaup.“ Mikil gæði TRI býður upp á miklar gæða- vörur og þykja CUBE hjólin ein- staklega vönduð. „CUBE hefur lagt mikið upp úr því að hjólin  TRI ÁheRsla lögð Á góða þjóNusTu Allt fyrir hjólreiðamanninn, hlauparann og sundkappann TRI er sérverslun sem selur reiðhjól, hlaupa- og sundvörur. Allur búnaður fyrir þríþrautarmanninn er einnig til í versluninni. sem seld eru séu framleidd eftir ströngustu gæðakröfum. Þeir prófa öll sín hjól eftir DIN staðli þar sem gerðar eru meiri kröfur en þekkist annarsstaðar og ekki skemmir útlit hjólanna fyrir. CUBE hefur lagt mikla áherslu á að hjólin þeirra endurspegli góð gæði og hagstætt verð,“ segir Ólafur. „Þá bjóðum við einnig upp á viðgerðarþjónustu fyrir allar tegundir af hjólum ásamt því að sinna almennri þjónustu og við- haldi á CUBE reiðhjólum sem flest eru ný hér á landi.“ Góð þjónusta í fararbroddi Ólafur segir mikla áherslu vera lagða á góða þjónustu. „Þegar TRI var stofnað vildum við að þjónusta og þekking okkar starfsfólks væri góð á öllum sviðum hjólreiða, hlaups og sunds. Við vorum mjög heppin að ná í gæða starfsmenn sem hafa reynslu á öllum þáttum í verslun okkar. Þá bjóðum við vinnustöðum og stærri hópum upp á kynningar á reiðhjólum, hvort sem um er að ræða almenn hjól eða keppnishjól.“ -ss Ólafur Baldurs- son, annar eiganda TRI. Vöruúrval okkar af CUBE reið- hjólum er gríðarlega mikið og það ættu allir að geta fundið sér hjól við hæfi þar sem úrvalið er um 67 tegundir og allar stærðir“ Ljósmynd/Hari KYNNING I ntersport er með gríðarlega mikið af flottum hjólum til sölu,“ segir Ólafur Óskar Ólafsson, verslunarstjóri Inter- sports í Lindum. „ Við hófum sölu á gæða hjólunum frá Orbea í vor. Orbea er eitt af virtustu reið- hjólamerkjum heims í dag, með fjölmargar titla að baki í flokki götu- og fjallareiðhjóla á Ólympíu- leikunum sem og öðrum keppn- um. Þetta er spánskt gæðamerki sem framleiðir breiða línu af hjól- um fyrir alla aldurshópa, auk fatn- aðar og hjálma. Orbea hjólin hafa verið framleidd frá árinu 1930 og fylgir lífstíðarábyrgð öllum hjóla- stellunum sem eru handmáluð í framleiðsluferlinu á Spáni.“ Margar gerðir af hjólum Ólafur segir margar tegundir hjóla frá merkinu vera í boði. „Við bjóðum upp á hefðbundin fjallahjól, Hybrid hjól, borgarhjól kvenna, „racera“ og svo barna- hjól. Orbea Grow barnahjólin komu til að mynda á markað 2012 og fengu strax hin virtu GoodDe- signAward verðlaun sama ár. Þá eru Grow barnahjólin sterkbyggð en um leið létt og stækka með barninu.“ „Þá er íþróttagreinin Cycloc- ross mjög vinsæl núna og þá er frábært að nota Cyclocross hjólin frá Orbea. Cyclocross er íþrótt þar sem hjólað er á drullubrautum og keppandinn þarf jafnvel að halda á hjólunum hluta leiðarinn- ar. Cyclocross hjólum hefur verið líkt við Íslensku suðkindina, en hjólin eru lík götuhjólum í útliti, eru með grófari dekk og þola ís- lenskar aðstæður vel að mörgu leyti,“ segir Ólafur Óskar. Orbea framleiðir líka þrí- þrautarhjól í fremstu línu. Nýja þríþrautarhjólið frá Orbea, Ordu, stendur nú sem heimsmetahafi í hjólaleggnum í Ironman-keppn- inni á Hawaí og sló fyrra met um heilar 10 mínútur. Hjólið er hægt að panta hjá Intersport og er val um hvort hjólið sé með rafmagns- skiptum. Ólafur Óskar segir götuhjólin frá Orbea vera gríðarlega vinsæl. „Þau gefa öðrum hjólum ekkert eftir og hefur árangur Orbea liðs- ins verið góður á undanförnum árum, þrátt fyrir meiðsli helstu keppanda í Tour de France á síð- asta ári. Það verður því gaman að fylgjast með árangri liðsins í þess- ari þekktu keppni í sumar. Hægt er að sérpanta hjá okkur hjól og fá hvaða lit sem er, gírskipta, gjarðir og annan aukabúnað.“ Ný hjóladeild í Lindum Intersport hefur sett upp hjóla- deild í verslun sinni í Lindum í Kópavogi. Þar má finna ásamt Or- bea hjólunum, hjólafatnað frá Or- bea, hjólaskó, hjálma, pumpur og flesta þá aukahluti sem hjólreiða- maðurinn þarfnast. „Við bjóðum alla velkomna í heimsókn til að skoða og prófa hjólin okkar. Hægt er kaupa hjólin frá okkur á 12 mánaða vaxtalausum greiðslum og ekki skemmir fyrir að nú erum við með 15% afslátt á öllum okkar hjólum,“ segir Ólafur Óskar. Þá er varahlutaþjónusta til stað- ar ásamt þjónustu við hjólin. „Allir helstu slithlutir eins og slöngur og dekk eru til staðar. Það er boðið upp á dekk og slöngur frá hinum þekkta dekkjaframleið- anda Michelin. Öllum hjólum sem keypt eru fylgir upphersla innan árs frá kaupum hjólsins. Þá er alltaf hægt að koma við í verslun okkar með hjól í viðgerð,“ segir Ólafur Óskar. -ss  INTeRspoRT BReIð líNa fyRIR alla alduRshópa Gríðarlegt úrval af Orbea hjólum Intersport í Lindum hefur opnað nýja hjóladeild þar sem mikið úrval er af Orbea hjólum. Ólafur Óskar Ólafsson, verslunarstjóri Intersports í Lindum. „Orbea hjólin hafa verið framleidd frá árinu 1930 og fylgir lífs- tíðarábyrgð öllum hjólastellunum sem eru handmáluð í framleiðsluferlinu á Spáni.“ Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.