Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.05.2013, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 10.05.2013, Qupperneq 70
6 hjólreiðar Helgin 10.-12. maí 2013 KYNNING H vellur á 25 ára afmæli í ár og er því ein elsta reiðhjólaverslunin hér á landi. Eigendur Hvells flytja sjálfir inn allar vörur sem boðnar eru í versluninni og er mikil áhersla lögð á gæði og þjónustu. „Allar vörurnar okkar eru prófaðar og viðurkenndar, bæði í Bandaríkj- unum og á Evrópska efnahags- svæðinu. Þá bjóðum við upp á viðgerðarþjónustu fyrir allar teg- undir reiðhjóla og erum með stór- an lager af vara- og aukahlutum fyrir reiðhjól,“ segir Guðmundur Tómasson, framkvæmdarstjóri og eigandi Hvells. Flytja líka inn snjókeðjur Guðmundur segir stærsta vöru- liðinn í versluninni vera reiðhjól af öllum stærðum og gerðum sem henta fólki á öllum aldri. En verslunin selur líka sláttuvélar og vélaorf í nokkrum tegundum ásamt snjókeðjum. „Hvellur hefur til margra ára verið umfangsmik- ill innflutningsaðili á snjókeðjum fyrir allar stærðir hjólbarða ásamt tengdri varahluta- og viðgerðar- þjónustu. Við seljum snjókeðj- urnar OFA frá Finnlandi, RUD frá Þýskalandi og VERIGA frá Slóveníu.“ Hvellur selur mörg háklassa hjólamerki. „Við erum til dæmis með merkið FUJI sem kemur upprunalega frá Japan þar sem fyrirtækið hóf fjöldaframleiðslu á reihjólum árið 1899, fyrst allra, en merkið er nú orðið bandarískt. Þá erum við með merkið PUKY sem er þýskt og framleiðir barna- hjól, hlaupahjól og jafnvægishjól  Hvellur Mið tekið af ólíkuM þörfuM viðskiptavina 25 ára reiðhjólaverslun Verslunin Hvellur er ein elsta reiðhjólaverslun landsins. Eigendur Hvells flytja sjálfir inn allar vörur í versluninni. í miklu úrvali. Við erum einnig með danska merkið KILDEMOES sem hefur lengi fengist í Hvelli og KED sem fram- leiðir og hannar öryggishjálma af öllum gerðum, þá sérstaklega reiðhjólahjálma, skíðahjálma og reiðhjálma,“ segir Guð- mundur. Ólíkar þarfir viðskiptavina Starfsemi Hvells hófst í Grenivík í Eyjafirði um miðbik níunda áratugarins, sem verktakafyrirtæki í eigu frænd- anna Ásgeirs Kristinssonar og Óskars Valdimarssonar. „Árið 1988 skildu leiðir þeirra, en þá flutti Óskar til Reykjavíkur og tók nafnið með sér inn í nýjan rekstur sem fólst í sölu á snjókeðjum og slíkri þjónustu. Þegar frá leið bættust garð- sláttuvélar og reiðhjól við vörur sem verslunin seldi. Þrátt fyrir að vægi snjó- keðja hafi minnkað, í seinni tíð, vegna aukinnar notkunar vetrar- og nagla- dekkja, þá er hlutur þeirra enn mjög ríkulegur í starfseminni, en þjónustan er þó orðin sérhæfðari,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir mikilvægt að tekið sé mið af ólíkum þörfum viðskiptivina ásamt því halda vörunum á ásættanlegu verði. „Sumir sækjast eftir reiðhjólum sem daglegu farartæki, á meðan aðrir vilja eingöngu nota þau sem holla af- þreyingu. Þá eru enn aðrir sem nýta sér hjólið sem líkamsræktartæki.“ Hann seg- ir mikilvægt að rétt hjól sé valið eftir því hvernig á að nota það. „Helstu breytur sem skilja á milli hjóla snúast um þæg- indi, endingu, lit, áferð, efnisval og styrk- leika þar sem grófleiki dekkja, dempun ásamt bremsu- og gírbúnaði skiptir mestu máli. Þá geta stell eða grindur ver- ið breytilegar að lögun, stærð og lit, auk þess sem hnakkar eru fyrirliggjandi í mismunandi áferðum og stífleikum.“ Verslun, varahlutalager og verkstæði Hvells er staðsett að Smiðjuvegi 30 í Kópavogi. Þá má nálgast vöruúrval versl- unarinnar á www.hvellur.is. Áhugasamir geta haft samband við starfsmenn Hvells í síma 5776400 eða með tölvupósti á netfangið hvellur@hvellur. com. -ss Guðmundur Tómasson, framkvæmdarstjóri og eigandi Hvells. Við erum til dæmis með merkið FUJI sem kemur upprunalega frá Japan þar sem fyrir- tækið hóf fjöldaframleiðslu á reihjólum árið 1899, fyrst allra. Ljósmyndir/Hari Gæðahjól frá FUJI Smiðjuvegi 30 - 577 6400 - 200 Kópavogur Fujibikes.com - hvellur.com - hvellur@hvellur.com Verðin eru frábær Landsþekkt viðgerðarþjónusta Hjólað u í vin nuna á FUJI g æðah jóli frá Hv elli Aðeins 77.583 Aðeins 67.880 Aðeins 59.857 Aðeins 38.177 138.768 99.061 52.108 86.626 Fuji Nevada 1.9 D Fjallahjól Álstell 21 gír Shimano, D iskabremsur 120 mm Fram dempari still anlegur Fuji Dynamite 24 Álhjól 24” 8 – 10 ára, 21 gír Shimano Fuji Traverse 1. 1 Hybrid Álstell 700 (2 8”), 27 gíra S himano Deore, Gluss a diskabrem sur Fuji Crosstown 3.0 Álstell 700 (2 8”) 21 gír Sh imano Comfort me ð dempara í hnakk SE Qadangle Park freestyl e SE Wildman Pr o Dirt/Street fr eestyle Fuji Traverse 1. 3 Hybrid Álstell 700 (2 8”) 24 gíra Shimano Ac era Fuji Fazer 20 tommu 6 –8 ára, álhjó l, fótbremsa, h andbremsa Fuji Classic Lux fótbremsan gó ða Mikill öldi d ömu og herr ahjóla með fótbremsu o g innbyggðu m 7 gírum. 25 ÁRA 1988 - 2013 Gæðahjól frá FUJI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.